Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Meðferð sykursýki af tegund 1 með insúlíndælu hjá fullorðnum á Islandi Katrín Ólöf Böövarsdóttir læknir1, Thor Aspelund tölfræðingur2, Arna Guðmundsdóttir læknir1 ÁGRIP Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna öryggi og árangur meðferðar með insúlíndælu á sykursýki af tegund 1 á fslandi hjá einstaklingum 18 ára og eldri. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru sjúkragögn 40 einstaklinga á aldrinum 19-57 ára sem fengið hafa insúlíndælu á íslandi og verið með hana í sex mánuði eða lengur á tímabilinu 2004 til 2007. Athugað var hvaða áhrif meðferðin hafði á fylgikvilla meðferðar, HbA1c, þyngdarstuðul og magn insúlíns notað á dag samanborið við insúlínpennameðferð. Niðurstöður: HbA1c lækkaði að meðaltali hjá bæði körlum og konum en ekki var um marktæka lækkun að ræða. Meðaltími dælumeðferðar var 23 mánuðir (staðalfrávik 12 mánuðir). Meðalupphafsgildi HbA1c hjá körlunum var 7,23 (95% vikmörk 6,29-8,18) og 6,93 (95% vikmörk 6,57-7,28) hjá konunum. Ekki varð marktæk breyting á þyngdarstuðli. Meðalþyngdarstuðull í upphafi var 25,5 (95% vikmörk 23,6-27,3) hjá körlunum og 25,9 (95% vikmörk 23,8-27,9) hjá konunum. Dagleg notkun insúlins minnkaði marktækt hjá bæði körlum og konum. Minnkunin var að meðaltali 11,3 einingar hjá körlum (P=0,04) og 12,8 einingar hjá konum (P=0,0009). Á þessu fjögurra ára tímabili komu upp í rannsóknarhópnum sex tilvik af ketónblóðsýringu, fjögur tilfelli húðsýkingar og tvö sykurföll sem kröfðust læknisaðstoðar. Ályktanir: Árangur meðferðar með insúlíndælum hér á landi er góður. Þessar niðurstöður staðfesta að meðferðin er örugg og stenst samanburð við önnur meðferðarform. Þrátt fyrir að ekki hafi orðið marktæk lækkun á HbA1c var sýnt fram á að þeir sem höfðu hæst HbA1c í upphafi náðu bestum árangri með meðferðinni og insúlínþörfin var minni. ’Landspítala, 2Háskóla Islands, Miðstöð í lýðheilsu- vísindum Fyrirspurnir: Arna Guðmundsdóttir arnagu@landspitali.is Barst: 31. maí 2010, - samþykkt til birtingar: 16. mars 2011 Höfundar tiitaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Inngangur Meðferð sykursýki með insúlíndælum hefur tíðkast í heiminum undanfarna þrjá áratugi og hófst á íslandi árið 2004. Upphaflega voru dælur hannaðar í rann- sóknarskyni til að meta sambandið milli sykurstjórnunar og fylgikvilla sykursýkinnar en fljótlega kom í ljós að þær nýttust vel sem meðferðartæki við sykursýki af tegund l.1 Snemma á níunda áratugnum var farið að notast við insúlíndælur sem meðferð við sykursýki af tegund 1 í nokkrum löndum.2 Rannsóknir hafa sýnt að þessi meðferð skilar góðum árangri fyrir stjórnun blóðsykurs, fækkar sykurföllum og bætir auk þess lífsgæði.3"6 Má í því samhengi nefna að heilbrigðisstarfsfólk með sykursýki velur frekar meðhöndlun með dælu en hefðbundna meðferð með insúlínpennum eða sprautum.7 Sykursýki af tegund 1 er sjúkdómur sem getur haft alvarlega fylgikvilla í för með sér ef blóðsykri er ekki vel stjórnað. Rannsóknir hafa sýnt að öflug meðferð með þremur eða fleiri insúlínsprautum á dag eða með insúlíndælu ásamt reglulegum blóðsykurmælingum, er betri meðferð til að hægja á eða fyrirbyggja fylgikvilla en það sem áður var kallað hefðbundin meðferð og einkenndist af einni til tveimur sprautum af insúlíni á dag.8 Samkvæmt þekktri bandarískri rannsókn, svokallaðri Diabetes Control and Complications Trial (DCCT) rannsókn,8 er besta mögulega meðferðin í dag fjölsprautumeðferð eða insúlíndælumeðferð og má í raun segja að þessar tvær aðferðir séu nú orðin hefðbundin meðferð hér á landi. Dælan (mynd 1) gefur ákveðinn grunnskammt insúlíns fyrir hverja klukkustund og er þannig hægt að stilla inn grunnskammt sem hentar hverjum og einum Mynd 1. Insúlíndæla í notkun.17 Meðferð með insúlíndælu felst í sídreypi fljótverkandi insúlíns undir húð. Dælan vegur um það bil 100 g. í henni er forðaht/lki með insúlíni sem dugar að meðaltali í þrjá daga en þá þarf aðfylla á og skipta um hylkið og þaðgerir sjúklingurinn sjálfur. Hylkið er tengt við granna plastslöngu og á enda hennar er fíngert plaströr sem kontið er fyrir undir húð með nál líkt og venflow nál, yfirleitt á kviði eða síðu. Mynd: Þórólfur Heiðar Þorsleinsson. fyrir hvert tímabil sólarhringsins. A þennan hátt er auðveldara að mæta eðlilegum sveiflum í blóðsykri yfir sólarhringinn. Hægt er að draga tímabundið úr innrennslinu (temporary basal rate), sem kemur sér vel þegar fyrirhuguð er aukin líkamlega áreynsla eins og gönguferð eða líkamsrækt, eða aftengja dæluna alveg í eina til tvær klukkustundir. Það dregur verulega úr líkum á sykurfalli. Þessi möguleiki til að stjórna grunnflæði insúlíns er eitt af því sem talið hefur verið kostur dælunnar umfram fjölsprautumeðferð. Máltíðaskammta má gefa á þrjá vegu (sjá myndir 2, 3 og 4). Rannsóknir hafa sýnt að með því að gefa máltíðaskammta með tvískiptum skammti og langtímaskammti er hægt að lækka blóðsykur eftir máltíð umtalsvert.9 Meðferð með insúlíndælum hefur breiðst hratt út á undanförnum árum í nágrannalöndum okkar sem LÆKNAblaðið 2011/97 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.