Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN Embætti landlæknis eftir sameiningu Geir Gunnlaugsson landlæknir geir@landlaeknir.is Nú í maí er eitt ár liðið frá því breytt lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 tóku gildi. Við gildistökuna sameinaðist starf- semi landlæknisembættisins og Lýðheilsu- stöðvar í Embætti landlæknis. Hugmyndir um að sameina þessar stofnanir höfðu lengi verið til umræðu en formleg vinna við sameiningu hófst í mars 2010, réttum 250 árum frá skipan fyrsta landlæknisins. Sú sameining sem nú liggur fyrir hefur verið mikilvægur hvati til að ræða og kryfja starf embættisins á grunni laga og reglugerða um markmið og meginhlutverk þess. Nýtt skipurit hvílir á fjórum fagleg- um stoðum sem eru studdar af stoðsviði og skrifstofu landlæknis sem samhæfir starf þess. Nú starfa 62 starfsmenn í um 53 stöðugildum við embættið. Svið áhrifapátta heilbrigðis vinnur að heilsueflandi samfélagi sem stuðlar að heil- brigði og vellíðan landsmanna. Forvarnar- starf sem snertir langvinna sjúkdóma og áhrifaþætti þeirra er eitt helsta viðfangs- efni heilbrigðisþjónustu um allan heim. Mikilvæg verkefni snerta því meðal annars lifnaðarhætti, áfengis- og tóbaksvarnir og geðheilbrigði. Sviðið vinnur að þessu með almennum aðgerðum, með því að þróa og styðja við þverfagleg verkefni eins og heilsueflandi leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Umsýsla með lýðheilsu- sjóðnum, arftaka forvarnarsjóðsins, er meðal verkefna sviðsins og styrkveitingar til fjölbreyttra forvarna- og heilsueflingar- verkefna og rannsókna. Svið sóttvarna vinnur í samræmi við sér- stök sóttvarnalög og Alþjóðaheilbrigðis- reglugerðina. Þó sjúkdómsbyrði sóttvarna hafi hlutfallslega minnkað á síðustu ára- tugum í hátekjulöndum, einkum vegna bólusetninga og virkra sýklalyfja, má aldrei slá slöku við. Brestur í sóttvörnum getur haft alvarlegar afleiðingar og er kostnaðar- samur, bæði fyrir einstaklinga og samfélög. Vöktun og greining sviðsins felst í því að fylgjast með hættulegum sjúkdómum og atburðum sem geta haft alvarleg áhrif á líf og heilsu manna. Spítalasýkingar eru vaxandi vandamál fyrir sjúklinga og afar kostnaðarsamar fyrir heilbrigðisþjón- ustuna og við þeim þarf að bregðast. Bólu- setningar eru mikilvæg fyrsta stigs forvörn og skipulag og framkvæmd þeirra er meðal verkefna sóttvarnasviðs ásamt eftirfylgd með sýklalyfjaónæmi, kynsjúkdómum og HlV-smiti. Viðbragðsáætlanir við óvæntri heilsuvá falla einnig eðlilega að sóttvarna- verkefnum, eins og reynsla af nýlegum eld- gosum og viðbrögð við útblæstri eiturefna ber vitni um. Svið eftirlits og gæða vinnur að því að efla gæði og öryggi í heilbrigðisþjónust- unni. Helstu áherslur sviðsins varða eftirlit með og úttektir á heilbrigðisþjónustunni, öryggi og gæðaþróun og úrvinnsla kvart- ana. Unnar eru faglegar kröfur, gæðavísar og önnur viðmið um framkvæmd heil- brigðisþjónustu í samstarfi við fagfólk og stjórnvöld. Eftirlitið varðar allar rekstrar- einingar heilbrigðisþjónustunnar sem eru um 2000 talsins, þar af um 400 á ábyrgð lækna í sjálfstæðum rekstri. Lyfjaeftir- lit embættisins fellur undir þetta svið og hefur að markmiði að styðja við hagkvæma lyfjanotkun og koma í veg fyrir misnotkun. Allar kvartanir eru skoðaðar í þverfagleg- um hópi starfsfólks og krufið er til mergjar hvort mistök, vanræksla eða ótilhlýðileg framkoma heilbrigðisstarfsfólks hafi átt sér stað. Niðurstaða slíkrar greiningar getur eðli málsins samkvæmt ekki alltaf hugnast öllum málsaðilum. Svið heilbrigðisnpplýsinga vinnur að því að safna, greina og túlka gögn um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, miðla upplýsingum úr gagnasöfnum embættisins og stundar lýðheilsurannsóknir. Helstu áherslur sviðs- ins varða vinnu við þær 14 heilbrigðisskrár sem embættinu ber að halda, lögum sam- kvæmt, og styðja samræmda skráningu í heilbrigðisþjónustu sem nýtist sem efni- viður í heilbrigðisskrár. Opnun á rafrænar gagnasendingar í rauntíma og aðgangur að gagnvirkum upplýsingum í vöruhúsi gagna eru meðal verkefna sviðsins. Þróun rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu er á ábyrgð sviðsins síðan 1. mars síðastliðinn. Þetta umfangsmikla verkefni verður ekki unnið svo vel sé nema í náinni samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir heil- brigðisþjónustunnar. Stoðsvið sinnir fræðslu- og kynningar- starfi, eflir innri verkferla og leitast við að veita starfsfólki og þeim sem leita til em- bættisins góða þjónustu. Helstu áherslur sviðsins varða innra öryggis- og gæðastarf, útgáfu og vefsetur, auk skjalavörslu, en mikilvægt er að tryggja skilvirka ferla við umsýslu bréfa og annars sem berst emb- ættinu. Nýr vefur er í burðarliðnum með gjörbreyttri uppbyggingu á efnisflokkum og leitarmöguleikum, en gestir eru um 18.000 á mánuði með um 80-85.000 síðu- flettingum. Embætti landlæknis og starf þess hefur á liðnum misserum verið mjög í brennidepli fjölmiðla og til umræðu á bloggsíðum. Það ber vott um mikilvægi verkefna embættis- ins. Starfsfólkið mun hér eftir sem hingað til leggja sig fram við að sinna verkefnum sínum af fagmennsku, einlægni og alúð og málefnaleg gagnrýni hvetur okkur til dáða. Allar ábendingar um það sem má betur fara eru skoðaðar með opnum huga og reynt að leita lausna. Endurskipulagn- ing stofnunarinnar er ein varða á þeirri vegferð að gera embættið betur fært um að sinna fjölbreyttum verkefnum og standa undir réttmætum væntingum sem til þess eru gerðar. Directorate of Health following a merger Geir Gunnlaugsson: Chief Medical Officer for lceland LÆKNAblaöiö 2012/98 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.