Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 27
RANNSÓKN Mynd 3. Heildarlífshorfur (Kaplcm-Meier) 44 sjiiklinga sem gengust undir 47fleyg- eða geiraskurði við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini á íslandi 1994- 2008. Brotalínur sýna 95% öryggisbil. blaðnám og að heildarlífshorfur séu sambærilegar þegar til langs tíma er litið.6-7-9 í þessari rannsókn voru um 10% aðgerða geiraskurðir en 90% fleygskurðir sem er lægra hlutfall geiraskurða en í sambærilegum rannsóknum erlendis.5' 6- % 22 Vegna fæðar sjúklinga reyndist ekki unnt að bera saman árangur geira- og fleygskurðar. Stærri rannsóknir hafa sýnt að tíðni endurkomins krabbameins og lífshorfur eru betri eftir geiraskurði en fleygskurði. 5' 6' 22 Er skýringin talin vera sú að við geiraskurði eru skurðbrúnir víðari og fleiri eitlar fjarlægðir, enda reynt að fjarlægja geirann í heild sinni.6' 7 Geiraskurðirnir þykja hins vegar tæknilega erfiðari7 og eiga því síður við hjá sjúklingum með flókna undirliggjandi sjúkdóma. Enn er blaðnám talin besta aðgerðin við lungnakrabbameini og henni er því beitt í langflestum tilvikum.2 í þessari rannsókn var fleyg- eða geiraskurður framkvæmdur á 3,0% nýgreindra lungnakrabbameina ÖES sem er svipað og í stórri bandarískri rannsókn þar sem hlutfallið var 4,3%.4 Á næstu árum gæti vægi umfangsminni aðgerða þó átt eftir að aukast þar sem sífellt fleiri lítil og útlæg lungnakrabbamein greinast vegna framfara í myndrannsóknum.17 Með því að framkvæma minni aðgerð aukast líkur á að sjúklingur þoli aðra aðgerð greinist hann með nýtt frumæxli.5'7'22 Allar aðgerðirnar voru framkvæmdar í gegnum brjóstholsskurð og var í rúmum helmingi tilfella beitt fremri/hliðarskurði sem er minni að umfangi en hefðbundinn brjóstholsskurður. í tveimur tilfellum var upphaflega reynt að framkvæma aðgerðina með brjóstholssjá (VATS) en hjá báðum sjúklingunum þurfti að breyta yfir í hefðbundna opna aðgerð. Ástæðan í öðru tilfellinu var að æxlið fannst ekki og í hinu tilfellinu reyndist tæknilega erfitt að fjarlægja æxlið. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að lífshorfur og tíðni endurtekins sjúkdóms eftir aðgerð með brjóstholssjá eru sambærilegar og eftir hefðbundna opna aðgerð, auk þess eru fylgikvillar og verkir eftir aðgerð taldir minni.2'23 Þessar rannsóknir eru þó fæstar slembaðar og því ekki hægt að útiloka skekkju í vali á sjúklingum.24 Vefjagerð lá ekki fyrir áður en aðgerð var framkvæmd í rúmlega tveimur þriðju tilfella sem verður að teljast hátt hlutfall. I einungis einu tilfelli fékkst greining fyrir aðgerð með berkjuspeglun en mun oftar með ástungu á brjóstholi með aðstoð TS, eða í 65% ástunga. Langflest æxlanna voru staðsett utarlega í lunganu en slík staðsetning er forsenda þess að hægt sé að framkvæma fleyg- eða geiraskurð. Þetta skýrir einnig hátt hlutfall kirtilmyndandi krabbameina (66,7%) en þau eru oftar staðsett útlægt í lunganu en flöguþekjukrabbamein.25 Krabbameinslyfjameðferð eftir aðgerð var einungis beitt í einu tilfelli. í dag er viðbótarmeðferð í formi krabbameinslyfja yfirleitt beitt hjá sjúklingum á stigi II og IIIA, enda hefur verið sýnt fram á bættan langtímaárangur við slíka meðferð.2,3 Fjórir sjúklingar fengu geislameðferð eftir skurðaðgerðina en slík meðferð er ekki talin hafa áhrif á langtímaárangur.2-3 Samantekið er tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði lág á Islandi og virðist svipuð og eftir blaðnám. Lífshorfur eru einnig sambærilegar og eftir blaðnám en marktækt fleiri sjúklingar greindust með sjúkdóm á stigi I eftir fleyg- eða geiraskurð. Lág tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði