Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN Skyndidauði íþróttamanna: er sjúkdómaskimun nauðsynleg? Það vekur yfirleitt athygli og kemst í al- þjóðlega fjölmiðla þegar ungur íþrótta- maður hnígur skyndilega niður í miðjum leik og reynist látinn. Slíkur atburður vekur jafnan upp umræður um nauðsyn á skimun íþróttamanna fyrir sjúkdómum sem geta valdið skyndidauða. í þessu tölu- blaði Læknablaðsins birtist greinin „Skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða íþrótta- manna".1 Þar kemur fram að fremur algengt er að íþróttamenn lýsi sjúkdómseinkennum sem tengja má hjartasjúkdómum. Meðal annars kvörtuðu 27% þeirra um mæði eða brjóstverk við áreynslu og 17% yfir hjart- sláttartruflunum, yfirliði eða yfirliðstifinn- ingu við áreynslu. Klínísk hjartaskoðun var óeðlileg hjá 19% þessara einstaklinga og 10% voru með slagbilsóhljóð við hjarta- hlustun. Hjá 43% var hjartalínurit greinilega eða lítillega óeðlilegt, þar á meðal voru 27% með væg eða greinileg merki um vinstri slegils veggþykknun. Talin var ástæða til hjartaómskoðunar hjá um fimmtungi þess- ara íþróttamanna. Enginn þeirra taldist þó hafa greinilega óeðlilega ómskoðun þó að lítilsháttar óeðlilegar breytingar sæjust hjá um 2/3 þeirra er ómskoðaðir voru. Þegar haft er í huga að hjartavöðvaofþykknun er sjúkdómur sem yfirleitt liggur í ættum hér á landi, mætti íhuga hvort ekki ætti að hafa lægri þröskuld fyrir ómskoðunum við skimun. Það er tilhneiging til þess að túlka lítillega óeðlilegar hjartaómskoðanir svo að þær endurspegli lífeðlisfræðilegar breytingar í hjartavöðvanum sem rekja má til mikillar þjálfunar. Nýlegar mynd- greiningarrannsóknir hjá mikið þjálfuðum íþróttamönnum virðast hins vegar sumar benda til þess að ofþjálfuð hjörtu séu ekki alltaf eins heilbrigð og áður hefur verið haldið. Of mikil þjálfun kann í raun að vera hjartaskemmandi.2 Það er misjafnt eftir löndum hversu vel er staðið að skimun sjúkdóma hjá íþróttafólki. Á Ítalíu hefur slík skimun verið lögbundin frá 1982 og byggir á sjúkrasögu, klínískri skoðun og 12-leiðslu hjartalínuriti. Vinnu- hópur á vegum Evrópsku hjartalækna- samtakanna hefur mælt með svipuðu fyrirkomulagi svo og Alþjóðlega ólympíu- nefndin.3 I ráðleggingum Bandarísku hjartasamtakanna er hins vegar ekki mælt með töku 12-leiðslu hjartalínurits, sértækni rannsóknarinnar talin vera of lág og hún of kostnaðarsöm.3 Það er vel þekkt að hjarta- línurit hjá vel þjálfuðum íþróttamönnum eru oft óeðlileg og erfið í túlkun. Þeir sem aðhyllast töku hjartalínurits benda hins vegar á að það sé gagnlegt til þess að meta QT-bilið og ýmsar taktóreglur, til dæmis gáttatif, sem eru ekki óalgengar hjá íþróttafólki. Vert er að hafa í huga að mikið vökvatap, elektrólýtatruflanir og aukn- ing á katekólamínum við mikið álag getur stuðlað að hjartsláttaróreglu hjá einstak- lingi með undirliggjandi áhættu. Auk þess er lyfjamisnotkun meðal íþróttamanna, til dæmis á sterum, vaxtarhormónum og ýms- um örvandi efnum, alvarlegt vandamál sem eykur verulega líkur á hættulegri hjartsláttaróreglu og skyndidauða. Nægir að benda á að hjá íþróttamönnum sem nota vöðvaaukandi lyf er algengt að finna eitt- hvað óeðlilegt við skoðun, hjartalínurit