Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 26
RANNSÓKN Tafla III. Samanburður á niðurstöðum þessarar rannsóknar hjá 44 sjúklingum sem gengust undir 47 fleyg- eða geiraskurði við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini á íslandi 1994-2008, og rannsóknar sem skoðaði 213 sjúklinga sem gengust undir blaðnám vegna sama sjúkdóms á íslandi 1999- 2008.11'12 Gefinn er upp fjöldi tilfella og prósentur í sviga, nema fyrir meðaltöl og heildarlífshorfur. Prósentur fyrir fleyg- og geiraskurði miðast við 47 tiifelli. Fleyg- og geiraskurðir Blaðnám (Þessi rannsókn) P-gildi Tímabil 1994-2008 1999-2008 Fjöldi tilfella 47 213 Hlutfall á stigi I 37 (78,7) 127(59,6) <0,02 Meðalaldur (ár) 69,1 66,9 0,17 Meðalstærð æxla (cm) 2,3 3,7 <0,001 Meðal ASA-skor 2,6 2,6 0,74 Kransæðasjúkdómur 26 (55,3) 55 (25,8) <0,001 Langvinn lungnateppa 19(40,4) 60 (28,2) 0,12 Meðalaðgerðartími (mín) 83 128 <0,001 Meðalblæðing í aðgerð (ml) 260 580 <0,001 Alvarlegir fylgikvillar 2 (4,3) 16(7,5) 0,54 Látnir <30 daga 0 0 (skurðdauði) Heildarlífshorfur 0,93 1 árs 85,1% 82,7% 5 ára 40,9% 45,1% fyrir aðgerð en hann var greindur með brjóstakrabbamein og var talið fyrir aðgerð að um meinvörp væri að ræða í lunganu. Sami einstaklingur fékk einnig lyfjameðferð eftir aðgerð. Við eftirlit þann 10. janúar 2010 reyndust 29 sjúklingar af 44 látnir en 15 voru á lífi. Á mynd 3 sjást heildarlífshorfur alls sjúklingahópsins þar sem eins, þriggja og fimm ára lífshorfur voru 85,1%, 64,9% og 40,9%. Lífshorfur sjúklinga á stigi I voru 89,2%, 74,6% og 43,5% (eins, þriggja og fimm ára) en ekki var marktækur munur á lífshorfum hjá þessum hópi miðað við þá sem ekki voru á stigi I (p=0,28, log-rank próf). Tafla III sýnir samanburð á helstu niðurstöðum þessarar rannsóknar sem náði til 47 fleyg- og geiraskurðaðgerða 1994- 2008, og tveggja rannsókna þar sem kannaður var árangur blaðnámsaðgerða hjá 213 sjúklingum með lungnakrabbamein ÖES á íslandi 1999-2008.11-12 Marktækur munur reyndist á hlutfalli tilfella á stigi I, meðalstærð æxla, aðgerðartíma og blæðingu í aðgerð, fleyg- og geiraskurðum í hag. Hlutfall sjúklinga með kransæðasjúkdóm reyndist hins vegar marktækt lægra hjá sjúklingum sem fóru í blaðnám. Aðrir þættir náðu ekki marktækni, þar með talinn meðalaldur, heildarlífshorfur, tíðni alvarlegra fylgikvilla og hlutfall sjúklinga með langvinna lungnateppu. Umræða Þessi rannsókn sýnir að fimm ára lífshorfur eftir fleyg- eða geiraskurð á íslandi eru góðar (40,9%) og nokkuð sambærilegar við árangur eftir blaðnám (45,1%).U' 12 Tíðni skurðdauða og alvarlegra fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði er lág og ekki reyndist marktækur munur á þessum þáttum borið saman við fyrrgreindu rannsóknirnar á blaðnámi.11-12 Skurðdauði var enginn í báðum rannsóknum, sem verður að teljast góður árangur. Þegar tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði er borin saman við lungnabrottnámsaðgerðir á Islandi 1988-200713 er munurinn meiri og er það í samræmi við erlendar rannsóknir.17,19 Þannig reyndist tíðni alvarlegra fylgikvilla eftir lungnabrottnám 15,6% og skurðdauði 3,9%, enda flestir þessara