Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 26
RANNSÓKN
upphafi sjúkdóms til aðgerðar, fylgikvilla og dánartíðni og hve-
nær og af hverju PEG var fjarlægt.
Fylgikvillar voru skilgreindir sem þeir fylgikvillar sem tengd-
ust spegluninni og/eða fylgikvillar sem tengdust PEG-aðgerðinni
sjálfri. Alvarlegir fylgikvillar voru skilgreindir sem fylgikvillar
sem leiddu til dauða, skurðaðgerðar, endurinnlagnar á sjúkrahús,
fjarlægingar á PEG eða blæðingar sem kröfðust blóðgjafa. Aðrir
fylgikvillar voru skilgreindir sem minniháttar. Siðferðileg álitamál
voru skilgreind sem PEG-aðgerð framkvæmd hjá sjúklingum með
endastigsheilabilun, endastigskrabbamein eða varanlegt skyn-
laust ástand þegar gervinæring og vökvun um görn var megin-
markmið meðferðar. PEG-aðgerð sem gerð var hjá sjúklingum
með langt gengið krabbamein til að létta á þrýstingi á maga eða
görn eða til næringar á meðan krabbameinsmeðferð var gefin, var
ekki talið siðferðilegt álitamál. Eftirfylgni sjúklinga með rafrænni
sjúkraskrá náði til 31. ágúst 2010 og var lifun sjúklinga athuguð
hjá Þjóðskrá. Aður en rannsóknin hófst lágu fyrir öll tilskilin leyfi
frá Persónuvernd, Siðanefnd Landspítala og FSA og framkvæmda-
stjóra lækninga á Landspítala og FSA.
Gagnasöfnun og tölfræöileg úrvinnsla
Tölvuforritið Microsoft Office Excel 2007 var notað til að skrá allar
breytur og vinna úr upplýsingum varðandi almenna lýsandi töl-
fræði. Tölfræðiforritið SigmaStat fyrir Windows, útgáfa 3.11 2004
var notað til að greina mun á hlutföllum og samanburð á hópum
með kí-kvaðrati eða ópöruðu Fisher exact og Students t-prófi. Töl-
fræðileg marktækni miðast við p-gildi <0,05.
Niðurstöður
A 10 ára rannsóknartímabili fundust 278 sjúklingar sem fóru í
PEG-aðgerð á íslandi. Miðaldur var 70 ár (bil 18-93 ára). Karlar
voru í meirihluta (59%), 163 karlar og 115 konur. Mynd I sýnir ár-
legan fjölda PEG-aðgerða. Marktæk fjölgun varð á PEG-aðgerðum
á milli 5 ára tímabila (p=0,001). Á fyrri hluta rannsóknartímabils-
Ár
My nd 1. Fjöldi magaraufana um húö með speglun á íslandi á árunum 2000-2009
(n=278).
ins (2000-2004) voru framkvæmdar 79 aðgerðir, eða um 16 á ári að
meðaitali, en á seinni hluta tímabilsins (2005-2009) voru þær 199,
eða 40 á ári að meðaltali. Á seinni hluta tímabilsins voru PEG-
aðgerðir þannig 24 fleiri á ári að meðaltali. Árlegur fjöldi PEG-
aðgerða var 12,8/100,000 að meðaltali fyrir allt tímabilið en 7,6 á
fyrri hluta þess og 17,5 á því seinna. Algengi sjúklinga með PEG
var 23,2/100,000 við lok rannsóknarinnar. Fullnægjandi klínískar
upplýsingar til úrvinnslu fengust hjá 263 sjúklingum.
Flestallar (95%) PEG-aðgerðanna voru framkvæmdar á spegl-
unardeildum Landspítala í Fossvogi eða við Hringbraut en 15 voru
gerðar á FSA. Aðgerðin var í flestum tilvikum gerð af meltingar-
Iæknum en skurðlæknar gerðu nokkrar. PEG-aðgerð var reynd en
ekki framkvæmanleg hjá 10 sjúklingum og voru þeir útilokaðir frá
rannsókninni. I 6 tilfellum var ekki hægt að koma speglunartæki
fram hjá þrengslum af völdum krabbameins í hálsi eða vélinda
og hjá fjórum var ekki hægt að finna öruggan stungustað á kvið
til PEG-ísetningar. PEG-aðgerð var því framkvæmanleg í um 96%
tilvika.
Tafla I sýnir ábendingar PEG-aðgerðanna. Algengustu ábend-
ingarnar voru taugasjúkdómar (60,8%) og var slag algengasti
taugasjúkdómurinn (47,5%). Marktæk aukning var á PEG-aðgerð-
um hjá sjúklingum með slag á milli tímabila (29% á því fyrra á
móti 53% á því seinna; p=0,004). Heilalömun (cerebral pnlsy) var
Tafla I. Ábendingar PEG-aðgerða á Islandi 2000-2009 (n=263).
Ábendingar Fyrra tímabil (n=71) (2000-2004) n (%) Seinna timabil (n=192) (2005-2009) n (%) Allt tímabilið (n=263) (2000-2009) n (%)
Taugasjúkdómar’ 38 (53,5) 122(63,5) 160 (60,8)
Slag 11 (28,9) 65 (53,3) 76 (47,5)
Hreyfitaugahrörnun 9 (23,7) 18(14,8) 27 (16,8)
Parkinsonsveiki 3 (7,9) 14(11,5) 17(10,6)
Heilalömun 9 (23,7) 7 (5,7) 16(10)
Heila- og mænusigg 3 (7,9) 7 (5,7) 10(6,3)
Ýmsir 2 (5,3) 8 (6,6) 10(6,3)
Heilabilun 1 (2,6) 3 (4,6) 4 (2,5)
Krabbamein 12(17,0) 23 (12,0) 35 (13,3)
Langvinn veikindi 15(21,1) 14(7,3) 29 (11,1)
Áverkar eftir slys 1 (1.4) 18(9,4) 19(7,2)
Kyngingarvandamál 1 (1.4) 8 (4,2) 9 (3,4)
Ýmislegt 4 (5,6) 7 (3,6) 11 (4,2)
PEG = percutaneous endoscopic gastrostomy.
‘Undirflokkar taugasjúkdóma eru gefnir upp í prósentum sem hlutfall af taugasjúkdómum.
98 LÆKNAblaðið 2012/98