Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 25
RANNSOKN Magaraufun um húð með hjálp speglunar á íslandi 2000-2009 Ábendingar, fylgikvillar og siðferðileg álitamál Sigurbjörn Birgisson, læknir ÁGRIP Tilgangur: Magaraufun um húð með hjálp speglunar (percutaneous endoscopic gastrostomy - PEG) er kjöraðferð til gervinæringar og vökv- unar sjúklinga um görn til lengri tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni, ábendingar, árangur og siðferðileg álitamál PEG-aðgerða á íslandi á 10 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á fullorðnum sjúklingum sem fengu PEG á íslandi á árunum 2000-2009. Sjúklingar voru fundnir með tölvuleit á PEG-aðgerðarkóðum og speglunarsvörum og sjúkraskrár skoðaðar til að finna ábendingar og fylgikvilla PEG-aðgerða, dánartíðní og siðferðileg álitamál sem tengjast PEG-aðgerðum. Niðurstöður: 278 sjúklingar fóru i PEG-aðgerð á tímabilinu. Árleg tíðni þeirra var 12,8/100,000 að meðaltali. Miðaldur var 70 ár og hlutfall karla 59%. Klínískar upplýsingar fengust hjá 263 sjúklingum (95%). Algengustu ábendingar aðgerðanna voru taugasjúkdómar (61%) og krabbamein (13%). Heilabilun var ábending í aðeins 0,8% tilfella. Fylgikvillar urðu hjá 17 sjúklingum (6,5%), þar af voru 1,9% meiriháttar og 4,6% minniháttar. Lífhimnubólga var algengasti fylgikvillinn (2,7%) og húðsýking hjá 1,9%. Aðgerðartengd dánartíðni var 0,8% og 30 daga dánartíðni var 13%. Sjö (2,7%) tilfelli voru metin sem siðferðileg álitamál. Ályktun: Þetta er fyrsta rannsókn sem birt hefur verið um PEG-aðgerðir hjá heilli þjóð. I samanburði við aðrar rannsóknir er tíðni fylgikvilla og dánartíðni vegna aðgerðanna hér á landi með því lægsta sem gerist. PEG-aðgerðir hérlendis eru flestallar gerðar í samræmi við viðurkenndar ábendingar. Siðferðileg álitamál eru fátíð og tíðni PEG-aðgerða til nær- ingar sjúklinga með heilabilun er sú lægsta sem þekkist. Inngangur Lyflækningasviði Landspítala, meltingarlækningareiningu Fyrirspurnir: Sigurbjörn Birgisson sigurbjb@landspitali.is Greinin barst: 24. febrúar 2011 - samþykkt til birtingar: 5. janúar 2012 Engin hagsmunatengsl gefin upp. Gervinæring og vökvun um magaslöngu er oft nauðsyn- leg þegar sjúklingar geta ekki nærst eða drukkið nægi- lega um munn og meltingarvegurinn er vel starfhæfur. Hjá ákveðnum sjúklingahópum getur slík meðferð bætt næringarástand og lífsgæði sjúklings og lækkað dánar- tíðni og stytt sjúkrahúslegu.1 Algengustu ástæðurnar fyrir næringu með magaslöngu eru taugasjúkdómar, svo sem slag (stroke eða cerebral vascular accident), höfuð- og hálsáverkar og krabbamein. Ef þörf er á næringu með magaslöngu til lengri tíma er hún oftast sett um kvið- vegg. Síðan ísetningu magaslöngu með magaraufun um húð með speglun (percutaneous endoscopic gastrostomy, hér eftir kailað PEG) var fyrst lýst fyrir um 30 árum hef- ur sú aðgerð verið kjöraðferðin til langtímanæringar um görn, enda hagkvæmari og fylgikvillaminni en ísetning með skurðaðgerð.2-3 Þó að aðgerðin sé tiltölulega einföld, fljótleg og örugg koma ýmsir fylgikvillar fyrir.4-5 Flestir eru sammála um læknisfræðilegt réttmæti þess að gera PEG hjá sjúklingum sem ekki geta kyngt eðlilega og nærst eftir bráð heilaáföll, sjúklingum í með- ferð við krabbameini, sjúklingum sem lent hafa í alvar- legu slysi, eða sjúklingum með ýmsa langvinna tauga- sjúkdóma.6 Álitamál er hins vegar hvort það sé ávallt læknisfræðilega eða siðferðilega réttmætt að gera PEG til næringar hjá sjúklingum með langt gengna heilabilun, endastigskrabbamein eða varanlegt skynlaust ástand (persistent vegetative state).7* Á íslandi eru nær allar PEG-aðgerðir gerðar á Land- spítala en ein til tvær eru gerðar árlega á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Ekki eru fyrirliggjandi áreiðanlegar upplýsingar um fjölda PEG-aðgerða hér- lendis né heldur ábendingar þeirra eða fylgikvilla, eða samanburður þessara þátta við aðrar rannsóknir. Slíkar upplýsingar eru gagnlegar til mats á hvort úrbóta sé þörf. Þó að ýmsar greinar hafi verið birtar um siðferði- leg álitamál tengd PEG-aðgerðum og gervinæringu um görn hafa engar rannsóknir verið birtar um umfang og eðli siðferðilegra álitamála í uppgjöri á PEG-aðgerðum. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni PEG-aðgerða á Islandi, ábendingarnar, tegund og tíðni fylgikvilla og að finna siðferðileg álitamál sem aðgerð- unum tengjast. Efniviður og aðferðir Afturskyggn rannsókn var gerð á fullorðnum sjúkling- um sem fóru í PEG-aðgerð á Islandi á árunum 2000-2009. Sjúklingarnir voru fundnir á þrennan hátt. f fyrsta lagi var gerð tölvuleit á aðgerðarkóðum fyrir PEG (JDB10 og JDSB10) á tímabilinu, í öðru lagi var farið yfir sérstakan lista speglunardeildar Landspítala þar sem skráð eru persónuauðkenni allra sem koma í PEG-aðgerð, PEG- skiptingar eða ísetningu hnapps á árunum 2005-2009 og í þriðja lagi var öllum afritum af speglunarsvörum frá árunum 2000-2009 á speglunardeild Landspítala hand- flett og sjúklingar sem fóru í PEG-aðgerð fundnir. Sjúk- lingar undir 18 ára voru útilokaðir frá rannsókninni. Sjúkraskrár á rafrænu- og pappírsformi voru notaðar til að finna upplýsingar um kyn og aldur, tímasetningu PEG-aðgerðar, ábendingar fyrir aðgerðinni, tímabil frá LÆKNAblaðið 2012/98 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.