Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Mynd 1. Flæðiril sem sýnir rannsóknarúrtakið (grálitaðir kassar) og viðniiðunarhóp. gjörgæsludeild en hinir 231 mynduðu viðmiðunarhóp. Hóparnir voru bornir saman og reynt að skilgreina áhættuþætti fyrir inn- lögn á gjörgæsludeild. Mynd 1 sýnir flæðirit yfir rannsóknar- og viðmiðunarhóp. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr gagnagrunni hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala en í hann eru skráðar allar lungnaskurðaðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á Landspítala frá árinu 1986 og fram til ársloka 2010. í gagnagrunninum eru meðal annars upplýsingar um einkenni við greiningu, áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma, ástand sjúklings fyrir aðgerð, fylgi- kvilla í og eftir aðgerð, auk heildarlegutíma á spítala. Sjúkraskrár sjúklinga sem lögðust á gjörgæsludeild voru kannaðar sérstaklega, þar á meðal dagálar af gjörgæsludeild og svæfingaskýrslur. Einnig var skráð tegund verkjastillingar, auk innlagnarástæðu og með- ferð á gjörgæsludeild. Loks voru skráð vandamál sem komu upp í kjölfar aðgerðar og afdrif og lifun sjúklinganna könnuð. Áhætta sjúklinga fyrir aðgerð var metin af læknum svæfinga- og gjörgæsludeildar samkvæmt ASA-flokkunarkerfinu (American Society of Anesthesiologists).10 Útbreiðsla lungnakrabbameins var stiguð samkvæmt endurbættu TNM-stigunarkerfi WHO frá 2009" og var skráð bæði vefjagerð frumæxlis og mesta þvermál þess. Sex skurðlæknar framkvæmdu aðgerðirnar og voru sjúkling- arnir svæfðir á hefðbundinn hátt og barkaþræddir með tvíopa berkjurennu (double lumen tube) svo unnt væri að fella saman það lunga sem átt var við í aðgerðinni. Hjá flestum sjúklingum var lagður utanbastdeyfileggur fyrir aðgerð en hjá einstaka sjúk- lingum var beitt millirifja- eða taugarótardeyfingu í stað utan- bastdeyfingar. Framan af voru flestar aðgerðanna framkvæmdar með aftari/hliðar brjóstholsskurði (posterolateral thoracotomy), þar sem sjúklingurinn liggur í 90° hliðarlegu, en upp úr 2005 var oftar gerður fremri/hliðar brjóstholsskurður (anterolateral thoracotomy) með sjúkling í 45° hliðarlegu. Við blaðnám var heftað eða saumað fyrir slag- og bláæðar, auk berkju til þess blaðs sem átti að fjar- lægja. Við fleyg- og geiraskurði var einnig notuð heftibyssa. I lok aðgerðanna var jafnan komið fyrir tveimur brjóstholskerum og þeir fjarlægðir þegar loftleki hafði stöðvast og vökvamagn í þeim var minna en 200 ml á sólarhring. Við tölfræðilega úrvinnslu voru notuð tölvuforritin Excel og R. Við marktækniútreikninga fyrir samfelldar breytur var notast við t-próf þegar breytan var normaldreifð en annars Mann-Whitney- 272 LÆKNAblaðið 2012/98 Tafla I. Innlagnarástæður og upplýsingar um sjúklinga. Aldur/kyn ASA - flokkun pTNM-stig Ástæða fyrir innlögn Dagar á gjörgæslu Sjúklingar (n= =11) sem lögðust á gjörgæsludeild beint eftir aðgerð 79/Kk 2 IIA Eftirtit 3 73/Kk 2 IV Sár opnað að nýju og annað lungnablað fjarlægt 68 78/Kk 3 IA Lágur líkamshiti 1 73/Kk 3 IV Lágur blóðþrýstingur 1 85/Kvk 2 IIA Blæðing í aðgerð 1 71/Kk 3 11B Blæðing I aðgerð 64 56/Kk 3 IB Erfið barkaþræðing 1 77/Kk 3 IIB Eftirlit 1 60/Kk 4 IA Lágur blóðþrýstingur 1 73/Kvk 2 IIIA Lágur blóðþrýstingur 1 79/Kk 3 IA Lágur blóðþrýstingur 11 Sjúklingar (n=10) sem lögðust á gjörgæsludeild af vöknunardeild eða legudeild 77/Kk 4 IB Enduraðgerð vegna blæðingar 1 71/Kk 3 IA Enduraðgerð vegna blæðingar 1 80/Kvk 3 IB Hjarta- og öndunarbilun 16 59/Kvk 3 IB Lágur blóðþrýstingur 1 84/Kvk 3 IIA Hjartabilun 2 74/Kvk 3 IA Lágur blóðþrýstingur 1 76/Kk 3 IIA Lágur blóðþrýstingur 1 79/Kk 3 IA Öndunarbilun 13 62/Kvk 3 IIIA Öndunarbilun 4 78/Kvk 3 IA Lágur blóðþrýstingur 4 próf. Þegar tvær flokkabreytur voru bornar saman var notast við kí-kvaðrat og Fisher exact-próf. Einnig var notað Kruskal Wallis- próf til að bera saman meðaltöl samfelldra breyta sem ekki voru normaldreifðar eftir fleiri en tveimur flokkum. Gerð var fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining (multiple logistic regression) á áhættuþátt- um gjörgæsluinnlagnar. Inn í upphaflega líkanið voru teknar þær breytur sem skráðar voru fyrir aðgerð og tengjast verri útkomu, auk lýðfræðilegra breyta (aldur, kyn, reykingar, aðgerðartegund, niðurstaða blástursprófs, tilviljunargreining, og tilvist lang- vinnrar lungnateppu, hjartsláttaróreglu eða kransæðasjúkdóms). Spágeta upphaflega líkansins var svo könnuð og breytur felldar út með „stepwise backwards" aðferð þar til endanlegt módel fékkst út. Marktækni miðast við p-gildi <0,05. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, meðal annars frá Persónu- og siðanefnd og frá framkvæmdastjóra lækn- inga á Landspítala. Niðurstöður Af 252 aðgerðum voru 223 blaðnám (88%) og 29 (12%) fleyg- eða geiraskurðir. Átta sjúklingar gengust undir tvær aðgerðir og var J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.