sjúklinga með miðlæg og stór æxli og aðeins 15,8% sjúklinga á stigi I.13 Fleiri sjúklingar greindust með sjúkdóm á stigi I eftir fleyg- eða geiraskurð en eftir blaðnám11'12 (p<0,02) sem gæti átt þátt í góðum árangri hvað lífshorfur snertir. Eitlasýni voru ekki tekin í 87,2% fleyg- og geiraskurðaðgerða hér á landi og aðeins ein miðmætisspeglun var framkvæmd fyrir aðgerð. Því má leiða líkur að því að hluti sjúklingahópsins hafi verið of lágt stigaður, bæði fyrir og eftir aðgerðina. Til þess að bæta stigun þyrfti að framkvæma fleiri miðmætisspeglanir en rannsóknir sýna að þetta er örugg aðgerð sem hægt er að framkvæma í sömu svæfingu og brottnám lungnaæxlisins.20 Sýnatökur úr eitlum í aðgerð myndu einnig bæta stigunina en slíkar sýnatökur eru nú fastur hluti þessara aðgerða á Landspítala. í erlendum rannsóknum er gjarnan borinn saman árangur fleyg- og geiraskurða og blaðnáms við sjúkdómi á stigi I. Fimm ára lífshorfur í þessum rannsóknum hafa verið á bilinu 33-69%9 og okkar niðurstöður (43,5%) því í neðri hluta þessa bils. Skýringin á þessum mun gæti legið í því að í flestum erlendu rannsóknunum voru eitlar rannsakaðir mun ítarlegar og stigun því áreiðanlegri.5-9 Marktækt fleiri sjúklingar í þessari rannsókn höfðu krans- æðasjúkdóm (p<0,001) í samanburði við sjúklingana í áðurnefndu rannsóknunum á blaðnámi.11-12 Auk þess voru sjúklingar í þessari rannsókn aðeins eldri og höfðu oftar langvinna lungnateppu þótt hvorugur þessara þátta næði marktækni. Að framanskráðu hefði mátt búast við meiri mun í fimm ára lífshorfum milli hópa. Hafa skal þó í huga að ekki var leiðrétt fyrir aldri í samanburðinum en búast má við hærri tíðni kransæðasjúkdóms í eldri sjúklingum. Sjúklingar í blaðnámshópi voru líka á marktækt hærri TNM-stigum sem hefur áhrif á horfur. Fáir fylgikvillar og sambærilegar lífshorfur vekja upp spurningar um hvort verið sé að velja í fleyg- eða geiraskurð þá sem hefðu getað þolað blaðnám. Skert lungnastarfsemi og aðrir undirliggjandi sjúkdómar, oftast hjarta- og æðasjúkdómar, voru helstu ástæður þess að skurðlæknir valdi að gera ekki blaðnám. Nákvæmari rannsóknir á lungna- og hjartastarfsemi fyrir aðgerð gætu gefið mikilvægar vísbendingar um möguleika á blaðnámi eða hvort fleyg- eða geiraskurður sé betri valkostur.21 1 sumum tilfellanna var erfitt að vita nákvæmlega hvað lá að baki þeirri ákvörðun að framkvæma fleyg- eða geiraskurð, enda rannsóknin afturskyggn og skráningu í aðgerðarlýsingu stundum ábótavant. Ástæður voru þó betur skráðar á síðasta fimm ára tímabilinu, eða í 70% tilfella miðað við 43% fyrstu 10 árin. Skráning virðist því hafa batnað með árunum. Með fleyg- eða geiraskurði er valin tæknilega einfaldari aðgerð en blaðnám. Meira er varðveitt af lungnavef og aðgerðartími styttur um 45 mínútur samkvæmt okkar gögnum.11-12 Fleyg- og geiraskurðir hafa verið taldir síðri aðgerðir við lungnakrabbameini, aðallega vegna aukinnar tíðni endurkomins krabbameins.5 Nýlegar rannsóknir á smáum æxlum (<2 cm), meðal annars frá Japan, benda þó til þess að þegar um lítil útlæg æxli er að ræða þurfi ekki að gera 306 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.