Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 33
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR staka kennslubók í þeim fræðum.23'24 Bókin náði mikilli útbreiðslu og fylgdu fjórar aðrar útgáfur á sænsku til 1851, sex á þýzku (1766- 1798), tvær á hollensku 1768 og 1779 og ein á dönsku, sem Sveinn Pálsson vitnar til í skýringargrein við §42. í §67 segir Sveinn að hinn „nafntogaði svenski herra af Rosenstein" hafi skrifað bók eina um barnasjúkdóma og neðanmáls segir hann: „Þessi ágæta almúgabók er á dönsku snúin af Dr. medic. P. Chr. Abildgaard, og prentuð í Kaupmannahöfn 1769". Auk þessa komu fram til 1798 út þýðingar bókarinnar í Englandi, á Frakklandi (þrjár útgáfur), Ítalíu (fjórar), Austurríki (tvær) og sitt hvor á tékknesku og ungversku. Sveinn Pálsson vitnar í þýzka lækninn Christoph Wilhelm Friedrich Hufeland (1762-1836), sem sagður var jafn frægur heima fyrir og þeir Goethe, Herder og Schiller. Voru þeir andans jöfrar raunar í sjúklingahópi Hufelands meðan hann var líflæknir við hirðina í Weimar. Hufeland gaf út Joumal der practischen Arzney und Wundarzneykunde á árunum 1795 til 1835 og safnrit um System der praktischen Heilkunde á árunum 1818-1828. Þekktast verka Hufelands er ritgerðin Makrobiotik oder Die Kunst, das menschliche Leben zu verldngern (1797).25 Hefir hann þar skilað til komandi kynslóða kenningum Hippókratesar, Aristótelesar og Galens um mikilvægi hollrar fæðu fyrir heilsuna og langlífi. Hufeland lagði þannig til heitið á næringarstefnu (macrobiotics), sem hefir öðlast nýtt líf á okkar tímum fyrir áhrif frá Austurlöndum. Það er áður- nefnt rit Hufelands sem Sveinn Pálsson vitnar til í skýringargrein sinni við §68 í Lækningabók fyrir almúga. Ólafur Jónsson læknir hefir nýlega ritað ítarlega grein um Svein Pálsson og ævi hans og er vísað til þess.26 Hér skal látið staðar numið en það er von mín að innan tíðar takist að endurútgefa ritið um iktsýkina, svo og og lækningabókina, með viðeigandi umfjöllun og skýringum. Jón Pétursson var slíkur andans afreksmaður, að hann á það skilið að honum sé verðugur sómi sýndur, þó seint sé. Heimildir 1. Blöndal LH, Jónsson V. Læknar á íslandi. Sögufélagið, Reykjavík 1944. 2. Jónassen JÞ. Um læknaskipun á íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags 1890; 11:194-5, 226-8. 3. Annáll nítjándu aldar. Safnað hefur sjera Pjetur Guðmundsson frá Grímsey. Útgefandi: Hallgrímur Pjetursson, Akureyri 1912; 1:14-5. 4. Steffensen J. Jón læknir Pétursson og lækningabók hans. Árbók Landsbókasafns íslands 1986; 12: 40-9. 5. Flora Danica. Det er Dansk Vrtebog. Med storste Fljd oc Umage elaborerit aff Simone Paulii Anatom. Chirurg. Ac Botan. Prentet i Kiobenhafn aff Melchiore Martzan Aar 1648. 4°. 4 dele. 746 blade. 6. Steffensen J. Flora Danica á íslandi. Árbók Landsbóksafns íslands 1982; 8:11-26. 