Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 39
FORMAÐUR LÍ um hvers konar heilbrigðiskerfi við viljum hafa hér verður sífellt áleitnari. Læknar sem upplifa það að geta ekki veitt sjúk- lingum sínum bestu mögulega þjónustu munu einfaldlega vilja starfa annars staðar." Vatnið sótt yfir lækinn Þorbjörn segir að Læknafélag íslands telji það eitt af hlutverkum sínum að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi málefni lækna og heilbrigðiskerfisins almennt á grundvelli sérþekkingar sinnar. „En ráðgjöf okkar er ekki alltaf þegin og eftir henni er ekki alltaf leitað þó hún sé í boði. Það má segja að traust ríki milli læknastéttarinnar og almennings en milli stjórnvalda og læknastéttarinnar ríki ákveðin tortryggni. Við viljum gjarnan eyða henni og koma því skýrt til skila að við mælum af fullum heilindum. Stundum er ekki laust við að læknum þyki sem stjórnvöld sæki vatnið yfir lækinn og við læknar höfum í því sambandi bent á að meginniðurstöður skýrslu ráðgjafafyrir- tækisins Boston Consulting Group um íslenska heilbrigðisþjónustu hafa verið alkunn sannindi um árabil meðal lækna. Eitt af því brýnasta sem skýrsluhöfundar telja vera er rafræn sjúkraskrá á landsvísu. Þetta hefur verið á dagskrá læknafélag- anna, læknaráða spítalanna, sérgreina- félaganna og heilsugæslunnar í meira en áratug. Um nauðsyn þessa hafa allir verið sammála. Skýrslan tiltekur einnig að vaxandi offita sé heilbrigðisvandi. Það kom okkur ekki beinlínis á óvart, enda var heilum degi varið í umfjöllun um þetta efni á nýafstöðnum Læknadögum. „Það sem líklega bretmur hvað heitasl á okkur núna er vandi íslenska heilbrigðiskerfisins við að manna læknastöður í landinu," segir Þorbjörn Jónsson for- maður Læknafélags íslands. Hér sem stundum áður hvarflar að okkur læknum að peningunum hefði verið betur varið í annað og stjórnvöld hefðu leitað eftir þekkingu og ráðgjöf hjá innlendum aðilum. Læknafélaginu þykir í öllu falli sérkennilegt að ekki skuli kallað eftir meiri þátttöku þess í áframhaldandi vinnu í kjölfar þessarar merku skýrslu. Þá er ekki laust við að ákveðnir stjórnmálamenn virðist hafa sérstakt horn í síðu einkarek- innar læknisþjónustu en ég tel að blandað form heilbrigðisþjónustunnar komi öllum til góða og einkareksturinn veiti opinberri þjónustu visst aðhald og öfugt." Almennar kosningar Launamál lækna hafa oft verið til umræðu og almenningur talið að læknar væru almennt vel launaðir. Þorbjörn bendir á að athyglin beinist gjarnan að hæstlaunuðu læknunum og oft sé þar um að ræða lækna á landsbyggðinni sem séu bundnir á vakt nánast árið um kring og hins vegar lækna sem séu með umfangsmikinn rekstur sem felur í sér talsverðan kostnað, bæði í mannahaldi og dýrum tækjabúnaði. „Af- koma lækna er misjöfn og sumir læknar LÆKNAblaöiö 2012/98 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.