Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2012, Side 34

Læknablaðið - 15.02.2012, Side 34
RANNSOKN Tafla V. Tuttugu hættulegustu vegarkaflar landsins utan þéttbýlis 2007-2010. Vegur Landsvæði Leið Raðtala per km. sjá töflu III Raðtala per millj. sjá töflu IV 1. Neskaupstaður - Stöðvarfjörður Austurland Oddsskarð 10 8 2. Stykkishólmur - Hellissandur Vesturland Snæfellsnes 14 5 3. Þingeyri - Súðavik Vestfirðir Vestfjarðagöng 17 4 4. Seyðisfjörður - Reyðarfjörður Austurland Fjarðarheiði, Fagridalur 8 14 5.-6. Stykkishólmur - Búðardalur Vesturland Skógarströnd 26 2 5.-6. Blönduós - Varmahlíð Norðurland Vatnsskarð 9 19 7. Varmahlíð - Akureyri Norðurland Öxnadalsheiði 6 23 8. Stokkseyri - Grindavík Suðurland Herdísarvik 19 11 9.-10. Borgarnes - Stykkishólmur Vesturland Vatnaleið 12 20 9.-10. Laugarvatn - Eyrarbakki Suðurland 4 28 11. Selfoss - Reykjavík Suðvesturland 2 33 12. Þórshöfn - Vopnafjörður Austurland Sandvíkurheiði 36 1 13.-14. Dettifoss (afleggjari) - Egilsstaðir Austurland 21 16 13.-14. Djúpivogur- Höfn Austurland Hringvegur 27 10 15. Staðarskáli - Blönduós Norðurland ... 7 32 16.-17. Reykjavík - Borgarnes Suðvesturland Hvalfjarðargöng 3 37 16.-17. Brjánslækur - Patreksfjörður - Bíldudalur Vestfirðir Kleifaheiði, Hálfdán 33 7 18.-19. Egilsstaðir- Djúpivogur Austurland Öxi 30 12 18.-19. Hafnarfjörður - Keflavík Suðvesturland 1 41 20. Jökulsárlón - Skaftafell Suðurland ... 25 18 vegamótum Súgandafjarðarvegar að afleggjaranum til Flateyrar í Önundarfirði. Slysatíðustu vegarkaflar utan þéttbýlis Tafla IV sýnir þá 20 vegarkafla utan þéttbýlis þar sem flest slys urðu á hverja milljón ekna kílómetra á tímabilinu 2007-2010. Þar má sjá að fjórir kaflar á Austurlandi eru meðal þeirra 10 slysatíðustu; frá Þórshöfn á Langanesi suður til Vopnafjarðar, frá Vopnafirði að hringveginum um Hellisheiði eystri annars vegar og um Vopna- fjarðarheiði hins vegar, frá Neskaupstað til Stöðvarfjarðar um Oddsskarð og Fáskrúðsfjarðargöng og frá Djúpavogi til Hafnar í Hornafirði um Þvottárskriður og Almannaskarðsgöng. Þrír kaflar á Vestfjörðum eru meðal þeirra 10 þar sem slysa- tíðnin er mest miðað við umferð; milli Þingeyrar og Súðavíkur um Gemlufallsheiði og Vestfjarðagöng, frá Brjánslæk til Þingeyrar um Helluskarð, Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði og frá Brjánslæk til Bíldudals um Kleifaheiði og Hálfdán. Á Vesturlandi eru tveir kaflar í þessum hópi, frá Búðardal að Stykkishólmi um Skógar- strönd og frá Stykkishólmi að Hellissandi. Loks urðu allmörg slys á hverja milljón ekna kílómetra milli Kópaskers og Þórshafnar um Öxarfjarðarheiði. Meðal 20 slysatíðustu vegarkaflanna miðað við umferð eru til viðbótar fimm kaflar á Austurlandi, tveir á Suður- landi, tveir á Vesturlandi og einn á Norðurlandi. Hættulegustu vegarkaflar landsins utan þéttbýlis Tíðni slysa á hverja milljón ekna kílómetra sýndi marktækt nei- kvæða fylgni við umferðarþunga (r:-0,48, p<0,001) en jafnframt marktækt neikvæða fylgni við fjölda slysa á hvern kílómetra vega (r:-0,25, p=0,049). Vegarkaflarnir reyndust því marktækt öruggari fyrir einstaka vegfarendur eftir því sem heildarumferð og heildar- fjöldi slysa var meiri. Þetta neikvæða samband skýrist af lágri slysatíðni á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi að Selfossi og Vestur- landsvegi að Borgarnesi, enda þótt heildarfjöldi slysa hafi verið mikill, því þegar þessum þremur vegarköflum var sleppt fékkst ekki marktækt samband milli slysafjölda og slysatíðni. Tafla V sýnir 20 hættulegustu vegarkaflana utan þéttbýlis þegar miðað var við meðaltöl raðtalna fyrir bæði fjölda og tíðni slysa. Vegurinn milli Neskaupsstaðar og Stöðvarfjarðar um Odds- skarð og Fáskrúðsfjarðargöng reyndist samkvæmt þessu líkani hættulegasti vegur landsins, en hann var í 10. sæti yfir þá vegi þar sem flest slys verða á hvern km vegar og 8. sæti yfir þá kafla þar sem flest slys verða á milljón ekna km. í öðru sæti var vegurinn frá Hellissandi að Stykkishólmi á Vesturlandi en vegurinn frá Þingeyri til Súðavíkur á Vestfjörðum um Gemlufallsheiði og Vest- fjarðagöng í þriðja sæti. í fjórða sæti var kaflinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar um Fjarðarheiði og Fagradal. Samkvæmt þessari aðferð raðast bæði kaflinn frá Stykkishólmi að Búðardal og kaflinn frá Blönduósi að Varmahlíð í 5.-6. sæti. Fyrr- nefndi kaflinn raðast svo hátt vegna slysatíðni, eða fjölda slysa á hverja milljón ekna kílómetra, en sá síðarnefndi vegna slysafjölda eða fjölda slysa á hvern kílómetra vegar. Kaflinn frá Varmahlíð til Akureyrar var í 7. sæti, frá Stokkseyri til Grindavíkur í 8. sæti en frá Borgarnesi að Stykkishólmi og frá Laugarvatni að Eyrarbakka í 9.-10. sæti. Meðal 20 hættulegustu vegarkaflanna eru til viðbótar fjórir kaflar á Austurlandi, þrír á Suðurvesturlandi og einn á Norður- landi, Vesturlandi og Suðurlandi. Suðurlandsvegur frá Reykjavík að Selfossi var í öðru sæti yfir slysahæstu vegi landsins en í 33. 106 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.