7. Peter Wagner, sem um árabil starfaði í Botanisk Centralbibliotek í Kaupmannahöfn, hefir veitt eftirfarandi upplýsingar: Det er rigtigt, at Johann Gerhard König rejste pá Island pá vegne af Flora Danica og vendte hjem med en del fro, pressede planter og gouacher af tegninger. Jeg har gennemgáet alle de bilag, der findes i de kongelige regnskaber (Chatol- og Partikulærkassen) og Jon Peturssons navn optræder ikke I disse bilag. Det oprindelige komplette arkiv brændte i 1884. Det kan altsá ikke pávises, at han har haft noget med værket at gore. Det betyder ikke, at han ikke har haft med det at gore, det betyder kun, at man ikke kan pávise, at det har været tilfældet. Da bevillinger fra den kongelige kasse normalt er tildelt bestemte personer, udbetales de tilhorende kontanter til dem. De kan derefter give dem videre. Det var dog indtil 1770 normalt sádan, at udgiveren Oeder fik lov til at udbetale evt. lon eller honorar direkte. Ved hjemkomsten fra Island f. eks. medbragte König en række tegninger for hvilke der udbetaltes et belob, samtidig med at værkets tegner fik en sum for at rette dem til eller tegne dem om. Jeg kan altsá ikke henvise til arkivalsk dokumentation for, at Jón Petursson har fáet direkte lon eller honorar for at bidrage til Flora Danica. 8. Jónsson B. íslenzkir Hafnarstúdentar. Bókaútgáfan BS, Akureyri 1949. 9. Pétursson J. Den saa kaldede Islandske Skiörbug, beskreven udi en kort afhandling af Johannes Petersen, Philosophiae Baccalaureo og Med[ecinae] Studioso. Soröe, 1769. Trykt hos Jonas Lindgren, det Ridderlige Akademies Bogtrykker. 10. ísberg JÓ. Líf og lækningar. íslensk heilbrigðissaga. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2005:158. 11. Jóns Péturssonar Handlæknis Norðlendinga frá 1775 til 1801 Lækninga-Bók fyrir almúga. Yfirlesin, aukin og endurbætt af Landsphysikus Jóni Þorsteinssyni og Handlækni Sveini Pálssyni. Utgéfin með leyfi ens Konungliga Heilbrigðis-Ráðs af Þorsteini Jónssyrú Stud. Theol. Kaupmannahöfn. Prentuð hjá Bókþrykkjara S.L. Moller á kostnað Utgefarans 1834. 12. Stutt Agrip um Icktsyke eður Lidaveike, Hvar inne hun er wtmaalud, med fleirstum sijnum Tegundum; Þar eru logd Raad, hvorsu hun verde hindrud og læknud. Samannteked af Jone Peturs Syne, Chirurgo i Nordur-lande.... Prentad aa Hoolum i Hialtadal, Af Gudmunde Jons Syne, 1782. 13. Jónsson H. Evidence of Rheumatoid Arthritis in an Icelandic textbook from 1782. Sydsvenska Medicinhistoriska Sállskapets Arbok 1992. 14. Jónsson H, Helgason J. Rheumatoid Arthritis in an Icelandic Textbook from 1782. Scand J Rheumatol 1996; 25:134-7. 15. Isl. Joum. 6, nr. 470 og 793. Skjalaskrár Þjóðskjalasafns íslands B10,16,13,1785,1786. 16. Þjskjs. Rtk. 42,2,1786-1788, Islands Joumal 7, fskj. nr. 104. 17. Jón Pétursson. Orsakir til sjúkdóma á íslandi, yfirhofud. Rit þefi íslenska Lærdóms-ListaFélags. Ellefta Bindini fyrir arit MDCCXXX. Prentat í Kaupmannahöfn 1791 á kostnað Felagsins hjá Jóhann Rúdolph Thiele, 107-169. 18. Jón Pétursson. Um líkamlega vidqæmni. Rit þefi íslenska Lærdóms-ListaFélags. Þrettanda Bindini fyrir arit MDCCXCII. Utkomit í Kaupmannahöfn 1794 á kostnað Felagsins hjá Jóhann Rúdolph Thiele, 184-228. 19. Þjóðskjalasafn íslands: Skjalasafn stiftamtmanns nr. 105, III. Bréf landlæknis til stiftamtmanns 1795-1803. 20. íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940. Tínt hefir saman Páll Eggert Ólason, Reykjavík 1952; V. bindi: 217. 