Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2011, Page 20

Læknablaðið - 15.10.2011, Page 20
RANNSÓKN (í þúsundum króna), heilbrigðisútgjöld fjölskyldu sem hlutfall af fjölskyldutekjum, hvort viðkomandi hafi afsláttarkort vegna komugjalda, 75% örorku, og langvinna sjúkdóma/kvilla (hvort svarendur hafi haft einhvern af 48 langvinnum sjúkdómum og kvillum síðastliðna 12 mánuði, og hvort læknir hafi staðfest það).23 I tölfræðilegri úrvinnslu voru tengsl frestunar læknisheim- sóknar við aðrar breytur fyrst athuguð með krosstöflum (cross- tabulation), marktæki sambanda ákvörðuð með kí-kvaðrat prófi, og fí-fylgnistuðull reiknaður fyrir minni (2x2) krosstöflur, en Cramer's V-fylgnistuðull þegar krosstöflurnar voru stærri. Til að leggja mat á mikilvægustu skýringabreytur frestunar voru hrein (nettó) tengsl marktækra óháðra breyta við frestun læknisþjónustu metin með marghliða lógaritmalínulegri aðhvarfsgreiningu (multivariate logistic regression). Óháðar breytur voru valdar í aðhvarfsjöfnuna ein af annarri með framvirku þrepavali (stepwise selection) þar til allar marktækar óháðar breytur voru komnar í jöfnuna. Þess má geta að í krosstöflugreiningunni voru allar jafnbilabreytur flokkaðar (sjá lýsingu á breytum að framan), en óflokkaðar í aðhvarfsgreiningunni. Niðurstööur Alls höfðu 22% svarenda frestað læknisheimsókn sem þeir töldu þörf fyrir síðastliðna sex mánuði. Tafla I sýnir tengsl einstakra breyta við frestun læknisþjónustu. Elsta fólkið frestaði sjaldnast læknisheimsókn en yngra fólkið oftast, einhleypir og fráskildir frestuðu frekar heimsókn en aðrar hjúskaparstéttir, foreldrar leikskólabarna, fólk í fullu starfi, stúdentar og lágtekjufólk frestaði sömuleiðis frekar en aðrir læknisheimsókn. Þá sýnir tafla I að þeir sem bjuggu við fjárhagserfiðleika, áttu erfitt með að komast frá daglegum verkefnum, voru óánægðir með þá Tafla II. Lógaritmalinuleg aðhvarfsgreining á þáttum tengdum frestun/niður- fellingu læknisþjónustu (framvirkt þrepaval) (N=941y. B (SE B) OR (95% Cl) P Aldur (ár) -0,031 (0,007) 0,969 (0,956, 0,983) 0,000 Atvinnuþátttaka (klukkustundir á viku) 0,012 (0.005) 1,012 (1,003, 1,021) 0,012 Fjárhagserfiðleikar (kvarði frá 0 til 8) 0,237 (0,053) 1,268 (1,142, 1,408) 0,000 Heildarútgjöld fjölskyldu vegna heilbrigðismála (þúsundir króna á ári) 0,004 (0,001) 1,004 (1,001, 1,006) 0,012 Ósveigjanleg hlutverk (kvarði frá 0 til 4) 0,327 (0,085) 1,386 (1,174, 1,637) 0,000 Ánægja með síðustu læknisheimsókn (kvarði frá -2 til 2) -0,518 (0,086) 0,596 (0,503, 0,705) 0,000 Langvinnir sjúkdómar/ kvillar (fjöldi) 0,201 (0,051) 1,223 (1,106, 1,351) 0,000 Fasti -1,037 Likelihood Ratio x2 (df) 161,064 (7) Negelkerke R2 0,243 a Tala í sviga gefur til kynna fjölda einstaklinga með gild svör á öllum breytum aðhvarfsgreiningarinnar. öðrum einstaklingum var sleppt (listwise deletion). læknisþjónustu sem þeir höfðu áður fengið, höfðu haft mikinn kostnað af heilbrigðisþjónustunni, voru langveikir, eða öryrkjar, frestuðu frekar læknisþjónustu en aðrir. Ekki reyndist marktækur munur á frestun með tilliti til kynferðis, atvinnuleysis, búsetu, menntunar, viðhorfa til læknisþjónustu, afsláttarkorts, ferðatíma