Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 44
FRÁ SIÐANEFND LÍ Frá siöanefnd LÍ Árið 2011, fimmtudaginn 9. júní, kom Siðanefnd Læknafélags íslands saman að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Nefndina skipa Allan V. Magnússon, formaður, Hulda Hjartardóttir læknir og Stefán B. Matthíasson læknir. Fyrir var tekið erindi Skúla Bjarnasonar læknis vegna ummæla Magnúsar Kolbeinssonar læknis og kveðinn upp svohljóðandi: ÚRSKURÐUR Hinn 21. febrúar sl. barst Siðanefnd Læknafélags Islands svofellt bréf frá Skúla Bjamasyni sérfræðilækni á bráðadeild LSH Fossvogi: Þann 31.01.2011 leitaði til Slysadeildar ungur prúður maður (A) (sjá meðfylgjandi læknabréf, sem eru send ykkur með samþykki sjúklings). Eins og fram kemur í læknabréfi frá 31.01 var honum bent á að leita læknis í Neskaupsstað til eftirlits eftir 10 daga sem hann gerði. Á Neskaupsstað var honum sem fyrr, tjáð að hann væri ekki brotinn og hann spurður hver hefði sinnt honum á slysadeild og sagði hann lækninum, Magnúsi Kolbeinssyni það og samkvæmt sjúklingi voru viðbrögð Magnúsar þau að hann sagði. Skúli er enginn bæklunarlæknir, hann er fyllibytta úr Borgamesi. Ekki fékk sjúklingur úrlausn sinna mála, þ.e.a.s. eftirfylgni sem til var ætlast. Sjúklingur leitaði síðan til slysadeildar 14.02.2011 og sá þá ástæðu til að segja mér frá þeim orðum sem Magnús Kolbeinsson viðhafði um undirritaðan. Ég hringdi því á Magnús vegna þessara orða hans. Hann sagði að um misskilning væri að ræða hjá sjúklingi. Ég spurði hann þá hvort misskilningurinn fælist í orðinu fyllibytta eða Borgamesi. Heldur var lítið um svör af viti þannig að ég tjáði honum að þetta mál færi til siðanefndar og lagði símtólið á. Sendi ykkur þetta til þeirrar meðferðar sem siðanefnd telur við hæfi. Meðfylgjandi sjúkraskrá Bráðadeildar (send með samþyki sjúklings.) Magnúsi Kolbeinssyni var send kæra Skúla ásamt fylgi- gögnum og sendi hann nefndinni svohljóðandi bréf, dagsett 8. apríl sl: Varðandi kvörtun Skúla Bjarnasonar á hendur Magnúsi Kolbeinssyni. A datt á olnbogann 23-01-2011 á Neskaupsstað. Leitaði til vakthafandi læknis (ekki MK) sem sagði honum að skv rtg mynd og skoðun væri ekki um brot að ræða. Þessi greining var studd viðtali við bæklunarlækni á FSA og staðfestan úrlestur rtg myndar-rannsóknar lesna af (B) sérfr. í myndgreiningu og mati vakthafandi læknis á FSN. Sjúklingur virðist hafa verið óánægður með þessa þjónustu og fer alla leið til LSH Fossvogi-bráðamóttöku til að fá second opinion. Þar er greining (C) að fyrir liggi nánast ódislocerað brot í processus coronoideus ulna sin. Sett gifsspelka og ráðið að fara í kontrol á FSN 12 02 2011. 12-02 er ég með vaktina á FSN og tek á móti honum. Bendi honum á þau gögn sem fyrir mér lágu (vide supra) og ræddi þetta lengi við sj Benti honum á að consensus sé á milli bæklunarskurðlækis frá FSA, mér, vakthafandi læknis í fyrstu komu (minnir að það hafi verið (D) og (B) (frábærum sérfræðingi í myndgreiningu) að ekki sæist brot. Hann benti á að (C) og Skúli hefðu greint brot, en sama-sem odislocerað. Hvort heldur er rétt (sagt við sjúkling) þarft þú ekki spelku, nema þér finnist hún minnka verkina. Virtist enn mjög óánægður og þá sagði ég við hann að (B), orthopedinn á FSA hefðu unnið í sérgreinum sínum (með námstíma) í FULLA 2 áratugi, en Skúli hefði í FULLA 3 áratugi unnið í Borgamesi sem heilsugæslulæknir, að hann væri ekki orthoped né rtg læknir og því treysti ég betur orthoped frá FSA (símhringing) og staðfestum úrlestri (C). Aftur flýgur sjúklingur (1-2 dögum síðar) til að fá third opinion á bráðamóttöku LSH. Þá er spelkan fjarlægð og sjúklingur ánægður með það, enda var rétt að gera það. Um leið og sjúklingur var á leiðinni út á flugvöll til að komast aftur til Neskaupsstaðar hringir Skúli Bjamason í mig og spyr mig hvort ég hafi sagt að hann sé enginn bæklunarlæknir og hann sé fyllibytta úr Borgamesi. Þá segir Skúli að lítið hafi verið um svör og síðan skellt á mig símanum. Ég náði þó að segja Skúla að ég hafi aldrei sagt að hann sé eða hafi verið fyllibytta. Ég tjáði Skúla, að ég hafi sagt sj að Skúli væri ekki Orthoped. Ég sagði, að Skúli hefði verið heilsugæslulæknir í Borgamesi í FULLA 3 áratugi á meðan þessir læknar hefðu verið í sínu námi og síðan aktivu starfi í orthopediu annars vegar og myndgreiningu hins vegar. Misskilningur er ekki í orðinu Borgames heldur heilsugæslulæknir í FULLA 3 áratugi (sem virðist að sj. hafi misskilið-hugsanlega vegna reiði sinnar), en ÉG HEF ALDREI SAGT AÐ SKÚLI SÉ NÉ HAFI NOKKURN TÍMA VERIÐ FYLLIBYTTA. Addendum, Ræddi við lögfræðing í dag, sem taldi að skella á mig áður en ég gat skýrt mál mitt mjög óprofessionelt af SB og gæti alveg varðað upptöku hjá siðanefnd L.í. Þá benti hann á, að ef siðanefndin ávítar mig fyrir augljósan misskilning sjúklings (eða Skúla sjálfs) vilji hann fá leyfi mitt að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum og spyrða þar inn brotthvarf SB frá Borgarnesi til Blönduóss og aftur þaðan (Blönduóss) til fölmenns vinnustaðar í Reykjavík. Ég tjáði honum, að ef hann vilji taka upp einhver mál, sem ég þekki ekki til sé það ekki mitt að gefa leyfi fyrir slíku þá miklu frekar LÍ eða SB sjálfur, hafi þessir aðilar einnig áhuga á að fjallað verði um þessi mál (sem ég veit ekki hver eru) í fjölmiðlum. Með bréfi Skúla Bjarnasonar dagsettu 19. apríl sl. barst Siðanefnd eftirfarandi: 496 LÆKNAblaðiö 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.