Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 18
RANNSÓKN Tafla I. Yfirlit yfir rannsóknarhóp. Fjöldi sjúklinga 67 Karlar:Konur 35:32 Meðalaldur við sjúkdómsgreiningu (ár) 47 (2-82) Meðalaldur við miltistöku (ár) 50 (8-83) Miðgildi aldurs við miltistöku (ár) 54 Tími milli greiningar og miltistöku (mánuðir) 33 (0,2-259) Fjöldi sjúklinga á lifi þegar rannsókn er gerð 46 Fjöldi sem fékk sendan spurningalista* 44 Fjöldi þeirra sem svaraði spurningalista 35 *21 einstaklingur var látinn þegar rannsóknin var gerö og tveir búsettir erlendis. ásamt samþykkiseyðublaði. Rannsóknarhópurinn samanstóð af sjúklingum sem gengust undir valmiltistöku á Landspítala (bæði í Fossvogi og við Hringbraut) á tímabilinu 1.1.1993-31.12.2004. Valmiltistaka var skilgreind sem brottnám á milta sem var fyrirfram ákveðið sem valaðgerð. Undanskilin voru miltisnám sem áttu sér stað í öðrum aðgerðum, svo sem vegna áverka eða þegar milta var fjarlægt um leið og æxli í brisi eða maga. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám þeirra 67 sjúklinga sem uppfylltu áðumefnd skilyrði. Einnig var farið yfir allar dánarorsakir þeirra sjúklinga sem höfðu látist til að útiloka að dánarorsök þeirra tengdist miltistökunni. Spurningalistar voru sendir til sjúklinga sem voru á lífi þegar rannsóknin var gerð. Tveir voru búsettir erlendis og fengu af þeim sökum ekki sendan spurningalista. Endanlegur fjöldi þeirra sem fengu spurningalista var 44. Á spurningalistanum voru 12 krossaspurningar þar sem spurt var um líðan eftir aðgerð, fræðslu, bólusetningar, viðbrögð við byrjandi sýkingareinkennum, sýklalyfjanotkun og núverandi eftirlit vegna þess sjúkdóms sem leiddi til miltistökunnar. Árangur miltistöku var skilgreindur á sama hátt og í fyrri rannsóknum sem fullur bati, nokkur bati eða enginn bati.4 Við mat á bata sjúklinga eftir miltistöku þurfti bati að hafa komið fram eftir miltistöku og haldast út þann eftirfylgdartíma sem rannsóknin náði yfir. Fullur bati hjá sjúklingum með sjálfvakta blóðflögufæð var skilgreindur sem blóðflögugildi yfir 150 x 109 /L án nokkurrar lyfjameðferðar. Nokkur bati var skilgreindur sem blóðflögugildi yfir 50 x 109 /L án lyfjameðferðar. Ef blóðflögugildi var undir 50 x 109 /L var það metið sem enginn bati. Þróun í aðgerðartækni miltistöku 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 ■ Kviðsjáraðgerð I Opin aðgerð Mynd 1. Fullur árangur hjá sjúklingum með hnattblóðkomakvilla og sjálfnæmisblóðleysi var skilgreindur sem blóðrauði yfir 134 g/L fyrir karla og 118 g/L fyrir konur, án blóðgjafa. Ef blóðprufuniðurstöður sjúklings lágu ekki fyrir var fullur bati skilgreindur þannig að sjúklingur svaraði spurningalista á þá leið að hann væri hættur í öllu eftirliti vegna sjúkdómsins sem leiddi til miltistökunnar og líðan væri mun betri eftir miltistöku. Spurningalistar voru að öðru leyti ekki notaðir til að meta árangur miltistöku í meðferð blóðsjúkdóma. Gagnabanki með ópersónugreinanlegum upplýsingum úr sjúkraskrám var búinn til í Microsoft Access. Gögnin voru færð inn í töflureikninn Microsoft Excel og framkvæmd var einföld tölfræði- úrvinnsla, ekki voru notuð tölfræðileg próf. Tilskilin leyfi fengust fyrir rannsókninni hjá Persónuvernd og siðanefnd Landspítala. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu voru framkvæmdar 67 valmiltistökur (tafla I). Meðalaldur sjúklinga við aðgerð var 50 ár (bil 8-83). Karlar voru 35 og konur 32. Eftirfylgd í rannsókninni var að meðaltali 60 mánuðir (bil 1-164) þegar miðað er við niðurstöður blóðrannsókna. Ekki náðist eftirfylgd með blóðprufum hjá sjö sjúklingum, þrír af þeim svöruðu hins vegar spurningalista. Eftirfylgd hvað varðar árangur miltistöku var því engin hjá fjórum sjúklingum, þrír af þeim voru með illkynja sjúkdóma og einn með sjálfvakta blóðflögufæð. Nokkrar sveiflur voru í fjölda aðgerða á þessu 12 ára tímabili. Flestar aðgerðir voru framkvæmdar árið 1999, eða 12 talsins, en einungis ein valmiltistaka var gerð árið 1996 (mynd 1). Algengasta sjúkdómsgreining í rannsóknarhópnum var sjálf- vakin blóðflögufæð og var 31 sjúklingur með þá greiningu. Fimm sjúklingar voru með hnattrauðkornablóðleysi, þrír með sjálf- næmisblóðleysi (autoimmune hemolytic anemid), 19 með illkynja sjúk- dóma og níu með aðra sjúkdóma sem ekki féllu undir hina flokkana (tafla II). Árangur í meðferö blóðsjúkdóma Af 31 sjúklingi með sjálfvakta blóðflögufæð voru 30 á barksterameðferð fyrir aðgerð og 17 á gammaglóbulínmeðferð. Bati var skilgreindur út frá blóðprufum í 29 tilvikum og út frá svörun spurningalista í einu tilviki þar sem blóðprufuniðurstöður lágu ekki fyrir. Miltistaka skilaði fullum bata hjá 60% (18/30), nokkrum bata hjá 23% (7/30) og engum bata hjá 17% (5/30) sjúklinga með sjálfvakta blóðflögufæð. Langtímaeftirfylgd náðist ekki hjá einum sjúklingi með sjálfvakta blóðflögufæð. Tveir sjúklingar sem eru flokkaðir með þeim sem fengu fullan bata voru lengi að svara miltistökunni. Fullur bati fékkst hjá öðrum á 27 mánuðum en hjá hinum sex mánuðum eftir miltistöku. Einn sjúklingur fékk nokkum bata fyrst eftir miltistökuna en síðan fullan bata sex árum síðar. Hann er engu að síður flokkaður með þeim sem fengu nokkurn bata þar sem ekki er hægt að segja til um hvort miltistakan eða eitthvað annað hafi valdið því að fullur bati fékkst. Hlutfall kviðsjáraðgerða var 61% í hópnum sem hlaut fullan bata, 71% í hópnum með nokkurn bata og 40% í hópnum sem hlaut engan bata. Fimm sjúklingar höfðu hnattrauðkornablóðleysi og náðist fullur árangur af miltistöku hjá þeim öllum. Árangur var skilgreindur út frá blóðprufuniðurstöðum í fjórum tilvikum en í einu tilviki útfrá 298 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.