Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 54
ViCTOZA® (LIRAGLUTID) Victoza*(liraglutid) 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. NovoNordisk. A 10 BX 07. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS-Stytturtexti SPC Innihaldslýsing: Einn ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Ábendingar: Victoza er ætlað til meðferðar á fullorðnum með sykursýki af tegund 2 til að ná stjórn á blóðsykri: í samsettri meðferð með metformíni eða súlfónýlúrealyfi hjá sjúklingum með ófullnægjandi stjórn á blóðsykri þrátt fyrir stærsta þolanlegan skammt af metformíni eða súlfónýlúrea einu sér, eða í samsettri meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi eða metformíni og tíazólidíndíóni hjá sjúklingum sem hafa ófullnægjandi stjórn á blóðsykri þrátt fyrir tveggja lyfja meðferð. Skammtar og lyfjagjöf: Til að auka þol meltingarfæra er upphafsskammturinn 0,6 mg af liraglútíði á sólarhring. Eftir a.m.k. viku á að auka skammtinn í 1,2 mg. Búast má við því að sumir sjúklingar hafi ávinning af því að auka skammtinn úr 1,2 mg í 1,8 mg og með hliðsjón af klínískri svörun má auka skammtinn í 1,8 mg eftir a.m.k. eina viku til að bæta blóðsykurstjórnun enn frekar. Ekki er mælt með sólarhringsskömmtum sem eru stærri en 1,8 mg. Victoza má bæta við metformín meðferð sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og tíazólidíndíóni. Halda má áfram að gefa óbreyttan skammt af metformíni og tíazólidíndíóni. Victoza má bæta við meðferð með súlfónýlúrealyfi sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi. Þegar Victoza er bætt við meðferð með súlfónýlúrealyfi má íhuga að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins til að draga úr hættu á blóðsykurslækkun. Ekki er nauðsynlegt að sjúklingur fylgist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð Victoza. Við upphaf samsettrar meðferðar með Victoza og súlfónýlúrealyfi gæti á hinn bóginn reynst nauðsynlegt að sjúklingur fylgdist sjálfur með blóðsykri til að stflla af skammtastærð súlfónýlúrealyfsins. Sérstakir sjúklinqahópar: Aldraðir (> 65 ára): Ekki er þörf á skammtaaðlögun vegna aldurs. Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá sjúklingum sem eru 75 ára. Skert nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 60-90 ml/mín.). Mjög takmörkuð reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 30-59 ml'mín.) og engin reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með verulega skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Sem stendur er ekki hægt að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða verulega skerðingu á nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi. Skert lifrarstarfsemi: Reynsla af meðferð hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, á hvaða stigi sem er, er of takmörkuð til að hægt sé að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með væga, miðlungsmikla eða verulega skerðingu á lifrarstarfsemi. Börn: Ekki er mælt með notkun Victoza fyrir börn yngri en 18 ára þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun. Lyfjagjöf: Ekki má gefa Victoza í bláæð eða í vöðva. Victoza á að gefa einu sinni á sólarhring hvenær dagsins sem er, óháð máltíðum og það má gefa undir húð á kvið, læri eða upphandlegg. Skipta má um stungustað og tímasetningu án þess að aðlaga skammta. Hins vegar er mælt með því að gefa Victoza inndælingu á u.þ.b. sama tíma dags þegar búið er að finna hentugasta tíma dagsins. