Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða íþróttamanna Baldur Þórólfsson’ læknanemi, Fríða Rún Þórðardóttir2 næringarfræðingur, Gunnar Þór Gunnarsson23 læknir, Axel F. Sigurðsson2*4 læknir Agrip Tilgangur: Skyndidauði meðal ungs íþróttafólks er sjaldgæft fyrirbæri sem oftast má rekja til undirliggjandi hjartasjúkdóms. Rannsóknir benda til að draga megi úr hættu á skyndidauða með reglubundinni skimun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þörf fyrir skimun á íslenskum íþróttamönnum til að móta leiðbeiningar fyrir lækna og íþróttaforystuna. Þetta fólst í að: 1) kanna tíðni áhættuþátta í sjúkrasögu, skoðun og á hjartalínuriti, 2) kanna í hve mörgum tilvikum er þörf á frekari rannsóknum og 3) að meta umfang og kostnað slíkrar skimunar. Efniviður og aðferðir: Skimaðir voru 105 íþróttamenn (70 karlar og 35 konur) á aidrinum 18-35 ára. Tekin var sjúkra-, heilsufars- og fjöl- skyldusaga íþróttamannsins, gerð klinísk hjartaskoðun og tekið 12-leiðslu hjartalínurit. Niðurstöður: Algengir sjúkdómar eða einkenni sem komu fram í sjúkra- sögu voru ofnæmi eða exem, astmi, óeðlileg áreynslumæði, brjóstverkur við áreynslu, hjartsláttartruflanir við áreynslu og svimi eða yfirliðskennd við áreynslu. Hjartaskoðun var óeðlileg hjá 20 (19%). Hjartalínurit var greinilega óeðlilegt hjá 22 (21%) og lítillega óeðlilegt hjá 23 (22%). Ábend- ing fyrir hjartaómskoðun vartil staðar hjá 23 (22%) og var hún gerð hjá 19 (18%) íþróttamönnum. Hjartaómun reyndist eðlileg eða nánast eðlileg hjá 6 þessara einstaklinga (32%), litilsháttar óeðlileg hjá 13 þeirra (68%) en enginn taldist hafa greinilega óeðlilega ómskoðun. Ályktanir: Fremur algengt er að íþróttamenn lýsi sjúkdómseinkennum sem tengja má við hjartasjúkdóma. Óeðlilegt hjartalínurit er algengt meðal ungra iþróttamanna. Búast má við að gera þurfi hjartaómskoðun til frekari kortlagningar hjá tæplega fjórðungi þeirra íþróttamanna sem eru skimaðir. Inngangur 'Háskóla íslands, 2Landspítala, 3Sjúkrahúsinu á Akureyri, 4Hjartamiðstööinni. Fyrirspurnir: Axel F. Sigurðsson axel@hjartamidstodin.is Greinin barst: 17. apríl 2011, samþykkt til birtingar: 5. janúar 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Skyndidauði meðal ungs keppnisíþróttafólks er sjald- gæft en vel þekkt fyrirbæri. Rannsóknir benda til þess að skyndidauði sé 2,5 sinnum algengari meðal ung- menna sem stunda keppnisíþróttir en meðal annarra ungmenna.1 Allmargar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni skyndidauða meðal íþróttafólks og hefur ýmis- legt áhugavert verið birt í þeim efnum. Sýnt hefur verið fram á að tíðni skyndidauða íþróttamanna í Banda- ríkjunum er á bilinu 0,50-0,61/100.000 íþróttamenn á ári.2-3 Þá sýnir rannsókn frá árinu 2003 að tíðni skyndi- dauða ítalskra íþróttamanna á árunum 1979-1999 var 2,3/100.000 íþróttamenn á ári.1 Hærri tíðni á Ítalíu skýr- ist einna helst af lægri meðalaldri þýðis í bandarískum rannsóknum, auk mun hærra hlutfalls karla í keppnis- íþróttum á Italíu en í Bandaríkjunum.4 Hið háa hlutfall karlkynsþátttakenda á Ítalíu veldur hærri tíðni skyndi- dauða í landinu, þar sem skyndidauði hjá íþróttafólki er almennt talinn vera um 3-9 sinnum algengari meðal karla en kvenna,1-5'6 einkum vegna hærri tíðni sjúkdóma, svo sem ofþykktarsjúkdóms hjartavöðva (Hypertrophic cardiomyopathy) og kransæðagalla í körlum.7 Lögfest skimun fyrir áhættuþáttum tengdum skyndidauða íþróttamanna tók gildi á Ítalíu árið 1982 og hefur tíðni skyndidauða í íþróttum þar í landi fallið jafnt og þétt síðan sú skimun hófst.8 Bandarísku hjarta- samtökin (American Heart Association) hafa gefið út leiðbeiningar um skimun íþróttamanna og er þar mælt með að tekin sé heilsufarssaga íþróttamannsins og nán- ustu ættingja hans og gerð hjartaskoðun.9 Helsti munur á skimunaraðferðum á Italíu og í Bandaríkjunum er að bandarísku samtökin mæla ekki með töku 12-leiðslu hjartalínurits við skimunina þar eð hjartalínurit hafi of lága sértækni við greiningu hjartasjúkdóma meðal íþróttamanna og sé því of kostnaðarsamt.9 Nokkuð hefur verið deilt um gagnsemi hjartalínurita við skimun af þessu tagi þar sem hjartalínurit af íþróttamönnum kunna að gefa hátt hlutfall falskt jákvæðra niðurstaðna vegna þeirra breytinga sem oft verða á hjörtum íþrótta- manna.4, 10 Frávik frá eðlilegum hjartalínuritum sjást í allt að 80% vel þjálfaðra íþróttamanna11 og hefur sú staðreynd löngum verið einn helsti rökstuðningur þeirra sem telja töku hjartalínurits ekki gagnast við skimun íþróttamanna.10 Skyndidauði íþróttamanna hefur ekki verið rann- sakaður sérstaklega hér á landi en hjartaskyndidauði ungs fólks á Islandi hefur verið rannsakaður og var komist að því að algengi væri 1,67/100.000 á ári.12 í flestum tilfellum er orsök skyndidauðsfalla íþrótta- fólks undirliggjandi hjartasjúkdómur,9'13 til dæmis of- þykktarsjúkdómur í hjartavöðva eða óeðlileg upptök eða lega kransæða, þótt einnig séu dæmi um dauðsföll sem verða án nokkurra tengsla við hjartasjúkdóma.2 Þrátt fyrir að vera sjaldgæft vandamál, er skyndidauði meðal íþróttamanna sviplegur atburður, enda er í langflestum tilfellum um að ræða ungt fólk sem gjarnan er fyrir- mynd annarra vegna afreka sinna og heilbrigðs lífernis. Rannsóknir benda til þess að með reglubundinni skim- un keppnisíþróttamanna megi fækka skyndidauðatil- vikum umtalsvert.8 Vinnuhópur European Society of Cardiology (ESC) mælir með því að slík skimun byggi á sjúkrasögu, klínískri skoðun og 12-leiðslu hjartalínu- riti.9 LÆKNAblaðið 2012/98 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.