Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 41
BIÐSTOFUR
Myndin sýnir hinar fjórar mismunandi aðstæður
sem viðbrögð voru könnuð við.
Aðstæður 1: Prófun á peim aðstæðum sem
vorufyrir hendi á biðstofu dag- og göngudeildar
krabbameinslækninga við upphaf rannsóknar,
það er hvítir veggir og enginn gróður.
Aðstæður 2: Hvítir veggir oggróðri bætt inn.
Aðstæður 3: Ljósbrúnir veggir og enginn
gróður.
Aðstæður 4: Ljósbrúnir veggir oggróðri bætt
inn á nýjan leik.
Biðstofur
og
heilsufar
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Betri biðstofur er yfirskrift rannsóknar á
biðstofu dag- og göngudeildar krabba-
meinslækninga á Landspítala við Hring-
braut sem fór fram í febrúar á síðastliðnu
ári. Að rannsókninni stóð þverfaglegt
teymi, þau Auður I. Ottesen ritstjóri
og garðyrkjufræðingur, Hulda Þórey
Gísladóttir iðjuþjálfi, Rut Káradóttir innan-
hússarkitekt og Páll Jakob Líndal doktors-
nemi í umhverfissálfræði. Ábyrgðarmaður
rannsóknarinnar var dr. Sigríður Gunn-
arsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs í
krabbameinshjúkrun.
í rannsóknarskýrslunni segir að: „í
rannsóknum á áhrifum umhverfis á fólks
hefur mikið verið litið til sálfræðilegrar
endurheimtar (psychological restoration) sem
skilgreind hefur verið sem endurnýjun
líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar getu
sem hefur minnkað vegna álags við að
mæta kröfum hversdagsins."
I rannsóknarskýrslunni eru tíundaðir
þrír meginþættir í umhverfinu sem rann-
sóknir hafa sýnt að hafa áhrif á líðan
sjúklinga og bata þeirra.
1. Arkitektúr, það er tiltölulega varanlegir
þættir í hönnun umhverfis sem kostar fyrir-
höfn að breyta, svo sem stærð herbergja,
rýmismyndun, staðsetning glugga og þess
háttar.
2. Ytri þættir, svo sem ljós, hitastig, hávaði og
lykt.
3. Fyrirkomulag innanhúss, það er þættir í
hönnun sem tiltölulega auðvelt er að breyta,
svo sem húsgögn, litir, listaverk og plöntur.
í rannsókninni var kannað hvort mat
sjúklinga á líkum þess að upplifa sálfræði-
lega endurheimt yrði jákvæðara ef Iitum
á veggjum biðstofu dag- og göngudeildar
krabbameinslækninga á Landspítala við
Hringbraut yrði breytt og gróðri komið þar
fyrir. Þátttakendur voru 116 (58% konur
og meðalaldur 60 ár), allir í virkri krabba-
meinsmeðferð á þeim tíma sem rann-
sóknin var gerð. Bornar voru saman fjórar
aðstæður (hvítir veggir - enginn gróður;
hvítir veggir - gróður; ljósbrúnir veggir -
enginn gróður; ljósbrúnir veggir - gróður).
Niðurstöður sýndu að breytingarnar höfðu
engin áhrif á karla en gróður hafði bein
jákvæð áhrif á mat kvenna á líkum þess
að upplifa endurheimt. Þegar hrifningu og
fjarveru var bætt inn í líkanið sem miðlun-
arbreytum, kom í ljós að báðar breyturnar
miðluðu áhrifum gróðurs á mat kvenna
á líkum þess að upplifa endurheimt. Fjar-
vera miðlaði einnig áhrifum vegglitar á
mat kvenna. Niðurstöðurnar sýndu einnig
að konur, í samanburði við karla, telja
umhverfið síður henta til sálfræðilegrar
endurheimtar.
Byggt á visindalegum grunni
Læknablaðið ræddi við Pál Jakob Líndal er
stundar doktorsnám í umhverfissálfræði
við háskólann Sydney í Ástralíu og bað
hann að gera grein fyrir hugmyndunum er
liggja að baki rannsókninni.
„Aðdragandi þessa verkefnis var viðtal
er birtist í Morgunblaðinu í febrúar 2009 við
dr. Elísabetu Hjörleifsdóttur lektor í hjúkr-
unarfræði við Háskólann á Akureyri, en
hún var að segja frá niðurstöðum doktors-
verkefnis síns þar sem meðal annars kom
fram að sjúklingum í krabbameinsmeð-
ferð á Landspítalanum þótti umhverfi
stofnunarinnar gera meðferðina erfiðari
en ella. Þetta átti reyndar sérstaklega við
um konur í krabbameinsmeðferð. Þetta
viðtal vakti athygli Auðar I. Ottesen sem
setti fram þá hugmynd á stofnfundi sam-
takanna Umhverfi og vellíðunar í mars
2009, hvort samtökin gætu ekki tekið að
sér að bæta umhverfi krabbameinsdeildar-
innar. Þetta varð síðan til þess að þetta
verkefni fór af stað. Það gekk mjög vel að
vinna hugmyndinni fylgi og okkur var
tekið mjög vel af yfirstjórn spítalans. Ýmsir
aðilar voru fúsir til að styrkja verkefnið og
það stóð alveg undir kostnaði. Strax í upp-
hafi ákváðum við að byggja nálgun okkar
algjörlega á vísindalegum grunni, það er
að nýta þær fjölmörgu rannsóknarniður-
stöður og kenningar innan umhverfissál-
fræðinnar sem til eru. Það er í samræmi
við markmið samtakanna Umhverfi og
vellíðunar að þessi nálgun sé notuð meira
en gert er við hönnun og skipulag bygg-
inga og umhverfis."
Páll Jakob segir að einmitt vegna þess
að rannsóknin var gerð eftir vísindalegri
forskrift hafi breytingar á biðstofunni ekki
verið jafn miklar og annars hefði mátt
ætla. „Til að geta haldið utan um sértæk
áhrif gróðurs og vegglitar og gert á þeim
tölfræðilega útreikninga var mikilvægt
að hafa breytingarnar hófstilltar. Of viða-
miklar breytingar á sama tíma hefðu gert
tölfræðilega úrvinnslu mjög flókna, ef ekki
ómögulega, og í framhaldinu hefði enginn
haft hugmynd um hvaða hlutir væru að
LÆKNAblaðið 2012/98 113