Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 44
UMFJOLLUN O G GREINAR
Læknadagar 2012
Mikil og almenn
ánægja
Læknaneminn Hclgi Þór Leifsson og Þóra Elísabet Kristjánsdóltir læknakandídat tóku
þátt í vinnubúSum wn fyrstu viðbrögð læknis á slysstað sem fram fór í bílakjallara
Hörpu.
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Metþátttaka var á Læknadögum 2012 sem
haldnir voru í Hörpu vikuna 16.-20. janúar.
Að sögn Örnu Guðmundsdóttur forstöðu-
manns Fræðslustofnunar lækna hefur það
vafalaust ýtt undir áhugann að læknar
fá nú alþjóðlega símenntunarpunkta
(CME) fyrir þátttökuna. Yfir 1000 manns
skráðu sig inn og eru það fleiri en félagar
í Læknafélagi íslands eru og þess má geta
að á Læknadögum 2011 var einnig met-
þátttaka með ríflega 800 manns.
Nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa
sannaði gildi sitt því það var einróma álit
að aldrei hefði farið jafn vel um dagskrána
og var því ánægjan fölskvalaus. Dagskráin
var glæsileg og höfðu margir á orði að
verst væri hvað margt spennandi gerðist
samtímis svo enginn vegur væri að komast
yfir alla dagskrána; fólk varð einfaldlega
að velja og hafna.
Þessi samantekt er sannarlega byggð
á því að ekki varð komist yfir nema brot
af dagskránni og biðst blaðamaður vel-
virðingar á því hversu stórt er stiklað en
vonandi gefa texti og myndir nokkra hug-
mynd um fjölbreytni dagskrárinnar.
Offita og dægurlög
Bryddað var upp á þeirri nýjung fyrsta
daginn að helga hann allan einu þema,
offitu, og var greinilega mikill áhugi fyrir
þessu efni og margir heilbrigðisstarfsmenn
auk lækna sem tóku þátt. Málþing um
hreyfiseðla sem meðferðarform var vel sótt
og við hæfi að strax að því loknu tók við
Læknahlaupið sem orðið er að föstum lið
á dagskrá Læknadaganna. Þátttakan var
með minnsta móti í ár og sagði Arna Guð-
mundsdóttir að fyrir næsta ár yrði að gera
ráðstafanir til að breyta því.
í stað þess að ljúka dagskrá mánudags-
ins með setningu Læknadaganna eins og
áður hefur tíðkast, fór setningin fram um
kvöldið og fluttu þau Arna Guðmunds-
dóttir og Þorbjörn Jónsson formaður
Læknafélags íslands stutt ávörp og buðu
gesti velkomna. Þá tók Óttar Guðmunds-
son geðlæknir við keflinu ásamt Jóhönnu
Þórhallsdóttur söngkonu og hljómsveit og
bauð upp á geðlæknisfræðilega yfirferð
um íslenska dægurlagasögu ofanverðrar
20. aldar. Þar stóð fátt fyrir og sýndi Óttar
svo ekki varð um villst að geðræn ein-
kenni og fóbíur af flestu tagi birtást skil-
merkilega í dægurlagatextum sem hingað
til hafa þótt næsta meinlausir og lausir
við dýpri merkingu. Allt var þetta þó til
gamans gert og vakti verðskuldaða kátínu.
Rafræna sjúkraskrá umfram allt
Næsti viðkomustaður var hádegisfundur
á miðvikudeginum sem settur var á dag-
skrána með stuttum fyrirvara og var
yfirskrift hans Ambulant aðgerðir - Abyrgðar-
hlutur. Þarna var efnið gripið beint út úr
heitasta umfjöllunarefni fjölmiðla undan-
gengna daga, gallaðir brjóstapúðar. Jón
Snædal formaður siðfræðiráðs Lækna-
félags íslands fór yfir helstu siðareglur
lækna, bæði þær er Læknafélag íslands
hefur sett sér og einnig þær er alþjóðafélag
lækna, WMA, hefur sæst á. Hann benti
meðal annars á að aðrir hagsmunir en
læknisfræðilegir megi aldrei grafa undan
ákvörðunum læknis um meðferð sjúklings.
Geir Gunnlaugsson landlæknir lagði ríka
áherslu á ótvíræða skyldu allra sjálfstætt
starfandi lækna til að skila skýrslum til
landlæknisembættisins og vísaði til laga
frá árinu 2007 þess efnis. Um þetta spunn-
ust nokkrar umræður um trúnað lækna
við skjólstæðinga sína.
Öldungadeild Læknafélagsins átti
sterka innkomu síðari hluta dagsins með
fjölbreyttu málþingi undir yfirskriftinni
Fórur öldungadeildar, list ogfræði. Þar var
blandað saman á skemmtilegan hátt upp-
lestri á kveðskap lækna, myndlist þeirra
af ýmsu tagi og fræðilegum fyrirlestri um
helstu nýjungar í öldrunarlækningum.
Óttar Guðmundsson sýndi svo á skemmti-
legan hátt hvernig einstaklingurinn og sér-
greinin veljast saman í læknisfræðinni.
Á málþingi fimmtudagsins um þjón-
ustustýringu í heilbrigðiskerfinu lagði
Elínborg Bárðardóttir heimilislæknir ofur-
áherslu á mikilvægi upplýsinga og góðs
flæðis þeirra á milli hinna ólíku hluta heil-
brigðiskerfisins. „Rafræn sjúkraskrá, raf-
ræn sjúkraskrá, rafræn sjúkraskrá, rafræn
sjúkraskrá!" mátti lesa á einni glæru henn-
ar. Hún sagði tilgang þjónustustýringar
með tilvísanakerfi vera að koma í veg fyrir
vanlækningar, sem og oflækningar, jafn-
framt því að draga úr kostnaði. Elínborg
rakti fyrri tilraunir yfirvalda til að koma á
tilvísanakerfi með litlum árangri og kvaðst
ekki telja að tilvísanakerfi væri raunhæf
bót á vandanum í dag. „Við viljum rétta
þjónustu, á réttum stað, á réttum tíma og á
réttu verði."
Siðblindir i samfélaginu
Það var ljóst á föstudagsmorgninum að
mikill áhugi var fyrir fyrirlestri um sið-
blindu sem kanadíski sálfræðingurinn og
rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew
Logan hélt. Meðal þess sem kom fram í
máli hans var að siðblindir einstaklingar
eru ábyrgir fyrir allt að helmingi ofbeldis-
116 LÆKNAblaðið 2012/98
J