Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 47
UMFJÖLLUN O G GREINAR Málþing um framhaldsmenntun í lyflækningum Á málþingi í Hrittgsal Landspítala 15. descmber síðastliðinn. Vilhelmína Haraldsdóttir tók þessa mynd afkollegum sínum þar: Sveini Magnússyni, Guðmundi Þorgeirssyni, Má Kristjánssyni, Hugrúnu Ríkharðsdótlur, Gerði Helga- dóttur, Steini Jónssyni og Gunnari Valtýssyni. Már Kristjánsson lyflæknir markrist@landspitali.is Þingið var haldið í desember til heiðurs þeim Steini Jónssyni, Runólfi Pálssyni og Friðbirni R. Sigurðssyni sem hafa skipulagt og byggt upp formlegt sérnám í lyflækn- ingum síðastliðin ár. Kristján Erlendsson framkvæmdastjóri skrifstofu vísinda, mennta og nýsköpunar ávarpaði samkomuna og síðan rakti Már Kristjánsson framhaldsmenntunarstjóri sögu námsins og stöðu í dag. Fram kom að 91 sérnámslæknir hefur verið skráður í framhaldsmenntunarnámið á tímabilinu 2003-2011. Úr hópnum hafa 67 horfið til frekara sérnáms, þorri þeirra erlendis. Alls hafa 26 sérnámslæknar lokið öllum þremur árum námsins á Landspítala. Spítalinn get- ur verið stoltur af þjálfun ungu læknanna, frammistaða þeirra í alþjóðlegum prófum er góð og þeir fá vist til frekara náms á viðurkenndum námsstöðum erlendis. Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga fjallaði um fagmennsku í fram- haldsnámi og Sveinn Magnússon skrif- stofustjóri í velferðarráðuneytinu um gerð laga og reglna um sérnám og viðurkenn- ingar á því. í gildi er reglugerð frá 1997 um sérfræðiviðurkenningar en læknalög eru lagastoð reglugerðarinnar. Endurskoðun er í farvatninu og er gríðarlegt verkefni. Þróun evrópska efnahagssvæðisins á frjálsu flæði vinnuafls gerir kröfu um samræmingu laga og reglna um sérnám í lyflækningum. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræði- læknir fjallaði um afrakstur vísindastarfa sérnámslækna árin 2003-2011. Vísindavinna er nauðsyn á þroskabraut í sérnámi og fjöldi birtra vísindagreina sérnámslækna kom á óvart. Níutíu og sex greinar eftir þá og sam- verkamenn þeirra hafa birst í ritrýndum tímaritum innlendum og erlendum. Á árinu 2011 hafa nú þegar birst 22 vísindagreinar sérnámslækna. Síðastur talaði Hilmar Kjartansson sem lauk sérnámi hér og fór til Nýja-Sjálands í nám í bráðalækningum og fjallaði um hvernig framhaldsnám í lyflækningum hefði nýst honum á erlendri grund. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Heilsugæslulækni vantar á Þórshöfn Laus er staða læknis viö Heiibrigðisstofnun Þingeyinga frá 1. maí næstkomandi - aðsetur er á Þórshöfn. Um er að ræða fjölbreytt starf við almenna heilsugæslu og heimilislækningar á heilsugæslustöðvunum í Norður-Þingeyjarsýslu, umsjón með hjúkrunarheimilinu Nausti, ásamt tvískiptri vakt á móti lækni á Kópaskeri. Laun skv. kjarasamningi, þar með talinn ríflegur frítökuréttur. Við leitum að lækni með víðtæka starfsreynslu, sjálfstæði í vinnubrögðum og góða samskiptahæfileika. Sérmenntun í heimilislækningum æskileg. Þórshöfn er um 400 manna þorp með öflugt atvinnulíf sem mest byggist á sjávarútvegi og hefur alla grunnþjónustu, góða sundlaug, íþróttahús og líkamsræktaraðstöðu auk útivistarsvæða við húsvegginn. Auðugar veiðilendur á sjó, landi og í ám og vötnum í næsta nágrenni. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er með höfuðstöðvar á Húsavík og rekur heilsugæslustöðvar á Húsavík, Laugum, Mývatnssveit, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Á Húsavík eru einnig sjúkradeild og öldrunardeild og þar eru starfræktar göngudeildir sykursjúkra og of feitra, einnig eru hjartaþolpróf framkvæmd á staðnum. Áhugasamir hafi samband við Sigurð Halldórsson yfirlækni heilsugæslunnar í síma 464 0640, siahall@heilthina.is eða Jón Helga Björnsson framkvæmdastjóra í síma 464 0525 eða 893-3778, ionhelai@heilthina.is LÆKNAblaðið 2012/98 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.