Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 31
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Jón Pétursson læknir og ritverk hans II Orn Bjarnason, heimilislæknir og fyrrum ritstjóri Læknablaðsins Fyrri hluti þessarar greinar birtist i aprílblaðinu: Læknablaðið 2011; 97: 245-7. Grein þessi er að stofni til erindi sem höfundur flutti 20. febrúar 2010 í Þjóðarbókhlöðu á málþingi Félags um átjándu aldar fræða undir yfirskriftinni: Læknavisindi og heilbrigðismál á 18. og 19. öld. Þakkir Dr. med. Henrik R. Wulff, fyrrum prófessor í klínískri ákvarðanatöku og heimspeki læknis- fræðinnar við Kaupmannahafnar- háskóla, er þökkuð öflun gagna sem ekki var aðgangur að hér á landi. Lækningabókin og ritskoðun yfirvalda Riti Jóns Péturssonar um iktsýkina12 fylgir formáli eftir Jón Árnason, staðarhaldara á Hólum (dagsettur 23. febrúar 1782), þar sem oeconomus Hoolensis getur þess, að nú hafi Jón Pétursson utan og innan lands reyndur að lærdómi og nákvæmni við sjúka, samantekið eina lækningabók, er inniheldur útskýring á almennustu sjúkdómunum, og ræður til innlendra meðala, og þeirra sem minnstum dírleika fást kunna frá apóthekinu. Þessa sína lækningabók mundi velnefndur Auctor af hendi láta til þrykkingar, almenningi til nota, mundi ég og, í tilliti til sama, láta bókina þrykkja, ef vissi ég hana svo útgengilega, að skaðlaus yrði, og prentverkið væri undir minni hendi framvegis. Árið eftir sótti Jón Pétursson um að lækningabók hans yrði prentuð og í umsögn sinni til kanselísins í Kaupmannahöfn 26. september 1783 sagði Hálfdán stiftprófastur Einarsson að lækningabólcin myndi koma að góðu gagni og ætti best við að hún yrði prentuð á Hólum.4 Sá var hængur á að í júní 1783 hófust Skaftáreldar og þeim fylgdu hörmungarnar miklu, Móðuharðindin. í bréfi til rentukammersins dagsettu 23. september 1785 segist Stefán amtmaður Þórarinsson hafa beðið Jón Pétursson lækni um að þýða lækningabók sína eða láta hann hafa handritið. Með fylgja uppköst, bréf frá Jóni lækni Péturssyni til konungs og bréf frá Árna biskupi Þórarinssyni.15 í bréfi Jóns Eiríkssonar (1728-1787) konferensráðs til Áma Þórarinssonar (1741-1787) biskups á Hólum, dagsettu 2. júní 1786, segir: „Illa var, að við eigi í fyrra haust fengum translationina af lækningabók Jóns Péturssonar. Svo hefði það mál nú verið refererað kóngi. - Eldskrif hans eru hér undir censur ..."4 Þarna var Jón Pétursson kominn í svipaða stöðu og síra Jón Steingrímsson og frændunum skyldi refsað. Um eldskrifin (Chirurgi Jon Petersens Afhandling om Ildrögens kiendeligste Virkninger af Ildsprudningen 1783 saa vidt Norder-Island Angaaer), sem voru í ritskoðun, fjallaði Magnús Stephensen (1762-1833) í bréfi til rentukammersins í Kaupmannahöfn, dagsettu 24. Júní 1786.16 Jón Steffensen ritar athugasemd í próförk af Læknum n íslnndi (1944), sem varðveitt er í sérsafni hans í þjóðdeild Þjóðarbókhlöðu: „Jeg hef ljósrit af [bréfinu], en hef hvergi rekist á þetta rit Jóns Péturssonar." Líklega verður aldrei í ljós leitt hvað olli óvild stjómvalda, en eitt er víst að útgáfan var stöðvuð og þegar ekki varð úr því að Jón fengi lækningabók sína prentaða notaði hann tvo fyrstu kapítulana í grein um Orsakir til sjúkdóma á Islandi sem hann birti í Riti Lærdómslistnfélngsins árið 189117 og árið 1794 birti hann í sama riti grein Um líkamlega viðkvæmni.18 Erla Dóris Halldórsdóttir, sagnfræðingur og hjúkr- unarfræðingur, sem er að kanna starfsferil Jóns Péturs- sonar, hefir bent mér á gögn sem hún hefir nýlega fundið: 1. Bréf dagsett 10. júlí 1795 (endurritað af Jóni Sveinssyni landlækni). Þar segir Jón Pétursson frá því að hann geti hvorki ferðast, skrifað né lesið vegna mikillar sjóndepru. Segir hann að „þoka er æði mikil á því, aftur, svolítið get lesið gleraugnalaust af góðum stíl, litla stund, svo sem Guðspjall, þó fæ ég þá verk í það; aldrei má ég lengi skrifa í rúmi." Segist hann jafnframt hafa ásett sér ferð suður en þar sem hann „þori hvorki né þoli sterkum vindi né sandfoki að mæta auga míns vegna, jafnvel þótt nú sé það með betra móti" hafi hann hætt við þá ferð.19 2. Bréf dagsett 7. júlí 1795 frá Jóni Sveinssyni landlækni til Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns, þar sem hann tilkynnir honum að Jón Pétursson fjórðungslæknir í Norðlendingafjórðungi hafi óskað eftir aðstoðarlækni vegna sjóndepru sinnar og mælir með að Ari Arason verði ráðinn. Ari hafði numið læknisfræði hjá Jóni Sveinssyni frá sumri 1789 og tók próf hjá landlækni 1794. Hann var síðan aðstoðarlæknir í Nesi þar til stiftamtmaður staðfesti 8. september 1795 að hann væri skipaður aðstoðarlæknir Jóns Péturssonar.19 Þá hefir Erla Dóris vakið athygli mína á því að Ari Arason hafi verið settur læknir í Norðlendingafjórðungi 18. júlí 1801. Jón Pétursson hefir því verið í veikindaleyfi þegar hann fór í sína síðustu vitjun eins og nú skal greint frá: Haustið 1801 „hafði Magnús Stepensen jústizráð verið mjög vanheill; sendi hann því norður að Viðvík til Jóns [Péturssonar]. Brá hann við skjótt og reið suður, en bað ferðamenn, er hann mætti á leiðinni, að bera kveðju ekkjunni í Viðvík. Þá er hann kom að Reykholti, var hann heill og hraustur um kveldið að því merkt varð, en fannst örendur í rekkju sinni um morguninn eftir ..."3 hinn 9. október 1801. „Jón hafði ritað ráð þau er hann ætlaði að hafa Magnúsi til heilsubótar og voru þau höfð undir umsjá Hallgríms Bachmanns frá Bjarnarhöfn, því hann var þá sóktur vestur og kom að liði."3 Hér hefði hæglega getað orðið endir þessarar útgáfusögu, en sem betur fer tók málið heillavænlegri stefnu. Heiðruðu landsmenn Á þessum orðum hefst ávarp Jóns Thorsteinsen land- læknis, dagsett 26. júní 1829, sem birt var í Lækningnbók fyrir nlmúgn þegar hún kom loksins út í Kaupmannahöfn árið 1834. Landlæknir segir að Jón Pétursson hafi í bók sinni um iktsýkina LÆKNAblaðið 2011/97 31 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.