Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 29
RANNSÓKN með lélegar horfur eru síður settir í PEG-aðgerð hérlendis. Þrjátíu daga og eins árs dánartíðni eftir PEG hjá sjúklingum með slag var lægri (20% og 30%) hér, samanborið við aðrar rannsóknir þar sem samsvarandi dánartíðni var 37% til 60% og 50%.10-26 Þessi munur á dánartíðni bendir helst til að læknar á íslandi séu fastheldnari í vali sjúklinga með slag fyrir PEG-aðgerðir, þannig að sjúklingar með litlar lífslíkur fái ef til vill síður næringu um görn með PEG. Nýleg rannsókn á yfir 700 sjúklingum sem létust innan 30 daga frá PEG-aðgerð sýndi að áhættuþættir tengdir 30 daga dánartíðni voru hár aldur, lágt albúmín, lyfjaforgjöf við speglanir, ófullnægj- andi notkun á fyrirbyggjandi sýklalyfjum og heilabilun.24 Síðast- nefndi þátturinn gæti útskýrt lægri dánartíðni hérlendis. I þessari rannsókn var PEG gert gagngert til næringar vegna heilabilunar í 0,8% tilfella. í öðrum rannsóknum er það hlutfall sjúklinga allt frá 3% til 29%. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með heilabilun á endastigi sem fá PEG vegna þess að þeir eru hættir að nærast, hafa mun hærri dánartíðni en aðrir sjúklingahópar sem fá PEG, eða allt að 50% 30 daga dánartíðni og um 90% eins árs dánartíðni.27 Þessi rannsókn er sú fyrsta sem metur tíðni siðferðilegra álita- mála sem tengjast PEG-aðgerðum. Við yfirferð sjúkraskráa var farið mjög gagnrýnið yfir ábendingar PEG-aðgerðanna og sjúkra- sögu sjúklinganna. Ef sjúklingur fékk PEG til næringar vegna heilabilunar eða krabbameins á endastigi var sú ákvörðun metin sem siðferðilegt álitamál. Flestar rannsóknir benda til að ekki eigi að nota næringu um görn hjá þessum sjúklingum þar sem það skerði frekar en bæti lífsgæði þeirra og líknandi meðferð væri því frekar viðeigandi.6-8-9'28-29 Samkvæmt nýlegri Cochrane-greiningu á 6 rannsóknum hafði næring um görn ekki áhrif á lífslíkur sjúk- linga með heilabilun á endastigi.30 Hér var hlutfall PEG-aðgerða hjá sjúklingum með endastigsheilabilun 0,8%. Rannsóknin sýnir að á íslandi er tíðni PEG-aðgerða hjá sjúklingum með endastigs- heilabilun sú lægsta sem um getur. Flestar aðrar rannsóknir hafa sýnt að hlutfall sjúklinga sem fara í PEG-aðgerð með heilabilun sem ábendingu er á bilinu 3-29%. Lægsta hlutfallið er í nýlegri rannsókn frá Kanada en þar var hlutfall sjúklinga með heilabilun aðeins 3%.13 Sjúklingar sem fá PEG af ýmsum ásæðum geta haft heilabilun á einhverju stigi en slíkt þarf ekki að vera frábending PEG-aðgerðar. Ekki er ljóst hvað veldur því að PEG-aðgerðir hjá sjúklingum með heilabilun eru fátíðari hér en annars staðar, en margir þættir geta haft áhrif þar á. Viðhorf aðstandenda og heil- brigðisstarfsfólks til meðferðar við lok lífs skiptir þar efalaust miklu máli og auk þess gera hjúkrunarheimili hérlendis ekki kröfu til að endastigssjúklingar sem ekki nærast vel fái PEG, líkt og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum. Hlutfall sjúkiinga með endastigskrabbamein eða endastigstaugasjúkdóma var tæp 2%, en aðrar rannsóknir hafa ekki tilgreint það hlutfall sjúklinga sem fá PEG vegna sjúkdóma á endastigi. Rannsóknin bendir tii þess að á íslandi sé hófsemi gætt í notkun PEG til næringar sjúklinga með sjúkdóma á endastigi. Þverfagleg samvinna meðferðaraðila, sjúklings og aðstandenda er nauðsynleg þegar taka þarf ákvörðun um að hefja eða hefja ekki gervinæringu og vökvun með PEG þegar siðferðileg álita- mál koma upp. Meginannmarki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn. Framskyggn rannsókn á PEG-aðgerðum væri betur til þess fallin að meta bráða og síðkomna fylgikvilla og notkun fyrirbyggjandi sýklalyfja. Heimildir 1. Kurien M, McAlindon MH, Westaby D, Sanders DS. Percutaneous endoscopic gastrostomy (PEG) feeding. BMJ 2010; 340: c2414. 2. Gauderer MW, Ponsky JL, Izant RJ, Jr. Gastrostomy witho- ut laparotomy: a percutaneous endoscopic technique. J Pediatr Surg 1980; 15:872-5. 3. Ljungdahl M, Sundbom M. Complication rate lower after percutaneous endoscopic gastrostomy than after surgical gastrostomy: a prospective, randomized trial. Surg Endosc 2006; 20:1248-51. 4. Schrag SP, Sharma R, Jaik NP, Seamon MJ, Lukaszczyk JJ, Martin ND, et al. Complications related to percutaneous endoscopic gastrostomy (PEG) tubes. A comprehensive clinical review. J Gastrointestin Liver Dis 2007; 16:407-18. 5. DeLegge MH. Percutaneous endoscopic gastrostomy. Am J Gastroenterol 2007; 102:2620-3. 6. Loser C, Aschl G, Hebuteme X, Mathus-Vliegen EM, Muscaritoli M, Niv Y, et al. ESPEN guidelines on artificial enteral nutrition--percutaneous endoscopic gastrostomy (PEG). Clin Nutr 2005; 24:848-61. 