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Ekki á að nota Victoza hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 eða til að meðhöndla ketónblóðsýringu af völdum sykursýki. Victoza kemur ekki í staðinn fyrir insúlín. Viðbót liraglútíðs hjá sjúklingum sem nota insúlín hefur ekki verið metin og er því ekki ráðlögð.-Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá sjúklingum með hjartabilun af NYHAflokki l-ll (New York Heart Association (NYHA)). Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá sjúklingum með hjartabilun af NYHA flokki lll-IV.-Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá sjúklingum með garnabólgusjúkdóm og þarmalömum af völdum sykursýki og því er ekki mælt með notkun Victoza hjá þessum sjúklingum. Notkun Victoza er tengd tímabundnum aukaverkunum frá meltingarfæajm, þ.m.t. ógleði, uppköstum og niðurgangi. Notkun GLP-1 hliðstæðna hefur tengst hættu á brisbólgu. Tilkynnt hefur verið um nokkur tilvik bráðrar brisbólgu. Upplýsa þarf sjúklinga um einkenni bráðrar brisbólgu: viðvarandi, miklir kviðverkir. Ef grunur er um brisbólgu skal hætta notkun Victoza og annarra lyfja sem hugsanlega eiga söká henni. Aukaverkanir í skjaldkirtli, þ.á m. hækkun kalsítóníns í blóði, skjaldkirtilsstækkun og æxli í skjaldkirtli hafa verið skráð í klínískum rannsóknum, einkum hjá sjúklingum með undirliggjandi skjaldkirtilssjúkdóm. Sjúklingum sem fá Victoza í samsettri meðferð með súlfónýlúrealyfi er mögulega hættara við blóðsykurslækkun. Draga má úr líkum á blóðsykurslækkun með því að minnka skammta súlfónýlúrealyfsins. Greint hefur verið frá vísbendingum og einkennum um vökvaskort, þ.á.m. breytingum á nýrnastarfsemi hjá sjúklingum sem eru á meðferð með Victoza. Sjúklingum sem eru á meðferð með Victoza skal bent á hugsanlega hættu á vökvaskorti í tengslum við aukaverkanir frá meltingarvegi og að þeir skuli gera varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir vökvatap. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: In vitro hefur liraglútíð mjög litla tilhneigingu til lyfjahvarfafræðilegra milliverkana við önnur virk efni í tengslum við cýtókróm P450 og prótínbindingu í plasma. Örlítil seinkun á magatæmingu sem fylgir liraglútíði getur haft áhrif á frásog lyfja til inntöku sem eru gefin inn samhliða. Rannsóknir á milliverkunum sýndu engin merki um klínískt mikilvæga seinkun á frásogi. Nokkrir sjúklingar sem voru meðhöndlaðir með liraglútíði tilkynntu um a.m.k. eitt tilfelli verulegs niðurgangs. Niðurgangur getur haft áhrif á frásog lyfja til inntöku sem gefin eru samhliða. Parasetamól: Liraglútíð breytti ekki heildarútsetningu fyrir parasetamóli eftir einn 1.000 mg skammt. C^, parasetamóls lækkaði um 31 % og miðgildi t^, seinkaði í allt að 15 mín. Ekki er þörf á skammtaaðlögun við samhliða notkun parasetamóls. Atorvastatín: Liraglútíð breytti ekki heildarútsetningu fyrir atorvastatíni að því marki að það skipti máli klínískt, eftir gjöf eins staks 40 mg skammts af atorvastatíni. Pví er ekki þörf á skammtaaðlögun atorvastatíns þegar það er gefið samhliða liraglútíði. C^, atorvastatíns lækkaði um 38% og miðgildi L™, fór úr 1 klst. í 3 klst. þegar það var gefið samhliða liraglútíði. Griseofulvin: Liraglútíð breytti ekki heildarútsetningu fyrir griseofulvini eftir gjöf eins staks 500 mg skammts af griseofulvini. C^, griseofulvins jókst um 37% en miðgildi t^, breyttist ekki. Ekki er þörf á skammtaaðlögun griseofulvins eða annarra