Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
Tafla I. Skipting þátttakenda milli íþróttagreina, n (%).
(þróttagrein Allir Karlar Konur
Handknattleikur 42 (40) 29 (41) 13(37)
Knattspyrna 28 (27) 23 (33) 5(14)
Körfuknattleikur 15(14) 7(10) 8(23)
Sund 7(7) 4(6) 3(9)
Hlaup 7(7) 4(6) 3(9)
Íshokkí 5(5) 3(4) 2(6)
Badminton 1 0) 0(0) 1 (3)
Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka þörf fyrir skim-
un, samkvæmt ráðleggingum ESC, á ungum íslenskum keppnis-
íþróttamönnum, í því skyni að móta leiðbeiningar fyrir lækna og
íþróttaforystuna til þess að draga úr hættu á skyndidauða. Þessu
markmiði má skipta í þrennt: 1) Að kanna tíðni áhættuþátta í
sjúkrasögu, hjartaskoðun og hjartalínuriti. 2) Að skoða í hve mörg-
um tilvikum er þörf á frekari rannsóknum, svo sem þrekprófi,
hjartaómskoðun, tölvusneiðmyndatöku eða segulómskoðun. 3)
Að meta kostnað og umfang slíkrar skimunar til að geta skipulagt
umfangsmeiri skimanir í framtíðinni.
Efniviður og aðferðir
Þýði rannsóknarinnar var íslenskt íþróttafólk á aldrinum 18-
35 ára sem stundar keppnisíþróttir sem fela í sér mikla líkam-
lega áreynslu. Tekið var slembiúrtak íþróttafólks úr eftirtöldum
íþróttagreinum: Frjálsíþróttum (hlauparar í millivegalengda- og
langhlaupum), sundi (sundfólk í millivegalengda- og langsund-
um, 800 og 1500 m), íshokkí, knattspyrnu, handknattleik, körfu-
knattleik og badminton. í öllum tilvikum var um að ræða íþrótta-
fólk úr meistaraflokki eða efsta keppnisþrepi sinnar greinar hér
á landi. Iðkendalistar voru fengnir hjá íþrótta- og Ólympíusam-
bandi íslands og var skipting þýðisins milli íþróttagreina látin
endurspegla iðkendafjölda hverrar greinar á landsvísu. Skiptingu
þátttakenda milli íþróttagreina má sjá í töflu 1.
Framkvæmd rannsóknarinnar var með þeim hætti að 300
íþróttamönnum var sent kynningarefni í pósti og þeim boðið að
taka þátt í rannsókninni með því að mæta í skimun. Alls þáðu
105 íþróttamenn boðið (70 karlar og 35 konur) og veittu upplýst
samþykki sitt fyrir þátttöku í rannsókninni. Skimunin fór fram
í Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, Kópavogi og fólst hún í töku
sjúkrasögu, nákvæmri hjartaskoðun hjartalæknis eftir gátlista,
töku hjartalínurits og túlkun þess eftir gátlista, ásamt því að fram-
kvæmd var hjartaómskoðun ef fram komu áhættuþættir í ættar-
sögu, hjartaskoðun eða hjartalínuriti.
Byrjað var á því að leggja spurningalista fyrir þátttakendur þar
sem spurt var út í ættarsögu, heilsufarssögu, núverandi sjúkdóma
og sjúkdómseinkenni. Þessir spurningalistar byggjast á leiðbein-
ingum ESC og eru þeir sömu og hafa verið notaðir við skimun
sænskra íþróttamanna.
Tekið var 12-leiðslu hjartalínurit (MAC 5500, GE Healthcare) í
hvíld. Við greiningu hjartalínurita var stuðst við ESC-staðla fyrir
greiningu/flokkun hjartarita.2
Hjartalínurit flokkaðist sem greinilega óeðlilegt ef eitthvert
eftirtalinna atriða var til staðar: Útslög R- eða S-bylgna a35 mm
í einhverri leiðslu; Q-bylgjur a4 mm til staðar í tveimur eða fleiri
leiðslum; endurskautunarmynstur með viðsnúnum T-bylgjum a2
mm til staðar í tveimur eða fleiri leiðslum; vinstra greinrofsmynst-
ur; augljós vinstri (s-30°) eða hægri (all0°) öxull; Wolff-Parkinson-
White-mynstur.
