Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 40
FORMAÐUR LÍ eru með ágæt heildarlaun og þurfa ekki að kvarta. Ég held að þeir geri það ekki held- ur. Hins vegar eru laun almennra lækna á íslandi lág og sérstaklega í samanburði við launin í löndunum í kringum okkur. Ungir læknar þurfa að vinna mjög mikið til að ná endum saman og það er mjög skiljanlegt að þeir séu óánægðir með sín kjör." Aðspurður um hvort hann vilji sjá breytingar á innra starfi félagsins segir Þorbjörn að félagið sé í traustum skorðum að flestu leyti. „Ég hef þó velt því fyrir mér hvort ástæða sé til að skoða breytingar á kjöri formanns og stjórnar sem hingað til hefur farið fram á aðalfundi félagsins, við búum við fulltrúalýðræði í Læknafélagi ís- lands. Spurningin er hvort tímabært sé að gefa öllum félagsmönnum tækifæri til að kjósa formann og stjórn með almennri raf- rænni kosningu á sama hátt og við berum kjarasamninga undir atkvæði félags- manna. Þetta vil ég gjarnan láta skoða." Þorbjörn segir ekki síður mikilvægt að geta þess sem vel er gert og segir félagið geta verið mjög stolt af hvorutveggja, Læknadögum og Læknablaðinu. „Nýaf- staðnir Læknadagar voru einstaklega vel heppnaðir og í rauninni ótrúlegt hvað hef- ur tekist að halda úti fjölbreyttri og vand- aðri dagskrá í heila viku með þátttöku yfir eitt þúsund manns. Við getum sannarlega verið stolt af því. Varðandi Læknablaðið er ég þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að það komi áfram út á pappír. Ég nefni þetta því umræða um hvort ekki ætti að hafa það eingöngu í rafrænni útgáfu skýtur reglulega upp kollinum." Áhugamál og veikindi Þorbjörn hefur sjálfur þurft að horfast í augu við alvarlegan sjúkdóm sem hafði veruleg áhrif á líf hans. „Ég greindist með beinkrabbamein þegar ég var 25 ára gamall og var þá kominn á 5. ár í læknis- fræðinni. Ég var eitt ár í Svíþjóð til læknis- meðferðar og þessi veikindi töfðu mig frá námi í tvö ár." Hann kveður þetta vissulega hafa sett mark sitt á líf hans, en „ég hef komist ágætlega af við störf og leik, þó eflaust hafi þetta takmarkað möguleika mína á ein- hverjum sviðum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum lækna og var á námsárum í læknisfræði í stjórn Félags læknanema og fljótlega eftir að komuna heim frá Noregi varð ég formaður Læknaráðs Landspítala, allt þar til í fyrra að formennska í Lækna- félagi íslands var orðuð við mig. Af öðrum áhugamálum get ég nefnt sagnfræði 20. aldar sem ég nýt þess að lesa og svo eigum við fjölskyldan sumarhús í Borgarfirði þar sem við eyðum drjúgum tíma. Golf og lax- veiði hef ég hins vegar alveg látið eiga sig, seinni árin að minnsta kosti, og sakna þess ekki." Er framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-5900 | congress@congress.is | www.congress.is conqress ^REYKJAVÍK 112 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.