eða vegalengdar til læknis, eða þess að hafa heimilislækni eða fara á tiltekin stað þegar leita skal læknis. Tafla II sýnir niðurstöður aðhvarfsgreiningar á þeim skýr- ingaþáttum sem höfðu marktæk hrein (nettó) tengsl við frestun læknisþjónustu að teknu tilliti til annarra skýringaþátta. Sam- kvæmt niðurstöðunum minnka líkur á frestun með hækk- andi aldri, en með aukinni atvinnuþátttöku aukast líkumar. Fjárhagserfiðleikar, bein útgjöld fjölskyldu vegna heilbrigðis- þjónustu, ósveigjanleg hlutverk (erfiðleikar við að komast frá daglegum verkefnum) og óánægja með síðustu læknisheimsókn auka einnig líkur á frestun læknisþjónustu. Þá sýnir tafla II að eftir því sem langvinnir sjúkdómar og kvillar eru fleiri aukast líkur á frestun læknisþjónustu. Negelkerke R2 er 0,243 og gefur til kynna hve stóran hluta af breytileika í frestun læknisþjónustu má rekja til skýringarbreytanna (á skalanum frá 0-1). Umræða Samkvæmt rannsókninni frestuðu 22% fullorðinna Islendinga læknisþjónustu á sex mánaða tímabili. Þetta er svipað hlutfall og níu árum fyrr5, 19 þegar 24% fullorðinna íslendinga sögðust hafa frestað læknisþjónustu sem þeir þurftu á að halda (munurinn á hlutföllunum er ekki marktækur). Lágt frestunarhlutfall meðal eldra fólks er í samræmi við fyrri erlendar og innlendar niður- stöður.6'7'19 Það hefur meðal annars verið skýrt með því að eldra fólk hafi almennt góða tryggingavernd í heilbrigðiskerfinu (lægri komugjöld og rétt til afsláttarkorts við lægri útgjaldamörk), hafi gjarnan lausan tíma til að sinna heilsu sinni og veikindum, og hafi oftast tengsl við ákveðna heilbrigðisstarfsmenn og þekkingu á heilbrigðiskerfinu vegna fyrri þjónustunotkunar, en allir þessir þættir vinna gegn frestun læknisþjónustu.5'19 Hátt frestunarhlutfall meðal yngra fólks er að mestu í samræmi við fyrri innlendar rannsóknir5'19 sem er sérstakt umhugsunarefni. Rétt er að hafa í huga að yngra fólkið hefur almennt fremur lágar tekjur, en þarf engu að síður að greiða sömu komugjöld í heilbrigðiskerfinu og tekjuhærra fólk. Þá er yngra fólkið landfræðilega hreyfanlegt (ekki síst námsmenn) og hefur takmarkaða reynslu af heilbrigðiskerfinu, en hvort tveggja getur hamlað notkun heilbrigðisþjónustunnar. f þessu sambandi væri ástæða til að huga betur að tryggingavernd og aðgengi þessa hóps og aukinni nærþjónustu, til dæmis í formi almennrar skólaheilsugæslu fyrir námsmenn á framhalds- og háskólastigi. Tengsl atvinnuþátttöku við frestun læknisþjónustu hafa verið skýrð með því að einstaklingar í fullu starfi séu oft uppteknir og gefi sér síður tíma til að leita sér lækninga en þeir sem eru í hlutastarfi eða utan vinnumarkaðar.7- 19 Þessi skýring tengist þeirri niðurstöðu rannsóknarinnar að fólk sem á erfitt með að komast frá daglegum verkefnum frestar frekar heimsókn til læknis. Heilbrigðiskerfið og þá einkum heilsugæslan gæti komið til móts við þennan hóp einstaklinga með aukinni vaktþjónustu á kvöldin og um helgar, enda veikist fólk ekki endilega á dagvinnutíma heilsugæslustöðvanna. Þá er það umhugsunarvert að takmörkuð vaktþjónusta heilsugæslunnar krefst margfalt hærri komugjalda en 532 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.