Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR Dulinn læknaskortur ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Stjóm Félags almennra lækna (FAL) hefur sent út áskorun til félagsmanna sem starfa á Landspítala um að hætta nú þegar að vinna yfirvinnu sem ekki er greitt fyrir og dylja þannig læknaskortinn sem þegar er til staðar samkvæmt áliti FAL, og verða um leið af þeim launum sem eðlilegt er að komi fyrir unna yfirvinnu. Eyjólfur Þorkelsson formaður Félags almennra lækna segir í samtali við Læknablaðið að núverandi ástand mála sé með öllu óviðunandi og raunar með ólíkindum hversu lengi það hefur við- gengist. „Þetta skapar álag, ergelsi og þreytu meðal almennra lækna en eins og kom fram í nýlega birtri könnun á Landspítala er vart á slíkt bætandi í okkar hópi. Þar kemur fram að allt að 75% almennra lækna sýna streitueinkenni, 90% þreytueinkenni, 50% þjást af andlegri vanlíðan og 60% eru með líkamleg álags- einkenni. Það er sláandi að almennum læknum þykir Landspítali ekki aðlaðandi vinnustaður og allt að 85% almennra lækna telja ólíklegt að þeir verði þar í vinnu eftir tvö ár. Má fullyrða að ofangreindar ástæður og ógreidd yfirvinna leiki þar stórt hlutverk, þó vissulega verði ekki horft framhjá ytra ástandi mála í þjóðfélaginu." Eyjólfur segir að samkvæmt yfirliti úr skráningarkerfi spítalans fyrir tímabilið 1. janúar til 15. febrúar hafi 124 almennir læknar unnið umframvinnu, þar af eru 34 með 10 tíma eða meira. „A þessum sex vikum gáfu læknar spítalanum þannig hátt á fjórðu milljón, því fyrir þessa vinnu koma engar greiðslur. Á því leikur hins vegar enginn vafi að annaðhvort á að greiða „Grundvallarmarkmiðið er að við hættum að vinna þegar vinnutíma lýkur," segir Eyjólfur Þorkelsson formaður FAL. fyrir vinnuna eða læknar hætta þegar umsömdum vinnutíma lýkur í stað þess að gefa vinnu sína. Framkvæmdastjórn spítalans hefur staðfest að skilningur LÍ og FAL á þessu sé réttur og sent bréf til framkvæmdastjóra sviðanna um að sjá til þess að skipulag sviðanna sé með þeim hætti að vinnu ljúki á tilsettum tíma en annars eigi yfirlæknar að kveða skýrt á um að yfirvinnu sé óskað. Barmmerkið sem FAL liefur Intið útbúa og hvetur alla félagsmenn til aðganga með. Grundvallarmarkmiðið er að við hættum að vinna þegar vinnutíma lýkur. Ef einhverju er ólokið þá, hringjum við í yfirlækninn og spyrjum hvort hann vilji að við klárum vinnuna og fáum þá greitt fyrir það. Með öðrum orðum, við virðum vinnutímann en hættum að virða vinnumagnið ofar öllu. Fyrst spítalinn hefur gefið út að ekki eigi að vinna yfirvinnu, verða þeir að bera ábyrgðina á því að útskriftir frestist, rannsóknir tefjist og kostnaður aukist. Við stefnum á að þetta verði komið til fullra framkvæmda 1. maí, en auðvitað hvetjum við alla til að hætta nú þegar að vinna ólaunaða vinnu," segir Eyjólfur Þorkelsson formaður Félags almennra lækna. Errá framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is REYKJAVIK LÆKNAblaðið 2011/97 319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.