Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2012, Page 12

Læknablaðið - 15.05.2012, Page 12
RANNSÓKN Mynd 1. Flæðiril sem sýnir rannsóknarúrtakið (grálitaðir kassar) og viðniiðunarhóp. gjörgæsludeild en hinir 231 mynduðu viðmiðunarhóp. Hóparnir voru bornir saman og reynt að skilgreina áhættuþætti fyrir inn- lögn á gjörgæsludeild. Mynd 1 sýnir flæðirit yfir rannsóknar- og viðmiðunarhóp. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr gagnagrunni hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala en í hann eru skráðar allar lungnaskurðaðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á Landspítala frá árinu 1986 og fram til ársloka 2010. í gagnagrunninum eru meðal annars upplýsingar um einkenni við greiningu, áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma, ástand sjúklings fyrir aðgerð, fylgi- kvilla í og eftir aðgerð, auk heildarlegutíma á spítala. Sjúkraskrár sjúklinga sem lögðust á gjörgæsludeild voru kannaðar sérstaklega, þar á meðal dagálar af gjörgæsludeild og svæfingaskýrslur. Einnig var skráð tegund verkjastillingar, auk innlagnarástæðu og með- ferð á gjörgæsludeild. Loks voru skráð vandamál sem komu upp í kjölfar aðgerðar og afdrif og lifun sjúklinganna könnuð. Áhætta sjúklinga fyrir aðgerð var metin af læknum svæfinga- og gjörgæsludeildar samkvæmt ASA-flokkunarkerfinu (American Society of Anesthesiologists).10 Útbreiðsla lungnakrabbameins var stiguð samkvæmt endurbættu TNM-stigunarkerfi WHO frá 2009" og var skráð bæði vefjagerð frumæxlis og mesta þvermál þess. Sex skurðlæknar framkvæmdu aðgerðirnar og voru sjúkling- arnir svæfðir á hefðbundinn hátt og barkaþræddir með tvíopa berkjurennu (double lumen tube) svo unnt væri að fella saman það lunga sem átt var við í aðgerðinni. Hjá flestum sjúklingum var lagður utanbastdeyfileggur fyrir aðgerð en hjá einstaka sjúk- lingum var beitt millirifja- eða taugarótardeyfingu í stað utan- bastdeyfingar. Framan af voru flestar aðgerðanna framkvæmdar með aftari/hliðar brjóstholsskurði (posterolateral thoracotomy), þar sem sjúklingurinn liggur í 90° hliðarlegu, en upp úr 2005 var oftar gerður fremri/hliðar brjóstholsskurður (anterolateral thoracotomy) með sjúkling í 45° hliðarlegu. Við blaðnám var heftað eða saumað fyrir slag- og bláæðar, auk berkju til þess blaðs sem átti að fjar- lægja. Við fleyg- og geiraskurði var einnig notuð heftibyssa. I lok aðgerðanna var jafnan komið fyrir tveimur brjóstholskerum og þeir fjarlægðir þegar loftleki hafði stöðvast og vökvamagn í þeim var minna en 200 ml á sólarhring. Við tölfræðilega úrvinnslu voru notuð tölvuforritin Excel og R. Við marktækniútreikninga fyrir samfelldar breytur var notast við t-próf þegar breytan var normaldreifð en annars Mann-Whitney- 272 LÆKNAblaðið 2012/98 Tafla I. Innlagnarástæður og upplýsingar um sjúklinga. Aldur/kyn ASA - flokkun pTNM-stig Ástæða fyrir innlögn Dagar á gjörgæslu Sjúklingar (n= =11) sem lögðust á gjörgæsludeild beint eftir aðgerð 79/Kk 2 IIA Eftirtit 3 73/Kk 2 IV Sár opnað að nýju og annað lungnablað fjarlægt 68 78/Kk 3 IA Lágur líkamshiti 1 73/Kk 3 IV Lágur blóðþrýstingur 1 85/Kvk 2 IIA Blæðing í aðgerð 1 71/Kk 3 11B Blæðing I aðgerð 64 56/Kk 3 IB Erfið barkaþræðing 1 77/Kk 3 IIB Eftirlit 1 60/Kk 4 IA Lágur blóðþrýstingur 1 73/Kvk 2 IIIA Lágur blóðþrýstingur 1 79/Kk 3 IA Lágur blóðþrýstingur 11 Sjúklingar (n=10) sem lögðust á gjörgæsludeild af vöknunardeild eða legudeild 77/Kk 4 IB Enduraðgerð vegna blæðingar 1 71/Kk 3 IA Enduraðgerð vegna blæðingar 1 80/Kvk 3 IB Hjarta- og öndunarbilun 16 59/Kvk 3 IB Lágur blóðþrýstingur 1 84/Kvk 3 IIA Hjartabilun 2 74/Kvk 3 IA Lágur blóðþrýstingur 1 76/Kk 3 IIA Lágur blóðþrýstingur 1 79/Kk 3 IA Öndunarbilun 13 62/Kvk 3 IIIA Öndunarbilun 4 78/Kvk 3 IA Lágur blóðþrýstingur 4 próf. Þegar tvær flokkabreytur voru bornar saman var notast við kí-kvaðrat og Fisher exact-próf. Einnig var notað Kruskal Wallis- próf til að bera saman meðaltöl samfelldra breyta sem ekki voru normaldreifðar eftir fleiri en tveimur flokkum. Gerð var fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining (multiple logistic regression) á áhættuþátt- um gjörgæsluinnlagnar. Inn í upphaflega líkanið voru teknar þær breytur sem skráðar voru fyrir aðgerð og tengjast verri útkomu, auk lýðfræðilegra breyta (aldur, kyn, reykingar, aðgerðartegund, niðurstaða blástursprófs, tilviljunargreining, og tilvist lang- vinnrar lungnateppu, hjartsláttaróreglu eða kransæðasjúkdóms). Spágeta upphaflega líkansins var svo könnuð og breytur felldar út með „stepwise backwards" aðferð þar til endanlegt módel fékkst út. Marktækni miðast við p-gildi <0,05. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, meðal annars frá Persónu- og siðanefnd og frá framkvæmdastjóra lækn- inga á Landspítala. Niðurstöður Af 252 aðgerðum voru 223 blaðnám (88%) og 29 (12%) fleyg- eða geiraskurðir. Átta sjúklingar gengust undir tvær aðgerðir og var J

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.