Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 20
RANNSÓKN í miðlagi (media)} Æðabólgan einkennist af hnúðabólgu (granu- lomatous), hnattkjarnaátfrumum (monocyte) og stórátfrumum (macrophage). Bólgan þróast úr bráðri í króníska nokkuð samtímis í öllum æðum.20 Eftir því sem lengra líður á bólguferlið birtast IgA-seytandi plasma-frumur í æðaveggjum.21 Rannsóknir hafa sýnt að IgA er ráðandi bólgusvar í Kawasaki-sjúklingum.22 Hvorki daufkyrningar (neutrophils) né fibrin sjást, það greinir bólguna frá polyarteritis nodosaP Bólgan og skemmdirnar aukast smám saman og að lokum getur þetta leitt til eyðileggingar á miðlaginu og gúl- myndunar í kransæðum og víðar.1,23 Amerísku hjartasamtökin (American Heart Association) gáfu út leiðbeiningar um greiningu, meðferð og langtímaeftirfylgd Kawasaki-sjúklinga árið 2004.4 Hefðbundin meðferð Kawasaki- sjúkdóms, sú sem Amerísku hjartasamtökin mæla með, er gjöf mótefna í æð (IVIG) og acetýlsalicýlsýru um munn. Gefa á tvö g/ kg af mótefnum í æð í einni gjöf, helst innan 10 daga frá upphafi veikinda. Nota á háskammta (80-100 mg/kg/dag) acetýlsalicýl- sýru í bráðu veikindunum og síðan lágskammta (3-5 mg/kg/dag) acetýlsalicýlsýru í 6 til 8 vikur. Acetýlsalicýlsýra og mótefnin eru bólguhamlandi, auk þess sem acetýlsalicýlsýra hefur áhrif á sam- loðun blóðflagna.4 Pétur Júlíusson og félagar rannsökuðu faraldsfræði Kawasaki- sjúkdóms á íslandi á árunum 1979-1997.6 Rannsóknin leiddi í ljós nýgengi 8,5/100.000 hjá börnum <5 ára á ári. Kynjahlutfallið var 2:1 (drengir:stúlkur).6 Kransæðagúlar mynduðust hjá fjórum Kawa- saki-sjúklingum á tímabilinu. Þrír fengu klíníska hjartabilun og lést einn af hennar völdum.6 Markmið okkar með rannsókninni nú var að kanna faralds- fræði Kawasaki-sjúkdóms á íslandi, meta afleiðingar sjúkdóms- ins á hjarta til lengri tíma svo og að meta meðferð og árangur hennar. Margt er enn á huldu um þennan áhugaverða sjúkdóm. Rannsóknir á honum munu færa okkur nær aukinni þekkingu og mögulega betri árangri í meðferð og eftirfylgd sjúklinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Gögnum barna með Kawasaki-sjúk- dóm var safnað úr sjúkraskrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Skráð voru einkenni, aldur við greiningu og kyn, ásamt tíma greiningar, meðferð og tíma frá upphafseinkennum að með- ferð. Rannsóknasvör voru yfirfarin með tilliti til almenns blóðhags, deilitalningar hvítra blóðkorna, CRP, sökks, ASAT, ALAT og yGT í blóði og hvítra blóðkorna og próteina í þvagi. Til viðmiðunar var notast við viðmiðunargildi rannsóknarstofu Landspítalans. I framhaldsrannsókn á langtímaáhrifum var þeim sjúklingum sem greindust á Landspítala boðin þátttaka. Við endurkomu var farið yfir almenna heilsufarssögu og fjölskyldusögu, gerð var hjartaóm- skoðun og tekin blóðprufa til að meta mögulega sýkingu eða til- vist annarra bólgusjúkdóma (blóðhagur, deilitalning hvítra blóð- korna, fjöldi blóðflagna, ANA og RF). Leyfi voru fengin frá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og fram- kvæmdastjóra lækninga á Landspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Auk þess fékkst heimild til varðveislu sýna í Lífsýna- safni Landspítalans. Við úrvinnslu var notast við lýsandi tölfræði. Tölur um mann- fjölda voru fengnar af heimasíðu Hagstofunnar (hagstofa.is). Við 0-1 árs 1-3 ára 3-5 ára 5-7 ára 7-9ára Aldur Mynd 1. Aldursdreifing barna sem fengu Kawasaki-sjúkdóm á árunum 1996-2005. frekari úrvinnslu á niðurstöðunum var notast við kí-kvaðrat eða Fisher's exact próf (GraphPad InStat 3.06, GraphPad Software 2007). Alls greindust 30 börn með Kawasaki-sjúkdóm á árunum 1996- 2005, af þeim voru fimm með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm. Yngsta barnið var tveggja mánaða og elsta 8 ára og 5 mánaða (mynd 1). Miðaldur var tveggja ára og 10 og hálfs mánaðar (spönn 2-101 mánuðir), 76,7% voru yngri en 5 ára. Kynjahlutfallið var 2,3:1 (drenginstúlkur). Miðaldur þeirra sem voru með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm var 22 mánuðir (spönn 2-76 mánuðir), ekki var um marktækan mun að ræða (p=0,32). Nýgengi sjúkdómsins á rannsóknartímabilinu var 10,7/100.000 hjá börnum <5 ára (spönn 0-28,7/100.000 börnum) (mynd 2). Ný- gengi meðal þeirra sem voru með hefðbundinn Kawasaki-sjúk- dóm var 8,8/100.000 hjá börnum <5 ára. Flest greindust 7 börn á einu ári en fæst eitt. Miðfjöldi tilfella á ári var tvö og hálft tilfelli. Greinileg árstíðarsveifla var ekki merkjanleg. Miðfjöldi uppfylltra greiningarskilmerkja var 5 (spönn 1-6 greiningarskilmerki). Af greiningarskilmerkjum sjúkdómsins voru útbrot algengust (93,3%), en einkenni handa og fóta og eitlastækk- anir sjaldgæfust (76,7%) (mynd 3). Önnur algeng einkenni voru uppköst, niðurgangur og kviðverkir. Við athugun á niðurstöðum blóðprufa fjölgaði blóðflögum annaðhvort í upphafi eða er á leið veikindin hjá 23 börnum (76,7%), hvít blóðkorn voru yfir viðmiðunarmörkum hjá 20 börnum (66,7%), CRP var mælt hjá 29 börnum og mældist hátt hjá 26 (89,7%) (>10 mg/L) og sökk var hækkað hjá 22 börnum af þeim 24 sem það var mælt hjá (91,7%). Öll börnin fengu meðferð með mótefnum í æð. Fjögur (13,3%) fengu annan mótefnaskammt vegna viðvarandi hita eða óm- breytinga í hjarta, ekkert þeirra var með óhefðbundinn Kawasaki- sjúkdóm. Öll börnin fengu acetýlsalicýlsýru í upphafi og 26 af 30 (86,7%) fengu áframhaldandi acetýlsalicýlsýru eftir að bráðu veik- indin voru liðin hjá. Af öðrum lyfjum voru sýklalyf algengust, 20 börn (66,7%) fengu sýklalyf. Miðfjöldi daga frá upphafi veikinda til mótefnagjafar voru sex (spönn 3-31 dagur). Miðfjöldi þeirra sem voru með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm voru 10 dagar (spönn 3-14 dagar), 6 dagar hjá hefðbundnum (spönn 3-31), en 13 dagar (spönn 3-31 dagar) hjá þeim sem voru með víkkun eða æðagúla. Fjöldi daga fyrir mót- Niðurstöður 92 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.