Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Síða 17

Læknablaðið - 15.10.2011, Síða 17
RANNSÓKN Frestun læknisþjónustu meðal íslendinga: Umfang og skýringar Rúnar Vilhjálmsson, félagsfræðingur' ÁGRIP Tilgangur: Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er meginmarkmið í félagslegum heilbrigðiskerfum eins og því íslenska. Fyrri innlendar rannsóknir benda til þess að talsverður munur sé á aðgengi einstaklinga og hópa að heilbrigðisþjónustunni. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja frestun laeknisþjónustu í ólíkum samfélagshópum fullorðinna íslendinga og meta vægi einstakra áhrifaþátta. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggði á landskönnuninni Heilbrigði og aðstæður (slendinga I. Spurningalistar voru póstsendir til þjóðskrárúrtaks íslendinga á aldrinum 18-75 ára. 1532 manns svöruðu könnuninni og heimtur voru 60%. Niðurstöður: Alls höfðu 22% fullorðinna íslendinga frestað eða fellt niður laeknisþjónustu á sex mánaða tímabili. Frestunarhlutföll voru misjöfn eftir hópum. Þeir sem voru ungir að árum í fullri vinnu, áttu við fjárhagserfiðleika að etja, höfðu há heimilisútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu, áttu erfitt með að komast frá daglegum verkefnum, voru óánægðir með síðustu læknisheimsókn, eða glímdu við langvinna sjúkdóma og kvilla, frestuðu oftar en aðrir ferð til læknis. Ályktun: Nokkuð algengt er að (slendingar fresti eða felli niður læknisþjónustu sem þeir telja þörf fyrir. Jafnframt er verulegur munur á tíðni frestunar milli fólks og hópa. Niðurstöðurnar eru umhugsunarefni í Ijósi þess meginmarkmiðs heilbrigðiskerfisins að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld leiti leiða til að jafna aðgengi einstaklinga og hópa að læknisþjónustu og vinni gegn frestun eða niðurfellingu hennar. 'Hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Rúnar Vilhjálmsson runarv@hi.is Barst: 31. mars 2011, - samþykkt til birtingar: 14. september 2011. Höfundur tiltekur engin hagsmunatengsl. Rannsóknina styrktu Rannsóknasjóður Rannís og Rannsóknasjóöur Háskóla Islands. Inngangur Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem tök eru á að veita á hverjum tíma. í íslenskri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 kemur fram að mikilvægt sé að aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé auðvelt og sem jafnast fyrir alla landsmenn (markmið 2). Bein útgjöld einstaklinga megi aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu (markmið 17).'•2 Segja má að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé meginmarkmið í félagslegum heilbrigðiskerfum eins og því íslenska.1-3 Þetta markmið gerir ráð fyrir að notkun einstaklinga á heilbrigðisþjónustu ráðist af þörf þeirra fyrir þjónustuna. Ef aðgengi að heilbrigðisþjónustu er jafnt, ætti ólík notkun einstaklinga á þjónustunni einungis að stafa af því að einn hefur meiri þörf fyrir þjónustuna en annar. Ef ólík notkun þjónustunnar stafar af ólíkum möguleikum einstaklinga til að verða sér úti um þjónustuna, eða af því að sumir hafa ríkari tilhneigingu en aðrir til að leita sér aðstoðar vegna tiltekinna einkenna eða aðstæðna, má ætla að um sé að ræða ójafnt aðgengi og ójafnræði í útdeilingu þjónustunnar.4'5 Félags- og lýBfræðilegir þættir Fjölmargar erlendar rannsóknir á ólíku aðgengi ein- staklinga og hópa að heilbrigðis- og læknisþjónustu liggja fyrir. Þannig virðist eldra fólk frekar leita til heilbrigðisþjónustunnar en miðaldra og yngra fólk þegar upp koma ýmsir kvillar og sjúkdómar.6- 7 Þetta getur stafað af því að eldra fólkið hafi meiri tilhneigingu til þjónustunotkunar eða betri tækifæri til þess en aðrir aldurshópar. Jafnframt virðast konur nota heilbrigðisþjónustu frekar en karlar, ekki síst við skammvinn eða bráð einkenni.6 Raunar benda rannsóknir til þess að kynferði hafi sjálfstæð áhrif á þjónustunotkun þótt tekið sé tillit til sjúkdóma og kvilla.8-10 Fáar rannsóknir hafa athugað aðgengi að heilbrigðisþjónustu eftir hjúskapar- eða foreldrastöðu, en þó eru vísbendingar um að aðgengi giftra og ekkjufólks sé betra en einhleypra og fráskilinna,8' 9 en óljósara er hvort foreldrar leikskólabarna noti heilbrigðisþjónustuna frekar eða síður en þeir sem ekki hafa fyrir börnum að sjá.5-11 Ólíkar niðurstöður hafa komið fram um aðgengi að heilbrigðisþjónustu eftir búsetu, þar sem sumar rannsóknir leiða í ljós búsetumun12 en aðrar ekki.13 Þá benda rannsóknir til að útivinnandi fólk noti heilbrigðisþjónustuna síður vegna veikinda en þeir sem ekki vinna úti7, sem kann að stafa af því að útivinnandi fólk komist síður frá verkefnum til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Rannsakendur virðast almennt sammála um að lág- tekjufólk noti heilbrigðisþjónustuna í ríkari mæli en fólk með hærri tekjur. Þegar tekið hefur verið tillit til þarfar fyrir heilbrigðisþjónustuna minnkar munur á þjónustunotkun tekjuhópanna6- 14 og þegar kemur að einkarekinni þjónustu og sérfræðiþjónustu virðist lágtekjufólk nota heilbrigðisþjónustuna minna en þörf LÆKNAblaðið 2011/97 529

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.