Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 3
Vísinda- menn ársins 2012 á Land- spítala Læknablaðið THE ÍCELANDIC MEDICAL JOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag (slands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Pórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Við setningu Vísinda á vordögum, hinnar árlegu uppskeruhátíðar Landspítalans, voru þau Inga Þórsdóttir og Sævar Ingþórsson heiðruð fyrir rannsóknir sínar. Inga Þórsdóttir er heiðursvísindamaður ársins 2012 en hún er með dokorspróf og er forstöðumað- ur næringarstofu Landspítala og rannsóknastofu í næringarfræði v/Landspítala og Háskóla íslands. Hún er jafnframt deildarforseti matvæla- og nær- ingarfræðideildar heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Islands. I kynningu fundarstjóra Auðnu Agústs- dóttur kom fram að Inga er afkastamikill vísindamaður á sviði næringarfræði og eftir hana hafa birst meira en 140 vísindagreinar í alþjóðlegum ritrýndum tíma- ritum. Hún er verkefnastjóri alþjóðlegra vísindaverk- efna og umsjónarmaður alþjóðlegra ráðstefna, meðal annars norrænnar næringarfræðiráðstefnu sem haldin verður á íslandi í júní. Inga hefur fengið fjölmarga rannsóknarstyrki innlenda og erlenda og var einn af þremur vísindamönnum Landspítala sem hlutu hvatningarstyrk Landspít- ala sem veittir voru haustið 2011. Sævar Ingþórsson er líffræðingur og doktors- nemi sem fær viðurkenninguna Ungur vísinda- maður ársins á LSH fyrir doktorsrannsóknarverk- efni sitt er nefnist Hlutverk sprouty próteina í stjórn EGFR boðleiða í brjóstaþekjufrumum. Markmið verkefnisins er að rannsaka hlutverk og samskipti Sprouty-2 við EGFR týrósínkínasa- viðtaka jölskylduna í greinóttri formgerð brjóst- kirtilsins og kortleggja áhrif yfirtjáningar og sívirkrar tjáningar viðtakanna í framþróun æxlis- vaxtar í brjóstkirtli. Leiðbeinendur í verkefninu eru Þórarinn Guðjónsson dósent og Magnús Karl Magnússon prófessor. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijós- myndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Sólveig Aðalsteinsdóttir (f. 1955) hélt sýningu I Safna- safninu í Eyjafirði I fyrra og sýndi þar meðal annars verk sem hún kallaði Skuggamyndir. Sýningin í heild hverfðist um upplifun listakonunnar á ákveðnum stað. Ljósmyndin var ein af nokkrum I svipuðum anda sem héngu saman í röð, auk óhlutbundinna vatnslitaverka sem var dreift frjálslega á vegginn í kring. Raunar var vatnsliturinn unninn úr blómasafa í þeim sama garði og Ijósmyndirnar urðu til. Uppistaða þessara verka var gróður og náttúra úti undir berum himni en önnur verk á sýningunni samanstóðu af teikningum af útflöttum formum bygginga. Sól- veig dvaldi um tíma á vinnustofu í Moste í Eistlandi og vann þar að sýningunni. Hún fann yfirgefið hús í jaðri þorpsins og beindi athygli sinni að því og nánasta umhverfi þess. Hún laðaðist að þeirri sérstöku tilfinningu fyrir tíma sem ein- kennir hús og garða í niðurníðslu og byrjaði á því að mæla upp byggingarnar sem þarna voru, gamalt ibúðarhús og útihús. Afraksturinn varð einfaldar en skýrar myndir af hlutföllum og formum þeirra ólíku húsa sem þarna voru. Við vinnu sína lagði hún frá sér teikniblöðin I grasið, tók þá eftir skuggaspili trjánna á hvítum pappírnum og fangaði í Ijósmyndir. Það var hrein tilviljun að könguló álpaðist á pappírinn þar sem hann lá og fékk því að vera með á þessari vorlegu mynd sem nú er framan á Læknablaðinu. Sólveig hefur löngum fengist við skrásetningu stundar og staðar í verkum sínum. Verk hennar endurspegla hvers- dagslegar hugleiðingar um tíma og umhverfi, þar sem mörk innri og ytri veruleika eru ekki endilega Ijós. Hús- næði kemur þar iðulega við sögu, hvort heldur hún skrá- setur það sem hún hefur fyrir augum eða rifjar upp húsnæði í minningunni. Þá hefur hún unnið töluvert með vatnsliti og meðal annars sýnt ílát þar sem vökvinn hefur gufað upp og eftirstöðvar litarins eru eftir. Skuggamyndir (2011) byggja þannig á þeim aðferðum sem listakonan hefur til- einkað sér og er dæmigert fyrir hina látlausu og fallegu myndlist hennar. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaöiö áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.