Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 31
RANNSÓKN Slys á hættulegustu vegum landsins Þóroddur Bjarnason,' félagsfræðingur Sveinn Arnarsson,1 félagsfræðinemi ÁGRIP Inngangur: Markmið með rannsókninni var að finna hættulegustu þjóð- vegi landsins með tilliti til fjölda slysa á hvern km vegar og tíðni umferðar- slysa á milljón ekna km. (fyrsta lagi að finna þá vegarkafla þar sem flest slys verða og þar sem áhætta vegfarenda er mest. í öðru lagi að meta hvort fjöldi slysa og tíðni slysa fari saman. I þriðja lagi finna vegarkafla sem eru hættulegastir í þeim skilningi að þar verði mörg slys og áhætta einstakra vegfarenda sé mikil. Efniviður og aðferðir: Helstu vegum utan þéttbýlis var skipt í 45 vegar- kafla sem voru að meðaltali 78 km að lengd. Fáförnum vegum og vegum í þéttbýli var sleppt. Upplýsingar um lengd vega, umferðarþunga og fjölda slysa frá Umferðarstofu voru notaðar til að reikna fjölda slysa á hvern km og tiðni slysa á milljón ekinna km. Fylgni milli fjölda og tíðni slysa var reiknuð og hættulegustu vegarkaflarnir fundnir með því að reikna meðaltal af raðtölum fyrir hvern vegarkafla. Niðurstöður: Flest slys á hvern km urðu á vegum til og frá höfuðborgar- svæðinu, en einnig austur að Hvolsvelli, norður til Akureyrar og á Mið- Austurlandi. Slysatíðni á hverja milljón ekna km var hins vegar hæst á norðausturhorni landsins, norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Neikvæð fylgni fannst milli fjölda og tíðni slysa. Hættulegustu vegarkaflar landsins með tilliti til beggja þátta voru á Mið-Austurlandi, norðanverðum Vestfjörðum, frá Blönduósi til Akureyrar og á norðanverðu Snæfellsnesi. Ályktun: Flest umferðarslys á hvern km urðu á þeim vegum þar sem slysatíðni á hverja milljón ekna km er lág. Því er hægt að fækka slysum mest með því að auka umferöaröryggi þar sem það er nú þegar mest, en með því ykist misrétti í umferðaröryggi. Stefnumótun í samgöngumálum felur í sér forgangsröðun í heilbrigðismálum þar sem jafnrétti einstaklinga til öryggis og heilbrigðis fer ekki alltaf fyllilega saman við hagræðingar- sjónarmið og hagsmuni meirihlutans. Inngangur 'Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Fyrirspurnir: Þóroddur Bjarnason thoroddur@unak.is Greinin barst: 24. júlí 2011 - samþykkt til birtingan 13. janúar 2012. Engin hagsmunatengsl tilgreind. Slys í umferðinni ógna lífi og limum vegfarenda og því má líta á úrbætur í vegamálum sem heilbrigðis- mál. A Islandi eru umferðarslys um fjórðungur allra skráðra slysa í Slysaskrá íslands og rétt um helmingur allra banaslysa.1-2 Um þriðjungur allra alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni eiga sér stað á höfuðborgar- svæðinu og tæplega helmingur þeirra í um 50 km radí- us til Keflavíkur, Akraness og Selfoss.3 Á undanförnum misserum hefur áhersla verið lögð á forgangsröðun samgönguframkvæmda með fækkun umferðaslysa að markmiði4 og hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda í Reykjavík meðal annars gagnrýnt að svonefnd byggða- sjónarmið og kjördæmapot ráði of miklu við uppbygg- ingu á samgöngukerfi landsins. Meginmarkmið samgöngukerfisins er að tengja byggðarlög landsins með öruggum, áreiðanlegum og ódýrum hætti og því er lögð áhersla á fækkun slysa ásamt vegstyttingum og fækkun umferðarhindrana við forgangsröðun samgönguframkvæmda.5 Þegar hefur mikið áunnist í samgöngumálum hQér á landi, sérstak- lega á þéttbýlustu svæðum landsins, en víða í dreifbýli eru þó lélegir vegir, einbreiðar brýr og illfærar heiðar á vetrum. Umræða um stefnumótun í samgöngumálum einkennist því oft af mismunandi hagsmunum íbúa í þéttbýli og dreifbýli. Þannig gæti ákveðin framkvæmd flýtt för 10.000 manns um 10 mínútur á dag en önnur flýtt för 1.000 manns um 100 mínútur á dag. í báðum tilvikum sparast um 10 mannvikur á dag, þótt fyrri framkvæmdin skipti mjög marga tiltölulega litlu en hin síðari tiltölulega fáa mjög miklu máli. Með sama hætti vegast á tvenns konar gild sjónarmið þegar rætt er um samgönguframkvæmdir sem dregið geta úr slysahættu. Fjöldi slysa eykst að jafnaði með aukinni umferð og frá lýðheilsusjónarmiði gæti verið skynsamlegt að leggja áherslu á samgönguframkvæmdir við umferðarþyngstu vegi landsins. Tíðni slysa á hvern ekinn km gæti hins vegar verið mun hærri á vegum þar sem umferð er minni og vegna öryggis einstakra veg- farenda gætu framkvæmdir við verstu vegi landsins átt frekar rétt á sér. Stefnumótun í samgöngumálum er því öðrum þræði forgangsröðun í heilbrigðismálum þar sem jafnrétti einstaklinga til öryggis og heilbrigðis þarf ekki að fara saman við hagræðingarsjónarmið og hagsmuni meirihlutans. Erlendar rannsóknir benda eindregið til þess að slysa- tíðni í umferðinni sé meiri í dreifbýli en þéttbýli og af- leiðingar slysa í dreifbýli oft alvarlegri þar sem lengra sé í bráða læknisþjónustu.6-8 Þetta á ekki síður við hér á landi þar sem vegalengdir til sérhæfðra sjúkrahúsa eru oft miklar og óblíð náttúra og erfið skilyrði geta gert sjúkraflutninga mjög erfiða.9-10 Umferðarstofa gefur út ársskýrslur um umferðarslys þar sem meðal annars er gefin upp staðsetning og færð þegar slysin áttu sér stað, skipting slasaðra og fjöldi látinna eftir aldri, kyni og þjóðerni.3 Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur jafn- framt gert úttektir á umferðarslysum eftir svæðum,11 teg- undum slysa,12 hópum einstaklinga sem lenda í slysum (til dæmis ferðamanna)13 og orsökum slysa.14 Markmið þessarar rannsóknar er þríþætt. I fyrsta lagi að finna þá vegarkafla utan þéttbýlis þar sem flest slys verða og þar sem slysahætta er mest á hvern ekinn km. í öðru lagi að að kanna fylgni milli slysahættu á ekinn km og tíðni umferðarslysa á einstökum vegarköflum í dreif- býli. í þriðja lagi greina þá vegarkafla þar sem áhætta er í senn mikil á hvern ekinn km og þar sem tíðni slysa er há vegna mikils umferðarþunga. LÆKNAblaðið 2012/98 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.