21. Sá nýi yfirsetu kvenna skóli eður stutt undirvísun um yfirsetu kvenna konstina, til alminnilegrar nytsemi samanskrifaður í dönsku og forbetraður af Balthazar Johann de Buchwald ... en á íslensku útlagður af velæruverðugum og mjögvellærðum Sr. Vigfúsa Jóns Syni presti að Hítardal og prófasti í Mýra Sýslu ... Þrykktur á Hólum í Hjaltadal af Halldóri Eiríkssyni 1749. 22. Balthazar Johann de Buchwald. Sá nýi yfirsetukvennaskóli eður stutt undirvísun um yfirsetukvennakúnstina.Bragi Þorgrímur Ólafsson bjó til prentunar og ritaði inngang. Söguspekingastifti, Hafnarfirði 2006. 23. Underráttelser om Bamsjukdomar och deras Bote-Medel. Tilförene stycketvis utgifne uti smá Almanachoma, nu samlade, tilökte och förbáttrade af Nils Rosén von Rosenstein, Kongl[ig] Archiater, Riddare af Nordst[jámans] Orden. Stockholm, pá Kongliga Wetenskapliga Academiens kostnad, tryckte hos Direktför] Lars Salvius 1764. Textinn er í heimild 21. 24. Jágervall M. Nils Rosén von Rosenstein och hans lárobok i pediatrik. Studentlitteratur, Lundi 1990. 25. Christoph Wilhelm Friedrich Hufeland. Makrobiotik oder Die Kunst, das menschliche Leben zu verlángem. Jena: Akademische Buchhandlung 1797. Dönsk þýðing: Konst at forlænge det Menneskelige liv. Oversat af Werfel. Kjobenhavn 1800. 26. Jónsson Ó. Sveinn Pálsson, læknir og náttúmfræðingur. Fyrsti læknirinn í Vestur-Skaftafellssýslu. Dynskógar. Rit Vestur-Skaft- fellinga, Vík 2009:12; 29-49. ENGLISH SUMMARY Dissemination of medical knowledge to the public in lceland by a country doctor 1782-1834 Jón Pétursson (1733-1801) was an apprentice af thefirst Chief Medical Officer of lceland. In 1765 Pétursson enrolled in the Medical Faculty at the University of Copenhagen. In 1769 with the Faculties approval he published a monograph on the so called lcelandic Scurvy. In 1770-71 Pétursson served as ship’s surgeon in the Royal Danish Navy on an expedition to the Mediterranean. In 1772-1775 he served as an assistant to the Chief Medical Officer and the newly appointed apothecary, who shared premises at Nes, Reykjavík. In 1775 he was appointed surgeon (chirurgeon) to the Northern District. Pétursson wrote two medical book while serving his district, both being prepared now for republication. A. The Lækningabók fyrir almúga (Leechbook for common people) published posthumously 1834, edited by Sveinn Pálsson surgeon. It was undoubtedly inspired by the Swiss physician Tissot and his book Avis au peuple sur sa santé ou traité des maladies plus fréquentes 1761. B. A treatise on rheumatism or dirorder of the joints (Stutt ágrip um iktsýki edur lidaveiki, 1782). In Scand J Rheumatol 1996: 25; 134-7 the authors point out that Péturssons description of what he calls arthritis vaga encompasses these essential features: It is common, chronic, destructive, inflammatory polyarthritis, sometimes with systemic manifestations. It affects peope of all ages and has a female preponderance. They state that only rheumatoid arthritis fulfills these specifications. They conclude that medical history should give Pétursson credit for the first definite description of rheumatoid arthritis. LÆKNAblaðið 2011/97 313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.