efnasambanda sem eru torleyst og hafa mikið gegndræpi. Dígoxín: Þegar stakur 1 mg skammtur af dígoxíni var gefinn ásamt liraglútíði lækkuðu AUCgildi dígoxíns um 16%; C^ lækkaði um 31%. Miðgildi t^ dígóxíns fór úr 1 klst. í 1,5 klst. Samkvæmt þessum niðurstöðum erengin þörf á skammtaaðlögun dígóxíns. Lísínópríl: Þegar stakur 20 mg skammtur af lísínópríli var gefinn ásamt liraglútíði lækkuðu AUC gildi lísínópríls um 15%; C^, lækkaði um 27%. Miðgildi t^ lísínópríls fór úr 6 klst. í 8 klst. þegar það var gefið ásamt liraglútíði. Samkvæmt þessum niðurstöðum er engin þörf á skammtaaðlögun lísínópríls. Getnaöarvarnarlyf til inntöku: Liraglútíð lækkaði C^, etínýlestradíóls og levónorgestrels um 12% og 13%, í hvoru tilviki fyrir sig, í kjölfar gjafar eins skammts af getnaðarvarnarlyfi til inntöku. T^, beggja efnasambandanna seinkaði um 1,5 klst. Þegar þau voru gefin ásamt liraglútíði. Engin klínískt mikilvæg áhrif urðu á heildarútsetningu fyrir etínýlóestradíóli eða levónorgestreli. Getnaðarvörn er því talin vera óbreytt þegar hún er gefin samhliða liraglútíði. Warfarín og aðrar coumarin afleiður. Ekki hefur verið gerð nein rannsókn á milliverkunum. Ekki er hægt að útiloka klínískt mikilvæga milliverkun við virk efni sem eru torleyst eða hafa þröngt skammtabil, svo sem warfarín. Þegar liraglútíðmeðferð er hafin hjá sjúklingum sem eru á warfaríni eða öðrum coumarin afleiðum er mælt með tíðara eftirliti með INR (International Normalised Ratio). Insúlín: Engar milliverkanir á lyfhrif eða lyfjahvörf komu fram milli liraglútíðs og insúlíndetemírs þegar sjúklingum með sykursýki af tegund 2 var gefinn stakur skammtur af insúlíndetemíri, 0,5 einingar/kg, samhliða 1,8 mg af liraglútíði við jafnvægi. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Meðganga: Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun Victoza á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki skal nota Victoza á meðgöngu og mælt er með notkun insúlíns í stað þess. Hætta skal meðferð með Victoza ef sjúklingurinn óskar eftir að verða þunguð eða ef þungun á sér stað. Brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort liraglútíð skilst út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt að flutningur liraglútíðs og umbrotsefna af svipaðri byggingu, yfir í mjólk, er lítill. Forklínískar rannsóknir hafa sýnt meðferðartengda minnkun á vexti rottuunga á spena. Victoza má ekki gefa konum með barn á brjósti þar sem reynsla er ekki fyrir hendi. Friósemi: Að undanskilinni örlítilli fækkun lifandi fósturvísa, hafa dýrarannsóknir ekki gefið til kynna skaðleg áhrif á frjósemi. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ráðleggja skal sjúklingum að gera varúðarráðstafanir til að forðast blóðsykurslækkun meðan á akstri stendur og við notkun véla, sér í lagi þegar Victoza er notað í samsettri meðferð með súlfónýlúrealyfi. Aukaverkanir: í fimm stórum klínískum langtímarannsóknum hafa fleiri en 2.500 sjúklingar fengið meðferð með Victoza einu sér eða í samsettri meðferð með metformíni, súlfónýlúrealyfi (með eða án metformíns) eða metformíni ásamt rósíglítazóni. Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá í klínískum rannsóknum voru einkenni frá meltingarfærum: Ógleði og niðurgangur voru mjög algengar aukaverkanir, en uppköst, hægðatregða, kviðverkir og meltingartruflanir voru algengar aukaverkanir. Einkenni frá meltingarfærum geta verið algengari í upphafi Victoza meðferðar. Yfirleitt dregur úr þessum aukaveikunum á nokkrum dögum eða vikum við áframhaldandi meðferð. Höfuðverkur og nefkoksbólga voru einnig algengar aukaverkanir. Ennfremur var blóðsykurslækkun algeng aukaverkun og mjög algeng þegar Victoza var notað í samsettri meðferð með súlfónýlúrealyfi. Meiriháttar blóðsykurslækkun hefur fyrst og fremst komið fram í samsettri meðferð með súlfónýlúrealyfi. Liraalútíð með metformíni: Efnaskipti og næring: Alaenaar: Lystarleysi, minnkuð matarlyst. Tauaakerfi: Miög algengar: Höfuðverkur. Algengar: Sundl. Meltinaarfæri: Mjög algengar: Ógleði, niðurgangur. Algengar: Uppköst, meltingartruflanir, magabólga. Liraalútíð með alimepíríði: Svkinaar af völdum svkla oa sníkjudvra: Alaenaar: Nefkoksbólga. Efnaskipti oa nærina: Alaenaar: Blóðsykurslækkun, lystarleysi. Meltinaarfæri: Algengar: Ógleði, niðurgangur, uppköst, meltingartruflanir, hægðatregða, óþægindi í kviðarholi. Liraalútíð með metformíni oo alimepríði: Svkinaar af völdum svkla oa sníkiudvra: Algengar: Berkjubólga. Efnaskipti oa nærina: Miöa algengar: Blóðsykurslækkun. Algengar: Lystarleysi. Tauaakerfi: Algengar: Höfuðverkur. Meltinaarfæri: Miöa algengar: Ógleði, niðurgangur. Algengar: Uppköst, meltingartruflanir, verkir í efri hluta kviðarhols, hægðatregða, tannverkur. Liraglútíð með metformíni og rósíglítazóni: Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudvra: Alaenaar: Nefkoksbólga. Efnaskipti oa nærina: Alaenaar: Blóðsykurslækkun, lystarleysi, minnkuð matarlyst. Tauaakerfi: Alaenaar: Höfuðverkur. Meltinaarfæri: Miöa algengar: Ógleði, niðurgangur, uppköst. Algengar: Meltingartruflanir, hægðatregða, vindgangur, þaninn kviður, maga- og vélindabakflæði, maga- og garnabólga af völdum veira. Almennar aukaverkanir oa aukaverkanir á íkomustað: Algengar: Þreyta, sótthiti. í klínískri rannsókn á meðferð með Victoza einu sér var tíðni skráðrar blóðsykurslækkunar í tengslum við Victoza lægri en sú tíðni sem skráð var hjá sjúklingum meðhöndluðum með virku samanburðarlyfi (glimepíríði). Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá voru einkenni frá meltingarfærum og sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra. Blóðsykurslækkun: Flest tilvik staðfestrar blóðsykurslækkunar í klínískum rannsóknum voru væg. Engin tilvik meiriháttar blóðsykurslækkunar komu fram í rannsókninni þar sem Victoza var notað eitt sér. Meiriháttar blóðsykurslækkun er sjaldgæf og hefur fyrst og fremst komið fram þegar Victoza hefur verið notað í samsettri meðferð með súlfónýlúrealyfi (0,02 tilvik/einstaklingsár). Mjög fá tilvik komu fram (0,001 tilvik/einstaklingsár) þegar Victoza er gefið samhliða sykursýkilyfjum til inntöku öðrum en súlfónýlúrealyfjum. Aukaverkanir frá meltingarfærum: Þegar Victoza var gefið í samsettri meðferð með metformíni greindu 20,7% sjúklinga frá því að hafa fengið ógleði am.k. einu sinni og 12,6% sjúklinga greindu frá því að hafa fengið niðurgang a.m.k. einu sinni. Þegar Victoza var gefið í samsettri meðferð með súlfónýlúrealyfi greindu 9,1% sjúklinga frá því að hafa fengið ógleði a.m.k. einu sinni og 7,9% sjúklinga greindu frá því að hafa fengið niðurgang a.m.k. einu sinni. Flest tilvik voru væg eða í meðallagi og voru skammtaháð. Við áframhaldandi meðferð lækkaði tíðni aukaverkana og þær uröu vægari hjá flestum sjúklingunum sem fundu fyrir ógleði í upphafi meðferðar. Hjá sjúklingum sem eru >70 ára geta aukaverkanir frá meltingarfærum verið meiri þegar þeir fá meðferð með