Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2012, Page 20

Læknablaðið - 15.02.2012, Page 20
RANNSÓKN í miðlagi (media)} Æðabólgan einkennist af hnúðabólgu (granu- lomatous), hnattkjarnaátfrumum (monocyte) og stórátfrumum (macrophage). Bólgan þróast úr bráðri í króníska nokkuð samtímis í öllum æðum.20 Eftir því sem lengra líður á bólguferlið birtast IgA-seytandi plasma-frumur í æðaveggjum.21 Rannsóknir hafa sýnt að IgA er ráðandi bólgusvar í Kawasaki-sjúklingum.22 Hvorki daufkyrningar (neutrophils) né fibrin sjást, það greinir bólguna frá polyarteritis nodosaP Bólgan og skemmdirnar aukast smám saman og að lokum getur þetta leitt til eyðileggingar á miðlaginu og gúl- myndunar í kransæðum og víðar.1,23 Amerísku hjartasamtökin (American Heart Association) gáfu út leiðbeiningar um greiningu, meðferð og langtímaeftirfylgd Kawasaki-sjúklinga árið 2004.4 Hefðbundin meðferð Kawasaki- sjúkdóms, sú sem Amerísku hjartasamtökin mæla með, er gjöf mótefna í æð (IVIG) og acetýlsalicýlsýru um munn. Gefa á tvö g/ kg af mótefnum í æð í einni gjöf, helst innan 10 daga frá upphafi veikinda. Nota á háskammta (80-100 mg/kg/dag) acetýlsalicýl- sýru í bráðu veikindunum og síðan lágskammta (3-5 mg/kg/dag) acetýlsalicýlsýru í 6 til 8 vikur. Acetýlsalicýlsýra og mótefnin eru bólguhamlandi, auk þess sem acetýlsalicýlsýra hefur áhrif á sam- loðun blóðflagna.4 Pétur Júlíusson og félagar rannsökuðu faraldsfræði Kawasaki- sjúkdóms á íslandi á árunum 1979-1997.6 Rannsóknin leiddi í ljós nýgengi 8,5/100.000 hjá börnum <5 ára á ári. Kynjahlutfallið var 2:1 (drengir:stúlkur).6 Kransæðagúlar mynduðust hjá fjórum Kawa- saki-sjúklingum á tímabilinu. Þrír fengu klíníska hjartabilun og lést einn af hennar völdum.6 Markmið okkar með rannsókninni nú var að kanna faralds- fræði Kawasaki-sjúkdóms á íslandi, meta afleiðingar sjúkdóms- ins á hjarta til lengri tíma svo og að meta meðferð og árangur hennar. Margt er enn á huldu um þennan áhugaverða sjúkdóm. Rannsóknir á honum munu færa okkur nær aukinni þekkingu og mögulega betri árangri í meðferð og eftirfylgd sjúklinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Gögnum barna með Kawasaki-sjúk- dóm var safnað úr sjúkraskrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Skráð voru einkenni, aldur við greiningu og kyn, ásamt tíma greiningar, meðferð og tíma frá upphafseinkennum að með- ferð. Rannsóknasvör voru yfirfarin með tilliti til almenns blóðhags, deilitalningar hvítra blóðkorna, CRP, sökks, ASAT, ALAT og yGT í blóði og hvítra blóðkorna og próteina í þvagi. Til viðmiðunar var notast við viðmiðunargildi rannsóknarstofu Landspítalans. I framhaldsrannsókn á langtímaáhrifum var þeim sjúklingum sem greindust á Landspítala boðin þátttaka. Við endurkomu var farið yfir almenna heilsufarssögu og fjölskyldusögu, gerð var hjartaóm- skoðun og tekin blóðprufa til að meta mögulega sýkingu eða til- vist annarra bólgusjúkdóma (blóðhagur, deilitalning hvítra blóð- korna, fjöldi blóðflagna, ANA og RF). Leyfi voru fengin frá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og fram- kvæmdastjóra lækninga á Landspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Auk þess fékkst heimild til varðveislu sýna í Lífsýna- safni Landspítalans. Við úrvinnslu var notast við lýsandi tölfræði. Tölur um mann- fjölda voru fengnar af heimasíðu Hagstofunnar (hagstofa.is). Við 0-1 árs 1-3 ára 3-5 ára 5-7 ára 7-9ára Aldur Mynd 1. Aldursdreifing barna sem fengu Kawasaki-sjúkdóm á árunum 1996-2005. frekari úrvinnslu á niðurstöðunum var notast við kí-kvaðrat eða Fisher's exact próf (GraphPad InStat 3.06, GraphPad Software 2007). Alls greindust 30 börn með Kawasaki-sjúkdóm á árunum 1996- 2005, af þeim voru fimm með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm. Yngsta barnið var tveggja mánaða og elsta 8 ára og 5 mánaða (mynd 1). Miðaldur var tveggja ára og 10 og hálfs mánaðar (spönn 2-101 mánuðir), 76,7% voru yngri en 5 ára. Kynjahlutfallið var 2,3:1 (drenginstúlkur). Miðaldur þeirra sem voru með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm var 22 mánuðir (spönn 2-76 mánuðir), ekki var um marktækan mun að ræða (p=0,32). Nýgengi sjúkdómsins á rannsóknartímabilinu var 10,7/100.000 hjá börnum <5 ára (spönn 0-28,7/100.000 börnum) (mynd 2). Ný- gengi meðal þeirra sem voru með hefðbundinn Kawasaki-sjúk- dóm var 8,8/100.000 hjá börnum <5 ára. Flest greindust 7 börn á einu ári en fæst eitt. Miðfjöldi tilfella á ári var tvö og hálft tilfelli. Greinileg árstíðarsveifla var ekki merkjanleg. Miðfjöldi uppfylltra greiningarskilmerkja var 5 (spönn 1-6 greiningarskilmerki). Af greiningarskilmerkjum sjúkdómsins voru útbrot algengust (93,3%), en einkenni handa og fóta og eitlastækk- anir sjaldgæfust (76,7%) (mynd 3). Önnur algeng einkenni voru uppköst, niðurgangur og kviðverkir. Við athugun á niðurstöðum blóðprufa fjölgaði blóðflögum annaðhvort í upphafi eða er á leið veikindin hjá 23 börnum (76,7%), hvít blóðkorn voru yfir viðmiðunarmörkum hjá 20 börnum (66,7%), CRP var mælt hjá 29 börnum og mældist hátt hjá 26 (89,7%) (>10 mg/L) og sökk var hækkað hjá 22 börnum af þeim 24 sem það var mælt hjá (91,7%). Öll börnin fengu meðferð með mótefnum í æð. Fjögur (13,3%) fengu annan mótefnaskammt vegna viðvarandi hita eða óm- breytinga í hjarta, ekkert þeirra var með óhefðbundinn Kawasaki- sjúkdóm. Öll börnin fengu acetýlsalicýlsýru í upphafi og 26 af 30 (86,7%) fengu áframhaldandi acetýlsalicýlsýru eftir að bráðu veik- indin voru liðin hjá. Af öðrum lyfjum voru sýklalyf algengust, 20 börn (66,7%) fengu sýklalyf. Miðfjöldi daga frá upphafi veikinda til mótefnagjafar voru sex (spönn 3-31 dagur). Miðfjöldi þeirra sem voru með óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm voru 10 dagar (spönn 3-14 dagar), 6 dagar hjá hefðbundnum (spönn 3-31), en 13 dagar (spönn 3-31 dagar) hjá þeim sem voru með víkkun eða æðagúla. Fjöldi daga fyrir mót- Niðurstöður 92 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.