kom á óvart, þar sem fleiri sjúklingar höfðu undirliggjandi hjarta- eða lungnasjúkdóma. Ljóst er að bæta þarf stigun þessara sjúklinga með sýnatöku úr eitlum. Þakkir Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri fær þakkir fyrir aðstoð við leit að sjúkraskrám og Húnbogi Þorsteinsson fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítala, Styrktar- og verðlaunasjóði Bents Scheving Thorsteins- son og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Heímildir 1. Jónasson JG, Tryggvadóttir L (ritstj). Krabbamein á íslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabilið 1957- 2006. Krabbameinsfélagið, Reykjavík 2008. 2. Scott WJ, Howington J, Feigenberg S, Movsas B, Pisters K. Treatment of non-small cell lung cancer stage I and stage II: ACCP evidence-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest 2007; 132(3 Suppl): 234S-42S. 3. Robinson LA, Ruckdeschel JC, Wagner H, Jr., Stevens CW. Treatment of non-small cell lung cancer-stage IIIA: ACCP evidence-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest 2007; 132(3 Suppl): 243S-65S. 4. Little AG, Rusch VW, Bonner JA, et al. Patterns of surgical care of lung cancer patients. Ann Thorac Surg 2005; 80: 2051-6; discussion 6. 5. Ginsberg RJ, Rubinstein LV. Randomized trial of lobectomy versus limited resection for T1 N0 non-small cell lung cancer. Lung Cancer Study Group. Ann Thorac Surg 1995; 60: 615-22; discussion 622-3. 6. Rami-Porta R, Tsuboi M. Sublobar resection for lung cancer. Eur Respir J 2009; 33:426-35. 7. Okada M, Koike T, Higashiyama M, Yamato Y, Kodama K, Tsubota N. Radical sublobar resection for small-sized non-small cell lung cancer: a multicenter study. J Thorac Cardiovasc Surg 2006; 132: 769-75. 8. Detterbeck FC, Jantz MA, Wallace M, Vansteenkiste J, Silvestri GA. Invasive mediastinal staging of lung cancer: ACCP evidence-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest 2007; 132(3 Suppl): 202S-20S. 9. El-Sherif A, Gooding WE, Santos R, et al. Outcomes of sublobar resection versus lobectomy for stage I non-small cell lung cancer: a 13-year analysis. Ann Thorac Surg 2006; 82:408-15; discussion 415-6. 10. Nakata M, Sawada S, Saeki H, et al. Prospective study of thoracoscopic limited resection for ground-glass opacity selected by computed tomography. Ann Thorac Surg 2003; 75:1601-5; discussion 165-6. 11. Óskarsdóttir GN, Skúladóttir R, ísaksson HJ, Jónsson S, Þorsteinsson H, Guðbjartsson T. Forspárþættir lífshorfa eftir blaðnám við lungnakrabbameini á íslandi 1999-2008. Læknablaðið 2010; 96: 251-7. 12. Skúladóttir R, Óskarsdóttir GN, ísaksson HJ, Jónsson S, Þorsteinsson H, Guðbjartsson T. Fylgikvillar blað- námsaðgerða við lungnakrabbameini á íslandi 1999-2008. Læknablaðið 2010; 96: 243-9. 13. Þorsteinsson H, Jónsson S, Alfreðsson H, ísaksson HJ, Guðbjartsson T. Árangur lungnabrottnámsaðgerða við lungnakrabbameini á íslandi. Læknablaðið 2009; 95:823-9. 14. Dripps RD, Lamont A, Eckenhoff JE. The role of anesthesia in surgical mortality. JAMA1961; 178: 261-6. 15. Travis WD, Brambilla E, Muller-Hermelink HK, Harris CC (Eds.). World Health Organization Classification of Tumours. Pathology and Genetics of Tumours of the Lung, Pleura, Thymus and Heart. IARC Press, Lyon 2004. 16. Mountain CF. Revisions in the International System for Staging Lung Cancer. Chest 1997; 111:1710-7. 17. Watanabe S, Asamura H, Suzuki K, Tsuchiya R. Recent results of postoperative mortality for surgical resections in lung cancer. Ann Thorac Surg 2004; 78: 999-1002; discussion 1002-3. LÆKNAblaðið 2011/97 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.