Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 34
RANNSOKN Tafla V. Tuttugu hættulegustu vegarkaflar landsins utan þéttbýlis 2007-2010. Vegur Landsvæði Leið Raðtala per km. sjá töflu III Raðtala per millj. sjá töflu IV 1. Neskaupstaður - Stöðvarfjörður Austurland Oddsskarð 10 8 2. Stykkishólmur - Hellissandur Vesturland Snæfellsnes 14 5 3. Þingeyri - Súðavik Vestfirðir Vestfjarðagöng 17 4 4. Seyðisfjörður - Reyðarfjörður Austurland Fjarðarheiði, Fagridalur 8 14 5.-6. Stykkishólmur - Búðardalur Vesturland Skógarströnd 26 2 5.-6. Blönduós - Varmahlíð Norðurland Vatnsskarð 9 19 7. Varmahlíð - Akureyri Norðurland Öxnadalsheiði 6 23 8. Stokkseyri - Grindavík Suðurland Herdísarvik 19 11 9.-10. Borgarnes - Stykkishólmur Vesturland Vatnaleið 12 20 9.-10. Laugarvatn - Eyrarbakki Suðurland 4 28 11. Selfoss - Reykjavík Suðvesturland 2 33 12. Þórshöfn - Vopnafjörður Austurland Sandvíkurheiði 36 1 13.-14. Dettifoss (afleggjari) - Egilsstaðir Austurland 21 16 13.-14. Djúpivogur- Höfn Austurland Hringvegur 27 10 15. Staðarskáli - Blönduós Norðurland ... 7 32 16.-17. Reykjavík - Borgarnes Suðvesturland Hvalfjarðargöng 3 37 16.-17. Brjánslækur - Patreksfjörður - Bíldudalur Vestfirðir Kleifaheiði, Hálfdán 33 7 18.-19. Egilsstaðir- Djúpivogur Austurland Öxi 30 12 18.-19. Hafnarfjörður - Keflavík Suðvesturland 1 41 20. Jökulsárlón - Skaftafell Suðurland ... 25 18 vegamótum Súgandafjarðarvegar að afleggjaranum til Flateyrar í Önundarfirði. Slysatíðustu vegarkaflar utan þéttbýlis Tafla IV sýnir þá 20 vegarkafla utan þéttbýlis þar sem flest slys urðu á hverja milljón ekna kílómetra á tímabilinu 2007-2010. Þar má sjá að fjórir kaflar á Austurlandi eru meðal þeirra 10 slysatíðustu; frá Þórshöfn á Langanesi suður til Vopnafjarðar, frá Vopnafirði að hringveginum um Hellisheiði eystri annars vegar og um Vopna- fjarðarheiði hins vegar, frá Neskaupstað til Stöðvarfjarðar um Oddsskarð og Fáskrúðsfjarðargöng og frá Djúpavogi til Hafnar í Hornafirði um Þvottárskriður og Almannaskarðsgöng. Þrír kaflar á Vestfjörðum eru meðal þeirra 10 þar sem slysa- tíðnin er mest miðað við umferð; milli Þingeyrar og Súðavíkur um Gemlufallsheiði og Vestfjarðagöng, frá Brjánslæk til Þingeyrar um Helluskarð, Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði og frá Brjánslæk til Bíldudals um Kleifaheiði og Hálfdán. Á Vesturlandi eru tveir kaflar í þessum hópi, frá Búðardal að Stykkishólmi um Skógar- strönd og frá Stykkishólmi að Hellissandi. Loks urðu allmörg slys á hverja milljón ekna kílómetra milli Kópaskers og Þórshafnar um Öxarfjarðarheiði. Meðal 20 slysatíðustu vegarkaflanna miðað við umferð eru til viðbótar fimm kaflar á Austurlandi, tveir á Suður- landi, tveir á Vesturlandi og einn á Norðurlandi. Hættulegustu vegarkaflar landsins utan þéttbýlis Tíðni slysa á hverja milljón ekna kílómetra sýndi marktækt nei- kvæða fylgni við umferðarþunga (r:-0,48, p<0,001) en jafnframt marktækt neikvæða fylgni við fjölda slysa á hvern kílómetra vega (r:-0,25, p=0,049). Vegarkaflarnir reyndust því marktækt öruggari fyrir einstaka vegfarendur eftir því sem heildarumferð og heildar- fjöldi slysa var meiri. Þetta neikvæða samband skýrist af lágri slysatíðni á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi að Selfossi og Vestur- landsvegi að Borgarnesi, enda þótt heildarfjöldi slysa hafi verið mikill, því þegar þessum þremur vegarköflum var sleppt fékkst ekki marktækt samband milli slysafjölda og slysatíðni. Tafla V sýnir 20 hættulegustu vegarkaflana utan þéttbýlis þegar miðað var við meðaltöl raðtalna fyrir bæði fjölda og tíðni slysa. Vegurinn milli Neskaupsstaðar og Stöðvarfjarðar um Odds- skarð og Fáskrúðsfjarðargöng reyndist samkvæmt þessu líkani hættulegasti vegur landsins, en hann var í 10. sæti yfir þá vegi þar sem flest slys verða á hvern km vegar og 8. sæti yfir þá kafla þar sem flest slys verða á milljón ekna km. í öðru sæti var vegurinn frá Hellissandi að Stykkishólmi á Vesturlandi en vegurinn frá Þingeyri til Súðavíkur á Vestfjörðum um Gemlufallsheiði og Vest- fjarðagöng í þriðja sæti. í fjórða sæti var kaflinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar um Fjarðarheiði og Fagradal. Samkvæmt þessari aðferð raðast bæði kaflinn frá Stykkishólmi að Búðardal og kaflinn frá Blönduósi að Varmahlíð í 5.-6. sæti. Fyrr- nefndi kaflinn raðast svo hátt vegna slysatíðni, eða fjölda slysa á hverja milljón ekna kílómetra, en sá síðarnefndi vegna slysafjölda eða fjölda slysa á hvern kílómetra vegar. Kaflinn frá Varmahlíð til Akureyrar var í 7. sæti, frá Stokkseyri til Grindavíkur í 8. sæti en frá Borgarnesi að Stykkishólmi og frá Laugarvatni að Eyrarbakka í 9.-10. sæti. Meðal 20 hættulegustu vegarkaflanna eru til viðbótar fjórir kaflar á Austurlandi, þrír á Suðurvesturlandi og einn á Norður- landi, Vesturlandi og Suðurlandi. Suðurlandsvegur frá Reykjavík að Selfossi var í öðru sæti yfir slysahæstu vegi landsins en í 33. 106 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.