Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 40
UMFJOLLUN O G GREINAR Geðveikar hetjur Talað við Óttar Guðmundsson um nýja bók hans ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Ég tek allar helstu persónur íslendinga- sagnanna fyrir og greini þær samkvæmt aðferðum nútímageðlæknisfræðinnar og velti fyrir mér söguþræði einstakra sagna útfrá þessum greiningum. Síðan skoða ég hver hefðu orðið afdrif þessara persóna í nútímasamfélagi með þessar raskanir og geðgreiningar í farteskinu," segir Óttar Guðmundsson geðlæknir en nýútkomin er bók hans Hetjur og hugarvíl. Óttar kveðst lengi hafa verið handgeng- inn Islendingasögunum og lesið þær fyrst sem unglingur og alltaf leitað í þær aftur með reglulegu millibili, en við undirbún- ing þessarar bókar hafi hann skipulega les- ið þær með augum geðlæknisins og skoð- að vandlega hvers konar geðræn vandamál persónur sagnanna ganga með. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt við slíka nálgun og nærtækt að benda á að geðlæknar hafa velt fyrir sér persónum grísku harmleikjanna og leikrita Shakespeares. Fyrst og fremst er þetta leikur af minni hálfu, sem ég hef haft mikla ánægju af og vonandi hafa lesendur skemmtun af því líka." IPV-útgáfu, Hetjur og hugarvíl kemur út í kiljubroti hjá - jón Ásgeir hannaöi kápu og útlit bókarinnar. Grettir ætti erfitt í dag Óttar tekur fyrir allar helstu íslendinga- sögurnar, Brennu-Njáls sögu, Egils sögu, Laxdæla sögu, Grettis sögu, Gísla sögu Súrssonar, Kormáks sögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu, Harðar sögu og Hólm- verja og Bjarnar sögu Hítdælakappa. Þarna kennir ýmissa skrautlegra grasa og í bók sinni lætur Óttar persónurnar koma á sinn fund sem geðlæknis og rekja raunir sínar og hann ræðir við þær og gef- ur síðan lesandanum greiningu á geðrænu ástandi persónunnar. Lítum fyrst á Gretti Asmundsson, þá miklu hetju. „Grettir fær strax á barnsaldri margar skýrar greiningar barna- og unglingageð- deildar. Hann er með mótþróaþrjóskurösk- un og ýmsar atferlisgreiningar sem benda til þess að hann sé orðinn siðblindur strax á unga aldri. Þegar hann vex úr grasi kem- ur í ljós mjög afbrigðilegur persónuleiki sem lýsir sér í siðblindu og geðklofa pers- ónuröskun þar sem helstu einkenni eru einræna, lítil og brengluð tengsl við annað fólk, sérstaklega konur. í okkar samfélagi hefði Grettir komist í kast við lögin strax á unga aldri. Hann hefði orðið handrukkari, dyravörður, farið snemma á örorku vegna andlegra og líkamlegra vandamála, unnið svart, og ógæfa hans hefði orðið söm og í fornöld en óneitanlega svipminni og persónan lítilsigldari. Ég staldra reyndar talsvert við Gretti, enda hef ég alltaf haft áhuga á persónu hans. Grettis saga er harmleikur aðalpersónunnar og geðrask- anir Grettis verða honum að falli. Sagan er um leið mikil fantasía og ævintýri og dálítið merkileg að því leyti." Ofbeldishneigð einkennir allar helstu hetjur Islendingasagnanna og kannski fer lítið fyrir réttlætiskennd þeirra og fæstar ef nokkrar beita kröftum sínum til að bæta samfélag sitt. „Njáll á Bergþórshvoli er þó slíkur maður, en hann er kvíðinn og ákvarðanafælinn. Þrátt fyrir þetta er hann yfirburðamaður á sinni tíð og hefði líka orðið það í dag. Forseti hæstaréttar, stjórnmálaforingi, lögspekingur. Njála er reyndar eins og kennslubók í persónu- leikaröskunum enda nánast hægt að ganga þar á röðina og skipa öllum persónunum á bekk þekktra geðraskana. Ef við byrjum á Gunnari þá er hann haldinn sjálfs- dýrkun á háu stigi, narsissisti; Hallgerður og Bergþóra eru báðar með borderline persónuleikaröskun og það er ávísun á stórkostleg vandræði þegar tvær konur með borderline greiningu takast á um völd og áhrif. Hjónaband þeirra Gunnars og Hallgerðar er martröð hjónabandsráð- gjafans og ég hef notað þau sem dæmi í kennslu um hvernig hjónaband tveggja slíkra einstaklinga getur aldrei blessast. Að mínu mati er kjarni sögunnar fólginn í átökum Hallgerðar og Bergþóru. Geðhöfn þeirra er best lýst sem sveiflóttri, þær elska og hata af jafnmikilli ástríðu, þær skipta heiminum í tvennt, með og á móti, allt fólk er annaðhvort vinir eða óvinir, þær eiga erfitt með að lynda við fólk, lenda stöðugt í útistöðum við umhverfið." Ekki fínt að vera mjög geðveikur Þegar Laxdæla er skoðuð með þessum augum blasir ástarþríhyrningur Kjartans, Guðrúnar og Bolla við. „Um það hverfist þessi stórkostlega saga. Aðalpersónurnar þrjár eru haldnar persónuleikaröskunum og þær eru í rauninni drifkraftur sögunn- ar. Kjartan er haldinn sjálfsdýrkun á háu stigi og getur ekki afborið að vera svúkinn. Bolli er dæmgerður fyrir hæðispersónu- leikaröskun, hann er mjög háður Kjartani og síðar Guðrúnu. Hún fengi borderline greiningu, elskar og hatar af ástríðu og hvetur Bolla til að drepa Kjartan af þeim sökum." Þrátt fyrir þetta segir Óttar að fáar persónur íslendingasagnanna falli undir hinar stóru geðgreiningar einsog geðklofa og geðhv'arfasýki. „Feðgarnir Skalla-Grím- ur og Egill á Borg eru undantekningin, en þeir eru greinilega haldnir geðhvarfasýki 300 LÆKNAblaðið 2012/98 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.