Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 19
RANNSÓKN Kawasaki-sjúkdómur á íslandi 1996-2005, faraldsfræði og fylgikvillar Halla Sif Ólafsdóttir' læknanemi, Gylfi Óskarsson12 læknir, Ásgeir Haraldsson12 læknir ÁGRIP Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga faraldsfræði og fylgi- kvilla Kawasaki-sjúkdóms hjá börnum á íslandi. Efniviður/aðferðir: Afturskyggn rannsókn, frá ársbyrjun 1996 til ársloka 2005. Leitað var að börnum með Kawasaki-sjúkdóm eða óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm. Þeim börnum sem greindust á Landspítala var boðin þátttaka i framhaldsrannsókn með áherslu á langtímaaukaverkanir á hjarta. Niðurstöður: Alls greindust 30 börn með Kawasaki-sjúkdóm á tímabilinu. Nýgengi var 10,7/100.000 hjá börnum <5 ára á ári og kynjahlutfall 2,3:1 (drenginstúlkur). Öll börnin fengu meðferð með mótefnum í æð án alvar- legra fylgikvilla. Miðfjöldi daga frá upphafi veikinda til mótefnagjafar voru 6 dagar (spönn 3-31dagur). (bráðafasa fengu tveir (6,7%) kransæðagúla og víkkun mældist á kransæðum þriggja barna (10%). Enginn sjúklingur lést. Við endurkomu, fjórum til 12 árum eftir veikindin, voru tveir enn með kransæðavíkkun og 6 með míturlokuleka (26%). Ályktanir: Nýgengi og kynjahlutfall var sambærilegt við fyrri íslenska rannsókn og rannsóknirfrá Norðurlöndunum. Fá börn greindust með kransæðabreytingar í bráðafasanum, þær breytingar sem greindust gengu til baka í öllum tilvikum nema tveimur og engir alvarlegir fylgikvillar urðu af þeirra völdum. Horfur barna sem greinast með Kawasaki-sjúkdóm á íslandi eru góðar, en athygli vekur hátt algengi míturlokuleka. Inngangur ’Læknadeild Háskóla (slands,2 Barnaspítala Hringsins, Landspítala. Fyrirspurnir: Ásgeir Haraldsson, asgeir@landspitali. is Greinin barst: 20. septem- ber 2011 - samþykkt til birtingar: 5. janúar 2012. Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Kawasaki-sjúkdómur (einnig nefndur Kawasaki-heil- kenni) er sjálftakmarkandi æðabólgusjúkdómur sem leggst einkum á meðalstórar slagæðar.1-2 Greiningin er klínísk og byggir á greiningarskilmerkjum.3-4 Alvar- leiki sjúkdómsins felst í bráðum áhrifum á hjarta.5 Erfitt getur reynst að greina sjúkdóminn og er oft um útilok- unargreiningu að ræða. Meðal mismunagreininga eru skarlatsótt, mislingar, eiturlost af völdum klasakokka (staphylococcal toxic shock syndrome) og lyfjaútbrot.3-4-6 Greining sjúkdómsins byggist á skilgreindum klín- ískum einkennum og teiknum (tafla I).1'3-7-8 Greiningar- skilmerkin eru hiti, útbrot, tárubólga, slímhúðarbólga, roði og bjúgur á útlimum og eitlastækkanir. Auk grein- ingarskilmerkjanna eru fleiri klínísk teikn og einkenni og breytingar á niðurstöðum blóð- og þvagprufa sem geta fylgt sjúkdómnum.2'4-6 8 Niðurgangur, uppköst, liðverkir og liðbólgur eru dæmi, auk teikna um bólgu í blóðprufum, svo sem hækkað CRP, sökk og aukinn Tafla I. Greiningarskilmerki Kawasaki-sjúkdóms. Hiti I að minnsta kosti 5 daga og fjórir af eftirfarandi 5 þáttum Útlimir Brátt: roði og bjúgur í lófum og iljum Síðkomið: húðflögnun Útbrot Fyrst miðlægt og siðan útlægt Augu Sársaukalaus tárubólga án graftarmyndunar í báðum augum Varir og munnhol Roði og sprungur á vörum, jarðarberjatunga og mikil, dreifð blóðfylla í slimhúð munns og koks Eitlar Eitlastækkanir, oftast á hálsi (a1,5 cm) fjöldi blóðflagna. Hjartaómskoðun getur svo leitt í ljós breytingar á kransæðum sem styður greininguna.1-3-4-9 Sjúkdómnum var fyrst lýst árið 1967 af japanska lækninum Dr. Tomosaku Kawasaki.10-11 Hættulegastir eru hjartakvillarnir, en í upphafi lýsti Kawasaki sjúk- dómnum sem sjálftakmörkuðum og án síðkominna fylgikvilla.1012 Kransæðagúlar eða aðrar kransæða- skemmdir finnast í um fjórðungi þeirra sem ekki fá viðeigandi meðferð. 13 Aðrir sjaldgæfari fylgikvillar eru hjartalokubólga, tímabundin kransæðavíkkun og æðagúlar annars staðar en í hjarta.13 Kawasaki- sjúkdómur í æsku er hugsanlega talinn geta leitt til blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta á fullorðinsaldri, jafnvel þó að ómbreytingar á kransæðum hafi ekki verið til staðar í upphafi!4 Hugtakið óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdómur er notað til að lýsa þeim sjúklingum sem uppfylla færri en 5 af 6 greiningarskilmerkjum.3 Er líður á veikindi koma stundum fram fleiri einkenni Kawasaki-sjúk- dóms.5 Það sem hafa ber í huga er að óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdómur getur, líkt og hefðbundinn, haft alvarlega fylgikvilla í för með sér.3-15 Kawasaki-sjúkdómur finnst í öllum kynþáttum og þjóðernishópum, 80-85% sjúklinga er yngri en 5 ára og sjúkdómurinn er 50% algengari í drengjum en stúlk- um!-2-8-9-12 Hæst er nýgengið í Japan, eða 216,9/100.000 hjá börnum <5 ára (2007-2008) og hefur farið hækk- andi á undanförnum árum.16 Nýgengi á Norðurlönd- unum er á bilinu 3,1-7,2/100.000 hjá börnum <5 ára!7'19 Bólguíferðir í æðum Kawasaki-sjúklinga byrja í æðaholinu og úthjúpnum (adventitia) og mætist síðan LÆKNAblaðið 2012/98 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.