Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 21
RANNSÓKN 35 30 - 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Ar Mynd 2. Nýgengi Kawasaki-sjúkdóms á íslandi lijá börnum <5 ára 2996-2005. efnagjöf var marktækt meiri hjá þeim sem voru með víkkun eða æðagúl (p=0,005) en ekki hjá þeim sem voru með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm (p=0,41)- Miðfjöldi legudaga voru fjórir dagar (spönn 2-35 dagar). Við ómskoðun af hjarta sáust ómbreytingar hjá tveimur þriðju barnanna. Af þeim sem voru með óhefðbundinn Kawasaki-sjúk- dóm var ómskoðunin óeðlileg hjá fjórum af fimm (80%), en hjá 11 af 25 (64%) af þeim sem voru með hefðbundinn sjúkdóm. Al- gengast var ómríki í hægri kransæð og vökvi í gollurshúsi, hvort tveggja sást hjá 11 börnum. Kransæðavíkkun fannst hjá 5 (16,7%), þar af voru tveir með æðagúla (tafla II). Af þeim sem voru með víkkun voru fjórir af fimm drengir. Gúlarnir voru 5-6 millimetrar í þvermál. Miðaldur þessara sjúklinga var lægri en miðaldur heild- arinnar, eða 11 mánuðir (2-38 mánuðir), en ekki marktækt (P=0,06). Sjö af 30 (23%) voru með míturlokuleka. Aðrir algengir fylgikvillar voru lifrarbólga, liðbólgur og gallblöðrubólga. Af 27 börnum sem greindust á Landspítala þáðu 23 boð um endurkomu fjórum til 12 árum eftir upphaflegu veikindin á göngudeild Barnaspítala Hringsins (85,2%). Börnin voru á aldurs- bilinu 6 ára til tvítugs. A heildina litið var þetta frískur hópur barna. Blóð var dregið hjá 17 börnum. Niðurstöður blóðrannsókna voru metnar eðlilegar hjá öllum. 100 Mynd 3. Fjöldi barna með Kawasaki-sjúkdóm sem uppfylltu Imert greiningar- skilmerki. Tafla II. Niðurstöður hjartaómunar. Hjartaómun Við greiningu Við eftirfylgd Eðlileg 10/30 15/23 Ómríki 10/30 0/23 Víkkun á kransæð/-æðum 3/30 2/23 Kransæðagúll/-gúlar 2/30 0/23 Ósæðarlokuleki 0/30 0/30 Gollurshúsvökvi 11/30 0/23 Míturlokuleki 7/30 6/23 Börnin voru öll ómskoðuð. Tvö voru með breytingar á krans- æðum sem rekja má til sjúkdómsins. Annað var með víkkun á hægri kransæð (3,6 mm) og eru þetta einu leifarnar af fjórum kransæðagúlum. í hinu tilvikinu var um víkkun á vinstri kransæð (4,2 mm) að ræða, víkkun sem myndaðist við upphaflegu veik- indin. Sex voru með míturlokuleka (26,1%), þrjú af þeim voru með míturlokuleka í upphaflegu veikindunum en hin ekki (tafla II). Öll 6 voru með vægan míturlokuleka (gráðu 1 á skalanum 1-3) án stækkunar á vinstri gátt. Umræður Nýgengi Kawasaki-sjúkdóms árin 1996-2005 er sambærilegt við fyrri íslenska rannsókn og rannsóknir á Norðurlöndunum.6-17-19 Ef eingöngu eru skoðaðir þeir sjúklingar sem greindust með hefð- bundinn Kawasaki-sjúkdóm var nýgengið 8,8/100.000, sem er mjög nærri því sem það var á tímabilinu 1979-1997, en þá var það 8,5/100.000.6 Við sjáum því ekki þá aukningu sem orðið hefur á síðastliðnum árum í Japan og Englandi16-24 og varð í Danmörku á 10. áratugnum.17 Við mat á uppfylltum greiningarskilmerkjum var miðað við skilmerki sem Amerísku hjartasamtökin (American Heart As- soctiation) hafa gefið út.4 í rannsókninni voru 5 (17%) með óhefð- bundinn Kawasaki-sjúkdóm. Nokkrir þættir einkenndu þessa sjúklinga. Þeir fengu seinna meðferð og ómskoðun var eðlileg hjá aðeins einum af 5. Bólgumerki í blóðprufum voru hærri hjá sjúk- lingum með óhefðbundinn sjúkdóm og hafa eflaust verið notuð til stuðnings greiningunni þegar hún var óljós. Allir 5 svöruðu mótefnagjöfinni vel. Ekki eru margar rannsóknir sem við vitum um þar sem sér- staklega hafa verið athugaðir þeir sem greinast með óhefðbund- inn Kawasaki-sjúkdóm. Sjúklingar með óhefðbundinn Kawasaki- sjúkdóm geta fengið alvarlega fylgikvilla sjúkdómsins eins og þeir sem greinast með hefðbundið form.3-15 Því er mikilvægt að hafa börn með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm með í rannsóknum sem þessum. Staðreyndin er einnig sú að greiningarskilmerki sjúkdómsins eru nokkurn tíma að koma fram.5 Þarf því að vega og meta mikilvægi þess að hefja meðferð snemma til að koma í veg fyrir fylgikvilla og hættuna á ofgreiningu í einhverjum til- fellum. Enn annað sem undirstrikar mikilvægi þess að hafa þessa sjúklinga með, er að meinafræðilegar breytingar í börnum sem fá óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm eru ógreinanlegar frá þeim sem sjást í hefðbundnum Kawasaki-sjúkdómi.25 LÆKNAblaðið 2012/98 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.