Læknablaðið - 15.10.2011, Side 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR
„Ég vil gjaman hafa
áhrif á starfsumhverfi
mitt og þjónustu við
sjúklingana," segir
Anna Gunnarsdóttir
formaður læknaráðs
Landspítala.
mjög lítil sérgrein eins og margar
undirsérgreinar skurðlækninga eru. Við
erum lítill en góður hópur skurðlækna
sem höfum lagt þetta fyrir okkur og
sérhæfðar aðgerðir eru fáar. Það voru
því mikil viðbrigði faglega að koma
heim. Ég skal alveg viðurkenna að
fyrstu mánuðina leið varla sá dagur
að ég velti því ekki fyrir mér hvort
ég ætti ekki flytja út aftur. En það er
um tvennt að ræða. Annaðhvort flytur
maður aftur út eða ekki og ég ákvað
að vera hér. Vissulega hafa aðrir þættir
mikil áhrif á slíka ákvörðun eins og til
dæmis starf makans og hvar maður vill
búa börnunum sínum heimili. A móti
kemur að maður vill heldur ekki upplifa
þá tilfinningu að vera komin á endastöð
faglega þegar heim er komið. Á stórum
erlendum háskólasjúkrahúsum bjóðast
ýmsir möguleikar á meiri sérhæfingu
en hér heima þarf maður að hafa
breiðari grunn og sinna meira almennari
verkefnum auk þessara sérhæfðari,
vegna fámennisins. Við heimkomuna
er okkur læknunum því oft kippt útúr
þeirri sérhæfingu sem við stefnum
ósjálfrátt að erlendis, sem eru líka mikil
viðbrigði. Það má þó ekki gleyma því
að heimurinn hefur minnkað og það er
lítið mál í dag að ferðast á milli landa.
Maðurinn minn stundaði sína vinnu
hér á Islandi í fimm af þeim árum
sem ég var í sérnáminu í Svþjóð og
fór vikulega á milli landanna. Ég sinni
minni yfirlæknisstöðu í Stokkhólmi með
því að fara reglulega á milli. Þetta er
hægt í dag en var ekki hægt hér áður.
Það hefur verið heilmikið í
umræðunni undanfarið að læknar séu
að vinna og flytjast út. Það má þó alls
ekki eingöngu líta á það sem neikvæðan
hlut að íslenskir læknar starfi að hluta
til erlendis þar sem möguleikarnir eru
miklir hvað varðar aukið samstarf milli
Landspítala og sjúkrahúsa erlendis og
hvað varðar þjálfun og endurmenntun
á okkar starfsfólki. Það er þó vissulega
mikið áhyggjuefni þegar læknar
ákveða að flytja alfarið frá landinu.
Læknismenntunin er alþjóðleg og við
eigum auðvelt með að fá vinnu erlendis,
bæði austanhafs og vestan. I kjölfar
kreppunnar og falls krónunnar eru
tekjumöguleikarnir mun meiri erlendis
og það sem við erum að sjá núna, sem
er alveg nýtt, er að læknar á miðjum
aldri taka sig upp og flytja utan til
starfa. En það er ekki bara spurning
um tekjumöguleika, vinnuaðstaðan og
hvernig við hlúum að okkar starfsfólki
og möguleikar til framþróunar skipta
gríðarlega miklu máli fyrir starfsánægju
og það er eitt af því sem við í
læknaráði Landspítalans viljum beita
okkur fyrir til að halda sérfræðingunum
okkar hér heima og laða þá sem eru að
ljúka sérnámi heim."
Sóttist ekki eftir formennsku
„Auðvitað er margt jákvætt við
að starfa á Islandi," segir Anna.
„Islendingar eru drífandi skorpufólk
að eðlisfari og koma ýmsu í verk með
því að setja ekki formsatriði of mikið
fyrir sig. Þetta er oft kostur en þó
ekki alltaf. Svíar eru sem þjóð mjög
skipulagðir og allir verkferlar eru þar
í mjög föstum skorðum og farið er
eftir reglunum. Stundum eru þeir þó
næstum um of ósveigjanlegir. Hér
ganga hlutirnir hraðar fyrir sig en eru
oftar háðir einstaklingsframtakinu og
LÆKNAblaðið 2011/97 551