Hjartalínurit flokkaðist sem lítilsháttar óeðlilegt ef eitthvert
eftirtalinna atriða var til staðar: Útslög R- eða S-bylgna 30-34 mm í
einhverri leiðslu; Q-bylgjur af stærð 2-3 mm til staðar í tveimur eða
fleiri leiðslum; endurskautunarmynstur með flötum, viðsnúnum
eða sérstaklega háum (&15 mm) T-bylgjum til staðar í tveimur eða
fleiri leiðslum; óeðlilegt R-mynstur í framveggsleiðslum; hægra
greinrofsmynstur (RSR-mynstur a0,12 s í leiðslum V, og V2);
stækkun hægri gáttar (P-bylgjur a2,5 mm í leiðslum II, III eða V,);
stækkun vinstri gáttar (lengd, jákvæð P-bylgja í leiðslu II og/eða
djúp, lengd, neikvæð P-bylgja í V,); stutt PR-bil (s0,12 s).
Hjartalínurit flokkaðist sem nánast eðlilegt ef eitthvert eftir-
talinna atriða var til staðar: Langt PR-bil (>0,2 s); útslög R- eða-S
bylgna 25-29 mm í einhverri leiðslu; ST-hækkun (a2 mm) í fleiri
en tveimur leiðslum; ófullkomið hægra greinrofsmynstur (RSR-
mynstur <0,12 s í leiðslum V^ og V,); hægur hjartsláttur (<60 slög
á mínútu).
Framkvæmd var skoðun hjartalæknis, Axels F. Sigurðssonar,
samkvæmt leiðbeiningum ESC3 þar sem sérstaklega var hlustað
eftir óhljóðum, slagæðapúlsar skoðaðir og blóðþrýstingur mældur
á upphandlegg.
Hjartaómskoðanir (Vivid-I, GE Healthcare) voru framkvæmdar
af sérþjálfuðum ómtækni og túlkaðar af sama hjartalækni, sam-
kvæmt leiðbeiningum American Society of Echocardiography og
ESC.6
Hjartaómskoðun flokkaðist sem greinilega óeðlileg ef eitthvert
eftirtalinna skilmerkja var til staðar: Hjá körlum: Þykkt vinstri
slegils al4 mm, þvermál vinstri slegils við lok hlébils a64 mm,
þvermál hægri slegils við lok hlébils a38 mm, framfall míturloku,
tveggja blaða ósæðarloka, röng upptök kransæða. Hjá konum:
Þykkt vinstri slegils al3 mm, þvermál vinstri slegils við lok hlébils
a58 mm, þvermál hægri slegils við lok hlébils a38 mm, framfall
míturloku, tveggja blaða ósæðarloka, röng upptök kransæða.
Hjartaómskoðun flokkaðist sem lítilsháttar óeðlileg ef eitthvert
eftirtalinna atriða var til staðar: Hjá körlum: Þykkt vinstri slegils
11-13 mm, þvermál vinstri slegils við lok hlébils 60-63 mm, þver-
mál hægri slegils við lok hlébils 34-37 mm, mesta þvermál vinstri
gáttar >41 mm. Hjá konum: Þykkt vinstri slegils 10-12 mm, þver-
mál vinstri slegils við lok hlébils 54-57 mm, þvermál hægri slegils
við lok hlébils 34-37 mm, mesta þvermál vinstri gáttar >39 mm.
Hjartaómskoðun flokkaðist sem nánast eðlileg ef öll eftirtal-
inna atriða voru til staðar: Hjá körlum: Þykkt vinstri slegils <11
mm, þvermál vinstri slegils við lok hlébils <60 mm, þvermál hægri
slegils við lok hlébils <34 mm, mesta þvermál vinstri gáttar <41
mm. Hjá konum: Þykkt vinstri slegils <10 mm, þvermál vinstri
slegils við lok hlébils <54 mm, þvermál hægri slegils við lok hlébils
<34 mm, mesta þvermál vinstri gáttar <39 mm.
Rannsóknin fékk leyfi Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.
84 LÆKNAblaðið 2012/98