Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 21
RANNSÓKN þjónusta sem í boði er á dagvinnutíma. Líklegt er að það fæli ýmsa frá heilsugæslunni sem eru uppteknir á daginn við vinnu eða nám en kæmust frekar til læknis á kvöldin og um helgar. Há uppsöfnuð útgjöld vegna heilbrigðismála og fjárhagserfiðleikar einstaklinga auka einnig til muna frestun læknisþjónustu. Þessar niðurstöður benda til að aðgerðir stjómvalda til að draga úr kostnaðar- og fjárhagsáhrifum í heilbrigðisþjónustunni hafi ekki tekist sem skyldi. Þá gefur rannsóknin til kynna að neikvæð reynsla af heilbrigðiskerfinu fæli fólk frá frekari þjónustunotkun. Þessar niðurstöður eru í samræmi við tilgátu um kerfisþröskuld (systems barrier), sem sett var fram fyrir allmörgum árum af bandaríska félagsfræðingnum Diane Dutton, en samkvæmt henni hafa einstaklingar og hópar misjafna reynslu af heilbrigðiskerfinu sem skýrir af hverju sumir leita síður til heilbrigðisþjónustunnar en aðrir.26 Loks er að nefna þær niðurstöður rannsóknarinnar að langveikir einstaklingar frestuðu frekar en aðrir ferð til læknis og að líkur á frestun jukust eftir því sem langvinnir kvillar einstaklingsins voru fleiri. Bent hefur verið á að langveikir þurfi oft að leita á fleiri staði vegna heilsuvandamála sinna og jafnvel oft á hvern stað,18 sem getur aukið líkur á frestun eða niðurfellingu læknisheimsóknar.19 Auk þess eru uppsöfnuð útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu oft há hjá þessum einstaklingum. Ein helsta gagnrýni á vestræn heilbrigðiskerfi er að vegna vaxandi sérhæfingar og aðgreiningar stofnana og starfsmanna sé þjónustan oft brotakennd og ósamfelld og því ráðist það að miklu leyti af sjúklingnum sjálfum hvort þjónustan sem hann þarf á að halda sé óslitin og heildstæð. Þetta á ekki síst við um langveika. Leiðir til að bæta aðgengi og draga úr frestun eða niðurfellingu þjónustu felast því meðal artnars í að styrkja tengsl og samstarf þjónustuaðila, færa þjónustuna nær sjúklingnum og veita honum aukna ráðgjöf og aðstoð við útvegun nauðsynlegrar þjónustu. Nokkrar skýringarbreytur höfðu marktæk tengsl við frestun læknisþjónustu einar og sér (tafla I), en reyndust ekki marktækar í marghliða aðhvarfsgreiningu þegar tekið var tillit áhrifa annarra breyta (tafla II). i því sambandi má sérstaklega nefna að þó munur væri á frestun eftir fjölskyldutekjum, tengdust fjölskyldutekjur ekki frestun með beinum hætti í aðhvarfsgreiningu, einkum vegna áhrifa fjárhagserfiðleika og langvinnra veikinda, en báðir þættirnir tengdust tekjum. Þá frestuðu öryrkjar mun oftar læknisheimsókn en aðrir, en örorka tengdist ekki frestun með beinum hætti í aðhvarfsgreiningu, einkum vegna áhrifa aldurs, langvinnra veik- inda, fjárhagserfiðleika og útgjalda vegna heilbrigðismála, en allir þessir þættir tengdust örorku. Styrkleikar rannsóknarinnar felast meðal annars í því að úrtak var á landsvísu, heimtur voru viðunandi og raunar betri en almennt gerist í póstkönnunum meðal almennings,27 auk þess sem fjölmargar skýringarbreytur voru teknar til athugunar. Meðal takmarkana má nefna að rannsóknin byggði á þversniðskönnun og sambönd breyta voru athuguð á einum tímapunkti. Því gefur rannsóknin ekki óyggjandi niðurstöður um orsakatengsl milli breyta. Þá er rétt að nefna að ekki var lagt klínískt mat á ástand og einkenni þeirra sem frestuðu læknisþjónustu og því ekki unnt greina frestunartilvik eftir alvarleika þeirra. Þörf er á rannsóknum með langtímasniði er meta áhrif skýringarbreyta á frestun læknisþjónustu fram í tímann. Þá er ástæða til að greina alvarleika frestunartilvika og leggja mat á hvort frestun kunni að vera misalvarleg eða -afdrifarík eftir því hvaða samfélagshópur á í hlut. Ályktanir Talsvert er um að íslendingar fresti eða felli niður læknisþjónustu, jafnvel þótt þeir telji þörf fyrir þjónustuna. Jafnframt er verulegur rnrrnur á frestunartíðni milli einstaklinga og hópa. Freshm var fátíðust hjá eldra fólki, en algengust hjá langveikum og öryrkjum, þeim sem glímdu við fjárhagserfiðleika, höfðu kostað miklu til heilbrigðismála, áttu erfitt með að komast frá daglegum verkefnum eða voru óánægðir með síðustu læknisheimsókn. Niðurstöðurnar eru verulegt umhugsunarefni í ljósi þess megin- markmiðs íslenska heilbrigðiskerfisins að allir landsmenn hafi sem jafnastan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld leiti leiða til að jafna aðgengi einstaklinga og hópa að heilbrigðisþjónustunni og vinni gegn frestun eða niðurfellingu hennar, svo sem með aukinni tryggingavemd, einkum í viðkvæmum hópum, eflingu heilsugæslunnar og vaktþjónustu innan hennar, og annarri nærþjónustu, svo sem heimatengdri þjónustu og skólaheilsugæslu. Þakkir Heilbrigðiskönnunin Heilbrigði og aðstæður íslendinga hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Rannís og Rannsóknasjóði Háskóla Islands. LÆKNAblaðið 2011/97 533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.