Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 47
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Málþing um framhaldsmenntun í lyflækningum
Á málþingi í Hrittgsal Landspítala 15. descmber síðastliðinn. Vilhelmína Haraldsdóttir tók þessa mynd afkollegum
sínum þar: Sveini Magnússyni, Guðmundi Þorgeirssyni, Má Kristjánssyni, Hugrúnu Ríkharðsdótlur, Gerði Helga-
dóttur, Steini Jónssyni og Gunnari Valtýssyni.
Már Kristjánsson
lyflæknir
markrist@landspitali.is
Þingið var haldið í desember til heiðurs
þeim Steini Jónssyni, Runólfi Pálssyni og
Friðbirni R. Sigurðssyni sem hafa skipulagt
og byggt upp formlegt sérnám í lyflækn-
ingum síðastliðin ár.
Kristján Erlendsson framkvæmdastjóri
skrifstofu vísinda, mennta og nýsköpunar
ávarpaði samkomuna og síðan rakti Már
Kristjánsson framhaldsmenntunarstjóri
sögu námsins og stöðu í dag. Fram kom
að 91 sérnámslæknir hefur verið skráður í
framhaldsmenntunarnámið á tímabilinu
2003-2011. Úr hópnum hafa 67 horfið til
frekara sérnáms, þorri þeirra erlendis. Alls
hafa 26 sérnámslæknar lokið öllum þremur
árum námsins á Landspítala. Spítalinn get-
ur verið stoltur af þjálfun ungu læknanna,
frammistaða þeirra í alþjóðlegum prófum
er góð og þeir fá vist til frekara náms á
viðurkenndum námsstöðum erlendis.
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri
lækninga fjallaði um fagmennsku í fram-
haldsnámi og Sveinn Magnússon skrif-
stofustjóri í velferðarráðuneytinu um gerð
laga og reglna um sérnám og viðurkenn-
ingar á því. í gildi er reglugerð frá 1997 um
sérfræðiviðurkenningar en læknalög eru
lagastoð reglugerðarinnar. Endurskoðun er
í farvatninu og er gríðarlegt verkefni. Þróun
evrópska efnahagssvæðisins á frjálsu flæði
vinnuafls gerir kröfu um samræmingu laga
og reglna um sérnám í lyflækningum.
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræði-
læknir fjallaði um afrakstur vísindastarfa
sérnámslækna árin 2003-2011. Vísindavinna
er nauðsyn á þroskabraut í sérnámi og fjöldi
birtra vísindagreina sérnámslækna kom á
óvart. Níutíu og sex greinar eftir þá og sam-
verkamenn þeirra hafa birst í ritrýndum
tímaritum innlendum og erlendum. Á árinu
2011 hafa nú þegar birst 22 vísindagreinar
sérnámslækna.
Síðastur talaði Hilmar Kjartansson sem
lauk sérnámi hér og fór til Nýja-Sjálands
í nám í bráðalækningum og fjallaði um
hvernig framhaldsnám í lyflækningum
hefði nýst honum á erlendri grund.
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Heilsugæslulækni vantar á Þórshöfn
Laus er staða læknis viö Heiibrigðisstofnun Þingeyinga frá 1. maí næstkomandi - aðsetur er á Þórshöfn.
Um er að ræða fjölbreytt starf við almenna heilsugæslu og heimilislækningar á heilsugæslustöðvunum í Norður-Þingeyjarsýslu, umsjón með
hjúkrunarheimilinu Nausti, ásamt tvískiptri vakt á móti lækni á Kópaskeri. Laun skv. kjarasamningi, þar með talinn ríflegur frítökuréttur. Við leitum
að lækni með víðtæka starfsreynslu, sjálfstæði í vinnubrögðum og góða samskiptahæfileika. Sérmenntun í heimilislækningum æskileg.
Þórshöfn er um 400 manna þorp með öflugt atvinnulíf sem mest byggist á sjávarútvegi og hefur alla grunnþjónustu, góða sundlaug, íþróttahús og
líkamsræktaraðstöðu auk útivistarsvæða við húsvegginn. Auðugar veiðilendur á sjó, landi og í ám og vötnum í næsta nágrenni.
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er með höfuðstöðvar á Húsavík og rekur heilsugæslustöðvar á Húsavík, Laugum, Mývatnssveit, Kópaskeri,
Raufarhöfn og Þórshöfn. Á Húsavík eru einnig sjúkradeild og öldrunardeild og þar eru starfræktar göngudeildir sykursjúkra og of feitra, einnig
eru hjartaþolpróf framkvæmd á staðnum.
Áhugasamir hafi samband við Sigurð Halldórsson yfirlækni heilsugæslunnar í síma 464 0640, siahall@heilthina.is eða Jón Helga Björnsson
framkvæmdastjóra í síma 464 0525 eða 893-3778, ionhelai@heilthina.is
LÆKNAblaðið 2012/98 119