liraglútíði. Sjúklingar með vægt skerta lifrarstarfsemi (kreatínínúthreinsun 60-90 ml/mín.) gætu fundið meira fyrir áhrifum á meltingarfæri þegar þeir fá meðferð með liraglútíði. Meðferð hætt: í langtímarannsóknum (26 vikna eða lengri) þar sem gerður var samanburður við virkt lyf var meðferð hætt vegna aukaverkana hjá 7,8% sjúklinga sem fengu Victoza meðferð en hjá 3,4% sjúklinga sem fengu meðferð með samanburðarlyfi. Algengustu aukaverkanirnar sem leiddu til þess að sjúklingar á Victoza meðferð hættu á meðferðinni voru ógleði (2,8% sjúklinga) og uppköst (1,5% sjúklinga). Ónæmismyndun: í samræmi við hugsanlega ónæmismyndandi eiginleika prótín- og peptíðlyfja geta sjúklingar myndað mótefni gegn liraglútíði eftir meðferð með Victoza. Að meðaltali mynduðu 8,6% sjúklinga mótefni. Virkni Victoza hefur ekki minnkað í tengslum við mótefnamyndun. Greint hefur verið frá nokkrum tilvikum (0,05%) ofsabjúgs í klínískum langtímarannsóknum á Victoza. Viðbrögð á stungustað: Greint hefur verið frá viðbrögðum á stungustað hjá um 2% einstaklinga sem fengu Victoza í langtímasamanburðarrannsóknum (26 vikna eða lengri). Þessi viðbrögð voru yfirleitt væg og leiddu ekki til þess að sjúklingarnir hættu að nota Victoza. Brisbólga: Greint var frá nokkrum tilvikum (<0,2%) bráðrar brisbólgu í klínískum langtímarannsóknum á Victoza. Aukaverkanir á skjaldkirtil: Heildartíðni aukaverkana á skjaldkirtil í öllum rannsóknunum sem stóðu í meðallangan og langan tíma var 33,5, 30,0 og 21,7 tilvik á hver 1.000 einstaklingsár sem einstaklingar voru útsettir fyrir liraglútíði í heild, lyfleysu og samanburðarlyfjum í heild. Um var að ræða alvarlegar aukaverkanir á skjaldkirtil í 5,4 tilvikum lifraglútíðs, 2,1 tilviki lyfleysu og 1,2 tilvikum samanburðarlyfja. Algengustu aukaverkanirnar á skjaldkirtil sem greint var frá voru æxlisvöxtur í skjaldkirtli, hækkun kalsítóníns í blóði og skjaldkirtilsstækkun. Fjöldinn á hver 1.000 einstaklingsár útsetningar var 6,8; 10,9 og 5,4 sjúklinga sem voru á meðferð með líraglútíði í samanburði við 6,4; 10,7 og 2,1 sjúklinga sem voru á lyfleysu og 2,4; 6,0 og 1,8 sjúklingar af heildarfjölda sjúklinga sem voru á samanburðarlyfjum í þeirri röð sem áður var getið. Ofskömmtun: í klínískri rannsókn á Victoza átti ofskömmtun sér stað þegar einn sjúklingur með sykursýki af tegund 2 fékk einn 17,4 mg skammt undir húð (10faldan ráðlagðan hámarkskammt í viðhaldsmeðferð sem er 1,8 mg). Áhrif ofskömmtunarinnr voru meðal annars veruleg ógleði og uppköst, en ekki of lágur blóðsykur. Sjúklingurinn náði sér að fullu án fylgikvilla. Ef ofskömmtun á sér stað skal veita viðeigandi stuðningsmeðferð samkvæmt klínískum einkennum sjúklings. Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk/VS, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Umboðsaðili á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2,210 Garðabær.Sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur í desember 2010. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Afgreiðslutilhögun: R. Pakkningar og verð (1. janúar 2012): Hver penni inniheldur 3 ml lausn með 6 mg/ml. Hver penni er því 30 skammtar miðað við 0,6 mg/skammt, 15 skammtar miðað við 1,2 mg/skammt eða 10 skammtar miðað við 1,8 mg/skammt. Victoza® 2 pennar(2x3 ml): 22.069 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: *. Sjá nánari upplýsingará vef Lyfjagreiðslunefndar: www.lgn.is nOVO nOfCJÍSk b 126 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.