Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 14

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 14
RANNSÓKN því ekki að skýra þá aukningu sem orðið hefur á einkennum á þessu tímabili. Ein meginniðurstaða okkar er mikil aukning á astmaköstum og astmalyfjanotkun á þessu tímabili og er um þreföldun að ræða. Benda má á að jafnvel þótt enginn meðal þeirra sem ekki svaraði 2007 (samanborið við 1990) hefði astma eða notaði astmalyf væri samt um aukningu að ræða. Árið 1990 var algengi ofnæmissjúkdóma hjá einstaklingum fæddum á bilinu 1945-1970 lægra á Islandi en í 14 öðrum þátttökulöndum.8'9 Meða) þeirra íslendinga sem þá voru á aldrinum 20-24 ára voru 26% með jákvæð húðpróf, en sú tala fór lækkandi með hækkandi aldri og var 16% á aldrinum 40-44 ára.13 í ISAAC-rannsókninni, árin 2000-2001, var algengi ofnæmis og ofnæmissjúkdóma hjá 10-11 ára börnum á íslandi síst minna en í nágrannalöndunum.14 Þar sem ofnæmissjúkdómar byrja oftast í æsku gaf þetta vísbendingar um að þessir sjúkdómar gætu verið að aukast á íslandi á síðustu áratugum 20. aldarinnar og er það í samræmi við okkar niðurstöður. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að tíðni ofnæmissjúkdóma hafi ekki vaxið svo hröðum skrefum í öðrum vestrænum ríkjum á síðasta áratug.15 Þegar niðurstöður úr ECRHS I og ISAAC-rannsóknunum á íslandi eru bomar saman við niðurstöður frá öðrum löndum má leiða að því líkur að ofnæmi hafi aukist hægar á íslandi upp úr miðbiki síðustu aldar, en að undanfarna áratugi hafi íslendingar aftur á móti verið að draga aðrar þjóðir uppi hvað þetta varðar. Rannsóknin árið 2007 nær aðeins til ofnæmissjúkdóma og notkunar astmalyfja, en kannar ekki algengi ofnæmis. í ECRHS I var á Islandi sterkt samband milli jákvæðra ofnæmisprófa og einkenna frá nefi, píps/surgs, astma og auðreitni í berkjum.16 Má gera ráð fyrir svipuðu sambandi ofnæmis og einkenna árið 2007. Á seinni hluta 20. aldar hefur veruleg þróun orðið til bættra lífskjara á íslandi. í byrjun aldarinnar var ísland hefðbundið landbúnaðarsamfélag og með fátækustu þjóðum Evrópu, en í lok hennar þekkingarsamfélag með hátt velmegunarstig. Algengi ofnæmissjúkdóma hefur aukist í réttu hlutfalli við aukin lífsgæði og velmegun.17 Ef við trúum þessari viðteknu skoðun má hugsa sér að íslenskt samfélag hafi hafið það ferli sem leiddi til aukningar ofnæmissjúkdóma síðar en aðrar þjóðir. Á misjöfnu þrífast börnin best, segir gamalt íslenskt máltæki, sem lýsir því að brýnt sé að þola mótlæti til að ná eðlilegum þroska, og kemur vel heim og saman við inntak hreinlætiskenningar Strachans.18 Töluverður munur hefur verið á uppvaxtarskilyrðum þeirra hópa sem rannsakaðir voru, en sá fyrri er fæddur á árunum 1945-1970 og sá seinni á árunum 1962-1987. Fyrri hópurinn er töluvert líklegri til að hafa alist upp eða hafa dvalið hluta æsku sinnar í dreifbýli, verið í nálægð við dýr, átt fleiri systkini, farið í sveit og verið meira útsettur fyrir óhreinindum og fjölbreyttu úrvali sýkla. Ólíklegra er að fólk sem elst upp við slíkar aðstæður fái ofnæmissjúkdóma.19 Annar þáttur sem tengist óbeint velmegun er mataræði. Allnokkur breyting hefur orðið á mataræði íslendinga á síðustu öld og offita hefur einnig aukist.20 Offita gæti átt þátt í aukningu á astma og hefur slíkum tengslum astma og offitu verið lýst.21 Sú aukning getur verið vegna almennrar bólgu- svörunar22 eða að offitan stuðli að vélindabakflæði sem oft fylgir öndunarfæraeinkennum.23 Þá hafa íslendingar dregið verulega úr neyslu á fiski og lýsi, en sumar rannsóknir hafa bent til að ómega-3 innihald þessara fæðutegunda verndi gegn astma og ofnæmi.24 Á tímabilinu sem hér um ræðir hefur fremur dregið úr loft- mengun á höfuðborgarsvæðinu en hið gagnstæða (munnleg heimild) og tóbaksreykingar hafa minnkað. Loftgæði hafa þannig farið batnandi á þessu tímabili. Frjótölur eru einnig sambærilegar á tímabilinu þótt töluverðar sveiflur séu milli ára. Þannig var meira af grasfrjóum í lofti árið 1990, en meira af súru og birkifrjóum árið 2007.25 Að þessu öllu samanlögðu má draga þá ályktun að líklega hafi ofnæmissjúkdómar aukist af sömu orsökum hér og í nágranna- löndunum, og að aukningin sé fyrst og fremst tengd breytingum á lífsháttum með aukinni velmegun, sem borist hafi seinna að ströndum landsins. Píp og surg eru almenn einkenni og geta tengst fleiri vanda- málum en astma. Píp og surg var ekki jafn algengt árið 2007 og 1990, en mæði samfara þessu hins vegar algengari 2007. Þetta kann að skýrast af betri þekkingu á hugtakinu píp og surg árið 2007, en einnig er hugsanlegt að batnandi loftgæði og sérstaklega minni óbeinar reykingar, hafi haft hér einhver áhrif. Lokaorð Marktæk aukning hefur orðið á algengi einkenna frá önd- unarfærum, á astma og í notkun astmalyfja frá árinu 1990 til 2007. Sérstaka athygli vekur að aukningin er mest hjá yngsta aldurshópnum (20-25 ára) sem gæti bent til þess að vænta megi enn frekari aukningar. Niðurstöðumar gefa tilefni til að kanna hvort ofnæmi hafi aukist að sama skapi og hvort vægi einstakra ofnæmisvaka hafi breyst á síðustu tveimur áratugum. Þakkir Evrópurannsóknin var styrkt af heilbrigðisráðuneytinu, Vísinda- ráði íslands og SÍBS en EuroPrevall-rannsóknin var kostuð af Evrópusambandinu. Við Evrópurannsóknina störfuðu Ásta Karlsdóttir og Halla Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingar og Lovísa Guðmundsdóttir ritari. Við EuroPrevall unnu Sigríður Sverrisdóttir og Katrín I. Geirsdóttir hjúkrunarfræðingar. Við færum öllum þessum aðilum bestu þakkir. 466 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.