Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 35
RANNSÓKN
sæti hvað slysatíðni miðað við umferð varðar og raðast því hér í
11. sæti. Vesturlandsvegur frá Reykjavík að Borgarnesi er í 16.-17.
sæti sem 3. slysahæsti vegurinn en 37. slysatíðasti vegurinn miðað
við umferð. Loks er Reykjanesbrautin í fyrsta sæti yfir fjölda slysa
á hvern km en í 41. sæti af 45 vegköflum á lista yfir tíðni umferðar-
slysa á hverja milljón ekna km og raðast því hér í 11. sæti.
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að flest umferðarslys
verða á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar
eru þeir jafnframt með öruggustu vegum landsins þegar litið er
til slysatíðni miðað við umferð. í þessu felst sú þversögn að hægt
er að fækka slysum mest með því að auka umferðaröryggi þar
sem það er nú þegar mest. Þannig hafa ýmsir aðilar krafist þess
að samgöngubætur á suðvesturhorni landsins njóti forgangs um-
fram aðrar brýnar framkvæmdir í samgöngumálum sem lækkað
geta slysatíðni og bætt lífskjör í öðrum landshlutum.J Slíkt gæti
þó aukið á misrétti í umferðaröryggi eftir landshlutum þar sem
slysatíðnin er hærri utan höfuðborgarsvæðisins.
Þessi vandi er sambærilegur þeim sem komið hefur upp í um-
ræðum um niðurskurð í heilbrigðismálum. Heilbrigðiskerfi lands-
ins er fullkomnast í Reykjavík og íbúar höfuðborgarsvæðisins
hafa aðgang að betri heilbrigðisþjónustu en þeir sem búa í öðrum
landshlutum. Engu að síður hefur niðurskurður í heilbrigðiskerf-
inu oft beinst að minni heilbrigðisstofnunum þar sem þjónustan
er þegar mun minni en í mesta þéttbýlinu.17'18 Skilyrðislaus krafa
um hagræðingu getur því aukið á þann ójöfnuð í heilbrigðisþjón-
ustu sem þegar er til staðar milli landsvæða.
Athygli vekur að þeir þrír vegir á suðvesturhorni landsins þar
sem flest slys verða eru engu að síðar meðal öruggustu vega fyrir
vegfarendur. Þannig verða aðeins 0,7 slys á hverja milljón ekna
km milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, 0,8 slys milli Reykjavíkur
og Borgarness um Hvalfjarðargöng og 0,9 á hverja milljón ekna
km milli Reykjavíkur og Selfoss um Hellisheiði. Þá er slysatíðni á
helstu umferðaræðum frá Akureyri tiltölulega lág.
A síðustu misserum hefur verið lögð áhersla á svonefnda „núll-
sýn" umferðaröryggis þar sem stefnt er að engum umferðarslys-
um. Sé litið á umferðaröryggi út frá forsendum lýðheilsu er brýn-
ast að draga úr fjölda slysa á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi allt
að Hvolsvelli og Vesturlandsvegi norður yfir heiðar til Akureyrar,
og helstu vegum á Mið-Austurlandi. Út frá öryggi einstaklinga er
hins vegar nauðsynlegt að huga sérstaklega að fáfarnari vegum á
norðausturhorni landsins, frá Kópaskeri og austur á Hérað, norð-
anverðu Snæfellsnesi og öllum helstu vegum á sunnanverðum og
norðanverðum Vestfjörðum, frá Brjánslæk að Súðavík. Hér er þó
rétt að hafa í huga að þessi rannsókn náði hvorki til fjölfarinna
vega í þéttbýli né fáfarinna vega í mesta dreifbýlinu.
Ein leið til að takast á við þetta verkefni er að veita auknu fjár-
magni í þágu umferðaröryggis annars vegar til að fækka slysum
þar sem þau eru flest en hins vegar til að auka öryggi þar sem
slysahætta er mest. Önnur leið er að forgangsraða með tilliti til
beggja þátta í senn með sama vægi, líkt og gert var í þessari rann-
sókn, en samkvæmt því eru helstu vegir á Mið-Austurlandi og
norðanverðum Vestfjörðum, hringvegurinn frá Blönduósi til Ak-
ureyrar og þjóðvegurinn á norðanverðu Snæfellsnesi, frá Hellis-
sandi að Búðardal, efst á forgangslistanum. Með því að gefa fjölda
og tíðni slysa mismikið vægi mætti vitaskuld breyta þessum lista
ýmist í þágu mesta þéttbýlis eða mesta dreifbýlis. Einnig er rétt
að hafa í huga að góður vegur getur leitt til aukins umferðarhraða
og til að fækka slysum á slíkum vegum gæti verið þörf á hraða-
myndavélum og aukinni löggæslu fremur en frekari vegabótum.
