Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 23
RANNSÓKN
s
Arangur fleyg- og geiraskurða
við lungnakrabbameini á Islandi
Ásgeir Alexandersson læknanemi1, Steinn Jónsson læknir1,2, Helgi J. ísaksson meinafræðingur3, Tómas Guðbjartsson læknir1,4
ÁGRIP
Inngangur: Hefðbundin aðgerð við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini er blaðnám. 1 völdum tilvikum, einkum þegar lungnastarfsemi er
mikið skert, er gripið til fleyg- eða geiraskurðar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabbameins af öðrum toga en
smáfrumukrabbameini á íslandi 1994-2008. Kannaðar voru ábendingar aðgerðar, stigun eftir aðgerð, fylgikvillar og heildarlífshorfur. Öll vefjasýni voru
endurskoðuð.
Niðurstöður: Alls gengust 44 sjúklingar (52,3% konur) undir samtals 47 fleyg- eða geiraskurði. Meðalaldur var 69,1 ár og greindust 38,3% tilfella
fyrir tilviljun. Saga um kransæðasjúkdóm (55,3%) og langvinn lungnateppa (40,4%) voru algengustu áhættuþættirnir og meðal ASA-skor var 2,6.
Aðgerðirnar tóku að meðaltali 83 mínútur (bil 30-131) og miðgildi legutíma var 9 dagar (bil 4-24). Helstu fylgikvillar voru lungnabólga (14,9%) og
langvarandi loftleki (12,8%). Tveir sjúklingar fengu alvarlegan fylgikvilla en enginn lést innan 30 daga frá aðgerð. Meðalstærð æxlanna var 2,3 cm (bil
0,8-5,0) og var kirtilmyndandi krabbamein (66,7%) algengasta vefjagerðin. Stigun eftir aðgerð sýndi að 78,7% tilfella voru á stigi IA/IB, 17,0% á stigi
IIA/IIB og tveir á stigi IIIA. Eins árs og 5 ára lífshorfur voru 85,1 % og 40,9%.
Ályktun: Lífshorfur eftir fleyg- og geiraskurði á íslandi eru góðar og tíðni fylgikvilla lág. Þessar niðurstöður eru svipaðar og sést hafa eftir blaðnám hér
á landi þótt hátt hlutfall þessara sjúklinga hafi þekkta hjarta- og æðasjúkdóma og skerta lungnastarfsemi.
Inngangur
'Læknadeild H(,
2lungnadeild,
3rannsóknarstofu í
meinafræði, 4hjarta-
og lungnaskurðdeild
Landspítala.
Fyrirspurnir:
Tómas Guðbjartsson
tomasgud@landspitali. is
Barst: 31. desember 2010,
- samþykkt til birtingar:
9. apríl 2011
Höfundar tiltaka engin
hagsmunatengsl.
Lungnakrabbamein er næstalgengasta krabbameinið á
Islandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða.1
Skurðaðgerð er helsta læknandi meðferðin hjá sjúklingum
með lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein
(ÖES).2-3 Hlutfall sjúklinga sem gengst undir aðgerð er
aðeins 25-30%4 og felst hefðbundin meðferð í blaðnámi
þar sem lungnablað er fjarlægt í heild sinni.15 í tilvikum
þar sem sjúklingar eru ekki taldir þola blaðnám vegna
skertrar lungnastarfsemi eða artnarra undirliggjandi
sjúkdóma er stundum hægt að framkvæma fleyg- eða
geiraskurð.2 í fleygskurði er heftibyssa notuð til að
fjarlægja fleyg úr lungnavefnum. Svipuð tækni er notuð
við geiraskurð en þá er lungnageiri fjarlægður í heild
sinni.6 Fleyg- og geiraskurðir taka styttri tíma, eru
tæknilega einfaldari og meira er varðveitt af lungnavef
en við blaðnám.5-7 Ekki eru til staðlaðar leiðbeiningar
um hvenær skuli framkvæma fleyg- og geiraskurði.
Þessar aðgerðir eru þó taldir síðri kostir en blaðnám hvað
lækningu varðar2 þar sem tíðni endurtekins krabbameins
er allt að þrefalt hærri eftir fyrrnefndu aðgerðirnar.5
Skýringin er talin vera sú að eitlar miðsvæðis í
lungnablaðinu (Nl-eitlar) eru oftar fjarlægðir við
blaðnám en fleyg- eða geiraskurð, en þessir eitlar geta
í allt að 15% tilfella innihaldið meinvörp.2'6 í nýlegum
rannsóknum hefur þó verið sýnt fram á að við meðferð
smárra T1 æxla (<2 cm) eru lífshorfur sambærilegar eftir
geiraskurði og blaðnám.6-7'9 Fleyg- og geiraskurðir geta
einnig átt við þegar lítil æxli hafa svokallað hélu-útlit
(ground glass opacity) á tölvusneiðmynd (TS), en slík æxli
vaxa sjaldan ífarandi.10
Á síðustu tveimur árum hafa birst í Læknablaðinu
tvær greinar um árangur blaðnáms hér á landi11'12 og ein
um árangur lungnabrottnáms við lungnakrabbameini
ÖES.13 Árangur fleyg- og geiraskurða hefur hins vegar
ekki verið rannsakaður sérstaklega og var markmið
þessarar rannsóknar að kanna árangur þessara aðgerða
hér á landi. Sérstök áhersla var lögð á að kanna
ábendingar aðgerða, fylgikvilla og lífshorfur og að bera
niðurstöður saman við hinar íslensku rannsóknimar.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga
á Islandi sem gengust undir fleyg- eða geiraskurð
við lungnakrabbameini ÖES frá 1. janúar 1994 til 31.
desember 2008. Rannsóknin náði eingöngu til þeirra
sjúklinga þar sem aðgerðin var gerð vegna frumæxlis í
læknandi tilgangi. Sýnatökur og aðgerðir framkvæmdar
í líknandi skyni voru því ekki hafðar með.
Alls gengust 44 sjúklingar (52,3% konur) undir
samtals 47 aðgerðir á tímabilinu; 42 fleygskurði (89,4%)
og fimm geiraskurði (10,6%). Þrír sjúklingar gengust
undir tvo fleygskurði, og var í öllum tilvikum um
aðskilin frumæxli að ræða. Annar sjúklingur greindist
með tvö frumæxli í mið- og efra blaði hægra lunga og
voru bæði æxlin fjarlægð í sömu aðgerð.
LÆKNAblaðið 2011/97 303