Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 11
RANNSÓKN Aukning öndunarfæraeinkenna og notkunar astmalyfja meðal íslendinga á aldrinum 20-44 ára Stefán Sigurkarlsson1 læknanemi, Michael Clausen2 læknir, Þórarinn Gíslason1'2 læknir, Davíð Gíslason12 læknir ÁGRIP Inngangur: Við samanburð milli 15 þjóða í Evrópurannsókninni Lungu og heilsa (ECRHS I) árið 1990 reyndist vera minnst um ofnæmissjúkdóma á islandi. i þessari rannsókn eru niðurstöður tveggja þverskurðarrannsókna bornar saman til þess að meta hvort öndunarfæraeinkenni og notkun astmalyfja hafi aukist á (slandi á 17 áratímabili frá 1990. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhóparnir voru á aldrinum 20-44 ára og valdir af handahófi á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var um einkenni frá öndunarfærum, nefofnæmi og notkun astmalyfja. Fyrri rannsóknarhópurinn (n=3.600) var úr Evrópurannsókninni sem hófst árið 1990, en sá síðari (n=2.313) var í fæðuofnæmisrannsókninni EuroPrevall árið 2007. Báðar rannsóknirnar voru alþjóðlegar. Niðurstöður: Svörun var lakari árið 2007 (43,2%) en árið 1990 (80,6%). Við samanburð árin 1990 og 2007 á einkennum síðustu 12 mánaða, varð hlutfallsleg aukning á sögu um astmaköst (2,2% og 6,7%, p<0,0001), notkun astmalyfja (2,4% og 7,2%, p<0,0001) og sögu um nefofnæmi (17,8% og 29,3%, p<0,0001). Aukning var á öndunarfæraeinkennum nema ptpi og surgi, sem minna var um árið 2007 (14,4%) en 1990 (18,0%, p<0,01), en mæði samfara pípi og surgi var meiri 2007 (p<0,0001). Konur, einkum þær yngri, vöknuðu oftar vegna hóstakasta i báðum rannsóknum (p<0,0001). Árið 2007 höfðu fleiri konur astma (p<0,05) og notuðu oftar astmalyf en karlar (p<0,05). Árið 2007 voru astmaköst og notkun astmalyfja mun algengari meðal yngri þátttakenda. Slíkur aldursmunur var ekki til staðar árið 1990. Ályktanir: Rannsóknin styður að aukning hafi orðið á einkennum frá öndunarfærum og notkun astmalyfja á árunum frá 1990-2007. Inngangur 'Læknadeild Háskóla íslands, 2lyflækningasviði Landspítala. Fyrirspurnir: Davíð Gíslason, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík davidgis@simnet.is Barst: 17. desember 2010, - samþykkt til birtingar: 16. júní 2011. Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Upp úr miðri 20. öld fóru menn að merkja aukningu í algengi ofnæmissjúkdóma á Vesturlöndum. Þessi aukning virtist fylgja velmegunarstigi landanna. Rann- sóknir hafa staðfest þessa aukningu. Algengi astma hjá 12 ára bömum í Suður-Wales jókst milli áranna 1973 og 1988 úr 4% í 9%, algengi exems úr 5% í 16% og frjóofnæmis úr 9% í 15%.' í Aberdeen var kannað algengi ofnæmissjúkdóma hjá bömum á aldrinum 8-13 ára með 25 ára millibili 1964 og 1989. Önghljóð í lungum jukust úr 10,4% í 19,8%, greindur astmi fór úr 4,1% í 10,2%, exem úr 5,3% upp í 12% og frjóofnæmi úr 3,1% í 11,9%.2 Á þessum árum hækkaði dánartíðni af völdum astma mikið og varð meira áberandi í ljósi þess að eftir því sem á öldina leið gekk betur að koma böndum á aðra sjúkdóma. Breytileikinn gat þó verið mikill milli dreifbýlis og þéttbýlis, jafnvel þótt skammt væri milli svæða. Belgísk rannsókn sýndi til að mynda fram á umtalsverðan mun á algengi öndunarfæraeinkenna á svæði sem náði yfir 40 km2.3 í iðnaðarhverfum og þéttbýli voru ofnæmiskvef og astma algengust, minna var um þetta í úthverfum og minnst í dreifbýli.3 Charles Blackley, sem sýndi árið 1869 fyrstur fram á samband frjókoma og „sumarkvefs", fann að sjúkdómurinn var algengari meðal menntamanna en starfsfólks í landbúnaði.4 Margar nýrri rannsóknir hafa staðfest slíkan mismun og til dæmis voru austurrísk börn sem bjuggu á bóndabýlum töluvert sjaldnar með astma og ofnæmi en böm í öðru dreifbýli.5 Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst á Islandi því ofnæmi meðal íslenskra læknanema var þriðjungi algengara en í samanburðarhópi fólks sem valið var af handahófi af Reykjavíkursvæðinu.6 Á Vesturlöndum hefur orðið mikil breyting á lifnaðarháttum sem einnig hefur verið tengd aukningu á ofnæmi og ofnæmissjúkdómum. Rannsóknir á al- gengi astma og ofnæmis í Þýskalandi fyrir og eftir fall Berlínarmúrsins sýndu skörp skil milli austurs og vesturs með meira ofnæmi vestanmegin, en þessi skil hurfu smám saman eftir sameiningu ríkjanna og með breyttum lifnaðarháttum í austurhluta Þýskalands.7 Rannsókn sem gerð var hér á landi árin 1990- 1991 var hluti af fjölþjóðlegri rannsókn sem kallast European Community Respiratory Health Survey (ECRHS) (Evrópurannsóknin Lungu og heilsa). Þar var kannað algengi ofnæmis og ofnæmissjúkdóma meðal fólks á aldrinum 20-44 ára og voru niðurstöður meðal annars þær að einna minnst væri um ofnæmi og ofnæmissjúkdóma á íslandi af þátttökuþjóðum rann- sóknarinnar.8'9 Því vaknar sú spurning hvaða breyting hafi orðið á íslandi í þessum efnum síðan. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig einkenni frá öndunarfærum og notkun astmalyfja hefur breyst frá 1990-2007 meðal íbúa á aldrinum 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu, og meta innbyrðis samband ein- kenna og lyfjanotkunar árið 2007. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópar: Gögnum fyrir rannsóknina var safnað í tvennu lagi. í fyrri umferð, árið 1990, var rannsóknarhópur valinn af handahófi úr þjóðskrá, og innihélt hann 1800 karla og 1800 konur á aldrinum 20-44 ára, sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur fengu sendan LÆKNAblaðið 2011/97 463

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.