7. Angus F, Burakoff R. The percutaneous endoscopic gastro- stomy tube. medical and ethical issues in placement. Am J Gastroenterol 2003; 98: 272-7. 8. Geppert CM, Andrews MR, Druyan ME. Ethical issues in artificial nutrition and hydration: a review. JPEN J Parenter Enteral Nutr 2010; 34:7 9-88. 9. Barrocas A, Geppert C, Durfee SM, Maillet JO, Monturo C, Mueller C, et al. A.S.P.E.N. ethics position paper. Nutr Clin Pract 2010; 25:672-9. 10. Schurink CA, Tuynman H, Scholten P, Arjaans W, Klinkenberg-Knol EC, Meuwissen SG, et al. Percutaneous endoscopic gastrostomy: complications and suggestions to avoid them. Eur J Gastroenterol Hepatol 2001; 13: 819- 23. 11. Nicholson FB, Korman MG, Richardson MA. Percutaneous endoscopic gastrostomy: a review of indications, comp- lications and outcome. J Gastroenterol Hepatol 2000; 15: 21-5. 12. Luman W, Kwek KR, Loi KL, Chiam MA, Cheung WK, Ng HS. Percutaneous endoscopic gastrostomy-indications and outcome of our experience at the Singapore General Hospital. Singapore Med J 2001; 42:460-5. 13. Pruthi D, Duerksen DR, Singh H. The practice of gastro- stomy tube placement across a Canadian regional health authority. Am J Gastroenterol 2010; 105:1541-50. 14. Teasell R, Foley N, McRae M, Finestone H. Use of percutaneous gastrojejunostomy feeding tubes in the rehabilitation of stroke patients. Arch Phys Med Rehabil 2001; 82:1412-5. 15. Dennis MS, Lewis SC, Warlow C. Effect of timing and met- hod of enteral tube feeding for dysphagic stroke patients (FOOD): a multicentre randomised controlled trial. Lancet 2005; 365:64-72. 16. Burkitt P, Carter LM, Smith AB, Kanatas A. Outcomes of percutaneous endoscopic gastrostomy and radiologically inserted gastrostomy in patients with head and neck cancer: a systematic review. Br J Oral MaxiIIofac Surg 2011: 49; 516-20. 17. Grant JP. Percutaneous endoscopic gastrostomy. Initial placement by single endoscopic technique and long-term follow-up. Ann Surg 1993; 217:168-74. 18. Ahmad I, Mouncher A, Abdoolah A, Stenson R, Wright J, Daniels A, et al. Antibiotic prophylaxis for percutaneous endoscopic gastrostomy—a prospective, randomised, double-blind trial. Aliment Pharmacol Ther 2003; 18: 209- 15. 19. Jafri NS, Mahid SS, Minor KS, Idstein SR, Homung CA, Galandiuk S. Meta-analysis: antibiotic prophylaxis to prevent peristomal infection following percutaneous endoscopic gastrostomy. Aliment Pharmacol Ther 2007; 25: 647-56. 20. Lipp A, Lusardi G. Systemic antimicrobial prophy- laxis for percutaneous endoscopic gastrostomy. Cochrane Database Syst Rev 2006: CD005571. 21. Banerjee S, Shen B, Baron TH, Nelson DB, Anderson MA, Cash BD, et al. Antibiotic prophylaxis for GI endoscopy. Gastrointest Endosc 2008; 67: 791-8. 22. Allison MC, Sandoe JA, Tighe R, Simpson IA, Hall RJ, Elliott TS. Antibiotic prophylaxis in gastrointestinal endoscopy. Gut 2009; 58: 869-80. 23. Shah RD, Tariq N, Shanley C, Robbins J, Janczyk R. Peritonitis from peg tube insertion in surgical intensive care unit patients: identification of risk factors and clinical outcomes. Surg Endosc 2009; 23: 2580-6. 24. Johnston SD, Tham TC, Mason M. Death after PEG: results of the National Confidential Enquiry into Patient Outcome and Death. Gastrointest Endosc 2008; 68:223-7. 25. Erdil A, Saka M, Ates Y, Tuzun A, Bagci S, Uygun A, et al. Enteral nutrition via percutaneous endoscopic gastro- stomy and nutritional status of patients: five-year pro- spective study. J Gastroenterol Hepatol 2005; 20:1002-7. 26. James A, Kapur K, Hawthorne AB. Long-term outcome of percutaneous endoscopic gastrostomy feeding in patients with dysphagic stroke. Age Ageing 1998; 27: 671-6. 27. Sanders DS, Carter MJ, D'Silva J, James G, Bolton RP, Bardhan KD. Survival analysis in percutaneous endosco- pic gastrostomy feeding: a worse outcome in patients with dementia. Am J Gastroenterol 2000; 95:1472-5. 28. Kruse A, Misiewicz JJ, Rokkas T, Hammer H, Niv Y, Allison M, et al. Recommendations of the ESGE workshop on the Ethics of Percutaneous Endoscopic Gastrostomy (PEG) Placement for Nutritional Support. First European Symposium on Ethics in Gastroenterology and Digestive Endoscopy, Kos, Greece, June 2003. Endoscopy 2003; 35: 778-80. 29. Birgisson S. Siðfræðidálkur - tilfelli / hugleiðingar. Læknablaðið 2010; 96: 645-6. 30. Sampson EL, Candy B, Jones L. Enteral tube feeding for older people with advanced dementia. Cochrane Database Syst Rev 2009: CD007209. LÆKNAblaðið 2012/98 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.