Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Aukning öndunarfæraeinkenna og notkunar astmalyfja meðal íslendinga á aldrinum 20-44 ára Stefán Sigurkarlsson1 læknanemi, Michael Clausen2 læknir, Þórarinn Gíslason1'2 læknir, Davíð Gíslason12 læknir ÁGRIP Inngangur: Við samanburð milli 15 þjóða í Evrópurannsókninni Lungu og heilsa (ECRHS I) árið 1990 reyndist vera minnst um ofnæmissjúkdóma á islandi. i þessari rannsókn eru niðurstöður tveggja þverskurðarrannsókna bornar saman til þess að meta hvort öndunarfæraeinkenni og notkun astmalyfja hafi aukist á (slandi á 17 áratímabili frá 1990. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhóparnir voru á aldrinum 20-44 ára og valdir af handahófi á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var um einkenni frá öndunarfærum, nefofnæmi og notkun astmalyfja. Fyrri rannsóknarhópurinn (n=3.600) var úr Evrópurannsókninni sem hófst árið 1990, en sá síðari (n=2.313) var í fæðuofnæmisrannsókninni EuroPrevall árið 2007. Báðar rannsóknirnar voru alþjóðlegar. Niðurstöður: Svörun var lakari árið 2007 (43,2%) en árið 1990 (80,6%). Við samanburð árin 1990 og 2007 á einkennum síðustu 12 mánaða, varð hlutfallsleg aukning á sögu um astmaköst (2,2% og 6,7%, p<0,0001), notkun astmalyfja (2,4% og 7,2%, p<0,0001) og sögu um nefofnæmi (17,8% og 29,3%, p<0,0001). Aukning var á öndunarfæraeinkennum nema ptpi og surgi, sem minna var um árið 2007 (14,4%) en 1990 (18,0%, p<0,01), en mæði samfara pípi og surgi var meiri 2007 (p<0,0001). Konur, einkum þær yngri, vöknuðu oftar vegna hóstakasta i báðum rannsóknum (p<0,0001). Árið 2007 höfðu fleiri konur astma (p<0,05) og notuðu oftar astmalyf en karlar (p<0,05). Árið 2007 voru astmaköst og notkun astmalyfja mun algengari meðal yngri þátttakenda. Slíkur aldursmunur var ekki til staðar árið 1990. Ályktanir: Rannsóknin styður að aukning hafi orðið á einkennum frá öndunarfærum og notkun astmalyfja á árunum frá 1990-2007. Inngangur 'Læknadeild Háskóla íslands, 2lyflækningasviði Landspítala. Fyrirspurnir: Davíð Gíslason, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík davidgis@simnet.is Barst: 17. desember 2010, - samþykkt til birtingar: 16. júní 2011. Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Upp úr miðri 20. öld fóru menn að merkja aukningu í algengi ofnæmissjúkdóma á Vesturlöndum. Þessi aukning virtist fylgja velmegunarstigi landanna. Rann- sóknir hafa staðfest þessa aukningu. Algengi astma hjá 12 ára bömum í Suður-Wales jókst milli áranna 1973 og 1988 úr 4% í 9%, algengi exems úr 5% í 16% og frjóofnæmis úr 9% í 15%.' í Aberdeen var kannað algengi ofnæmissjúkdóma hjá bömum á aldrinum 8-13 ára með 25 ára millibili 1964 og 1989. Önghljóð í lungum jukust úr 10,4% í 19,8%, greindur astmi fór úr 4,1% í 10,2%, exem úr 5,3% upp í 12% og frjóofnæmi úr 3,1% í 11,9%.2 Á þessum árum hækkaði dánartíðni af völdum astma mikið og varð meira áberandi í ljósi þess að eftir því sem á öldina leið gekk betur að koma böndum á aðra sjúkdóma. Breytileikinn gat þó verið mikill milli dreifbýlis og þéttbýlis, jafnvel þótt skammt væri milli svæða. Belgísk rannsókn sýndi til að mynda fram á umtalsverðan mun á algengi öndunarfæraeinkenna á svæði sem náði yfir 40 km2.3 í iðnaðarhverfum og þéttbýli voru ofnæmiskvef og astma algengust, minna var um þetta í úthverfum og minnst í dreifbýli.3 Charles Blackley, sem sýndi árið 1869 fyrstur fram á samband frjókoma og „sumarkvefs", fann að sjúkdómurinn var algengari meðal menntamanna en starfsfólks í landbúnaði.4 Margar nýrri rannsóknir hafa staðfest slíkan mismun og til dæmis voru austurrísk börn sem bjuggu á bóndabýlum töluvert sjaldnar með astma og ofnæmi en böm í öðru dreifbýli.5 Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst á Islandi því ofnæmi meðal íslenskra læknanema var þriðjungi algengara en í samanburðarhópi fólks sem valið var af handahófi af Reykjavíkursvæðinu.6 Á Vesturlöndum hefur orðið mikil breyting á lifnaðarháttum sem einnig hefur verið tengd aukningu á ofnæmi og ofnæmissjúkdómum. Rannsóknir á al- gengi astma og ofnæmis í Þýskalandi fyrir og eftir fall Berlínarmúrsins sýndu skörp skil milli austurs og vesturs með meira ofnæmi vestanmegin, en þessi skil hurfu smám saman eftir sameiningu ríkjanna og með breyttum lifnaðarháttum í austurhluta Þýskalands.7 Rannsókn sem gerð var hér á landi árin 1990- 1991 var hluti af fjölþjóðlegri rannsókn sem kallast European Community Respiratory Health Survey (ECRHS) (Evrópurannsóknin Lungu og heilsa). Þar var kannað algengi ofnæmis og ofnæmissjúkdóma meðal fólks á aldrinum 20-44 ára og voru niðurstöður meðal annars þær að einna minnst væri um ofnæmi og ofnæmissjúkdóma á íslandi af þátttökuþjóðum rann- sóknarinnar.8'9 Því vaknar sú spurning hvaða breyting hafi orðið á íslandi í þessum efnum síðan. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig einkenni frá öndunarfærum og notkun astmalyfja hefur breyst frá 1990-2007 meðal íbúa á aldrinum 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu, og meta innbyrðis samband ein- kenna og lyfjanotkunar árið 2007. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópar: Gögnum fyrir rannsóknina var safnað í tvennu lagi. í fyrri umferð, árið 1990, var rannsóknarhópur valinn af handahófi úr þjóðskrá, og innihélt hann 1800 karla og 1800 konur á aldrinum 20-44 ára, sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur fengu sendan LÆKNAblaðið 2011/97 463
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.