Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 3
ArlD 1^1 I I rn IW im Iiniii i in'MnmA^ Spekingaglíman f lok Læknadaga í ár var slegið á létta strengi með spurningakeppni í anda Utsvars þar sem tókust á tvö galvösk læknalið. Liðin skipuðu annars vegar Kristján Guðmundsson, Helgi Sigmundsson og Eyjólf- ur Þorkelsson og hins vegar Árni Þórsson, Hrafnkell Óskarsson og Árdís Björk Ármannsdóttir. Vakti samræmt útlit þeirra væntingar um að hér væri harðsnúið lið á ferðinni sem hefði stundað stífar æf- ingar en það verður á engan hallað þó sagt sé að Eyjólfur Þorkelsson hafi tekið að sér að sjá um sigurinn fyrir sitt lið því hann svaraði hraðaspurningunum hraðar en spyrlinum Gunnari Guðmundssyni tókst að spyrja þeirra. Leikhæfileikar beggja liða vöktu einnig verð- skuldaða athygli þegar kom að því að leika hina ýmsu sjúkdóma. Hraftikell Óskarsson dró ekki af sér við að túlkun sjúkdómseinkenna í Spekinga- glímunni. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS > Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir (f. 1982) útskrifaðist frá Listaháskóla (slands fyrir nokkru og hefur verið iðin við listsköpun ávinnustofu sinni síðan. Hún hefurverið virk í sýningahaldi og skipulagningu listviðburða og | sýnir um þessar mundir ný verk á sýningunni Teikn í Nýlistasafninu við Skúlagötu. Málverkin tvö sem mynd er af á forsíðunni virðast talsvert ólík en eru samofin í heildarhugsun listakonunnar. Hluti af sama heimi, að hennar sögn, einhvers staðar á mörkum lífs og dauða. Segja má að veran í öðru verkinu eigi sér samastað í hinu. Málverkin byggjast á dempaðri litapallettu í jarðartónum. Þar skiptast á hreinir og geómetrískir litafletir eða frjálsleg pensilskrift og lína. Listakonan lýsir verunum i mál- verkum sínum sem fulltrúum ólíkra kennda sem gefnar eru til kynna með líkamsstöðu, umhverfi og munum sem eru málaðir í kring sem og myndbyggingunni í heild. Abstraktverkin eru til- raun til að skapa framandi rými, umhverfi sem á hvergi sinn líka í raunveruleikanum. Verk Jóhönnu eru allt í senn málverk, teikningar, myndbönd og gjörningar- miðlar sem hún hefur á stuttum ferli tileinkað sér og mótað per- sónulega. Þau mótast af innsæi og spuna því hún reynir að fanga hið óræða sem á sér rætur í eigin hugskoti og í samskiptum á milli fólks. Myndbandsverk Jóhönnu eru draumkennd, full af táknrænum lit, formum og gjörðum. Sviðsettir helgisiðir leiða hugann að hugmyndinni um listamanninn í hlutverki skapara sem gæðir líflaust efni lífi eða sjamanista sem opnar fólki sýn inn í annan heim. Hún seturfram eins konar kerfi og leiðin til upplifunar liggur í gegnum kerfið og inn á svæði sem hún lýsir sem samastað tilfinninga og krafts mann- legrartilveru. Hún leggurmeð áhorfendum í leiðangur þangað og kallar til þess fram leiðendur. Leiðsögumaður eins og sá sem sjá má í málverki hennar vísar veginn um allífið í geómetríu og lit. Viðmót Jóhönnu í myndlist endurspeglar á einhvern hátt svipaða afstöðu og til trúar á æðri máttarvöld; fullvissan um að eitthvað eftirsóknarvert sé til staðar handan skilningarvitanna og að sífelld iðkun og leit muni færa mann nær því. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijós- myndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, ý" umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.