Þó verður að hafa í huga að umferðaröryggi er aðeins einn þeirra
þátta sem máli skipta við forgangsröðun samgönguframkvæmda.9
Þannig er vegurinn frá Bjarkalundi að Brjánslæk á sunnanverðum
Vestfjörðum til dæmis sá vegarkafli þar sem næstfæst slys verða á
hvern km og hann er jafnframt aðeins í 21. sæti yfir þá vegarkafla
þar sem slysatíðnin var mest. Engu að síður er hér um að ræða eina
illfærustu leiðina á þjóðvegum landsins og þótt slysum fækki og
slysatíðni lækki við slíkar aðstæður, virðist augljóst að úrbóta sé
þörf sem ekki snúast eingöngu um aukið umferðaröryggi.
Þakkir
Þakkir eru færðar Ágústi Mogensen hjá Rannsóknarnefnd um-
ferðarslysa, Friðleifi Inga Brynjarssyni hjá Vegagerðinni og Gunn-
ari Geir Gunnarssyni hjá Umferðarstofu.
Heimildir
1. Landsbjörg. Banaslys 2011. landsbjorg.is - desember 2011
2. Slysaskrá. Fjöldi slysa eftir tegund 2009. Landlæknis-
embættið, landlaeknir.is - júlí 2011.
3. Gunnarsson GG, Þorsteinsdóttir KB, Jónsdóttir Þ.
Umferðarslys á íslandi 2010. Umferðarstofa 2011.
4. Stjómvöld stefna á núllsýn. Umferðarstofa, us.is - október
2011.
5. Greinargerð faghóps Háskólans á Akureyri vegna sam-
gönguáætlunar 2011-22. Háskólinn á Akureyri 2011.
6. Gedeborg R, Thiblin I, Byberg L, Melhus H, Lindback J,
Michaelsson K. Population density and mortality among
individuals in motor vehicle crashes. Injury Prevention
2010; 16: 302-8.
7. Goldstein G, Clark DE, Travis LL, Haskins AE. Explaining
regional disparities in traffic mortality by decomposing
conditional probabilities. Injury Prevention 2011; 17:84-90.
8. Zwerling C, Peek AC, Whitten PS, Choi SW, Sprince NL,
Jones MP. Fatal motor vehicle crashes in mral and urban
areas: decomposing rates into contributing factors. Injury
Prevention 2005; 11: 24-8.
9. Valdimarsson H. Sjúkraflutningar í dreifbýli: athugun á
sjúkraflutningum á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar
á Kirkjubæjarklaustri á sjö ára tímabili. Læknablaðið 1997;
83: 581-7.
10. Gunnarsson B, Svavarsdóttir H, Dúason S, Magnúsdóttir
HK. Sjúkraflutningar í dreifbýli. Læknablaðið 2007; 93:
359-63.
11. Alvarleg umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu. Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa 2009. mu.is/Files/
Skra_0036752.pdf. - október 2011
12. Útafakstur og veltur, djúpgreining. Rannsóknamefnd
umferðarslysa 2007. mu.is/Files/Skra_0032393.pdf. októ-
ber 2011
13. Umferðarslys erlendra ferðamanna 2006 til 2010.
Rannsóknamefnd umferðarslysa, 2011. rnu.is/Files/
Skra_0048184.pdf. október 2011
14. Skert ökuhæfni vegna veikinda - Vamaðarskýrsla
vegna umferðarslysa af völdum veikinda ökumanna.
Rannsóknamefnd umferðarslysa 2007. mu.is/Files/
Skra_0023350.pdf. - nóvember 2011
15. Vegaskrá - kaflaskipt. Vegagerðin 2011. vegagerdin.is/
vegakerfid/vegaskra/. - nóvember 2011
16. Slys á þjóðvegum landsins 2007-2011. Umferðarstofa,
2011. Óbirt gögn.
17. Gísladóttir DH, Hermannsson K. Efnahags- og samfélags-
leg áhrif fyrirhugaðs niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða - áætluð nettóáhrif á afkomu ríkissjóðs,
víðtækari afleiðingar og áhrif á svæðisbundna þróun.
Grasrótarhópur á norðanverðum Vestfjörðum, 2010. isaf-
jordur.is/utgefid_efni/ymislegt/skra/270/. - nóvember
2011
18. Frumvarp til fjárlaga 2012. Alþingi 2011.
LÆKNAblaðið 2012/98 107
L