eða hjartaómskoðun. Nokkur munur er á algengustu ástæð- um fyrir skyndidauða hjá íþróttafólki á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Á Ítalíu hafa helstu sjúkdómar reynst vera hjartavöðva- sjúkdómur í hægri slegli er leitt getur til hjartsláttaróreglu, kransæðasjúkdómur og afbrigðileg upptök á kransæðum. Hjarta- vöðvaofþykknun í vinstri slegli er hins vegar fátíðari orsök hjá ítölum en algeng- asta ástæða skyndidauða hjá bandarísku íþróttafólki. Ekki kemur fram í fyrrnefndri grein í Læknablaðinu, í ljósi reynslu Itala, hversu ítarlega var reynt að meta ástand hægri slegils.1 Umdeilt er hversu langt á að ganga í að rannsaka einstaklinga sem virðast að mestu heilbrigðir og stunda mikið íþróttir. Hvenær gera á nánari rann- sóknir með álagsprófi, hjartaómun eða Holter-sírita er matsatriði hverju sinni, með hliðsjón af einkennum, áhættumati og ættarsögu viðkomandi. I vissum tilfellum getur þurft að ganga lengra og gera segul- ómun, kransæðamyndatöku og jafnvel ítarlega raflífeðlisfræðilega rannsókn. Hjá körfuboltamönnum, sem oft eru hávaxnir, þarf að hafa í huga möguleika á Marfan- sjúkdómi, en dæmi eru um að hann hafi greinst hjá atvinnumönnum í körfubolta. Hér á landi eru þekkt dæmi um að íþrótta- fólk sem komið er upp í meistaraflokk í sinni keppnisgrein hafi greinst með hjarta- galla, til dæmis tvíblöðkuósæðarloku með þrengslum. Slíkt er ávallt áfall fyrir íþrótta- mann sem jafnvel íhugar að fara í atvinnu- mennsku í keppnisgrein sinni. Alvarlegri er þó skyndidauði sem hugsanlega væri hægt að fyrirbyggja ef reglubundin skimun íþróttamanna væri framkvæmd til að finna dulda hjartasjúkdóma. ítalir hafa sýnt fram á verulega lækkun á tíðni skyndidauða hjá ungum keppnisíþróttamönnum með reglulegri skimun árum saman. Greinin í Læknablaðinu er mikilvægt innlegg í um- ræðu um þessi mál hér á landi! Það er full ástæða til þess að hvetja forystumenn íþróttamála til þess að koma sem fyrst á vinnureglum og móta framtíðarstefnu um öryggi íþróttamanna hér á landi. Beinast liggur við að þar verði stuðst við ráðlegging- ar Evrópsku hjartalæknasamtakanna. Heimildir 1. Thorolfsson B, Thordardottir FR, Gunnarsson GT, Sigurdsson AF. Skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða íþróttamanna. Læknablaðið 2012:98: 83-8. 2. La Gerche A, Taylor AJ, Prior DL. Athlete's heart: the potential for multimodality imaging to address the critical remaining questions. JACC Cardiovasc Imaging 2009; 2: 350-63. 3. Corrado D, Pelliccia A, Bjornstad HH, Vanhees L, Biffi A, Borjesson M, et al. Cardiovascular pre-participation screening of young competitive athletes for prevention of sudden death: proposal for a common European protocol. Consensus Statement of the Study Group of Sport Cardiology of the Working Group of Cardiac Rehabilitation and Exercise Physiology and the Working Group of Myocardial and Pericardial Diseases of the European Society of Cardiology. Eur Heart J 2005; 26: 516- 24. Sudden death in athletes: is screening necessary? Ragnar Danielsen, Cardiologist, Dept. Cardiology- The National University Hospital, Reykjavík, lceland. LÆKNAblaðið 2012/98 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.