Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 57
50% hvort fyrir sig. Minnka skal skammt í 150 mg, tekinn sem 2 hylki af 75 mg af Pradaxa á sólarhring, hjá sjúklingum sem fá forvörn gegn VTE eftir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti ef þeir eru á samhliða meðferð með dabigatran etexílati og amíódaróni. Mælt er með nákvæmu klínísku eftirliti þegar dabigatran etexílat er gefið samhliða amíódaróni og sérstaklega með blæðingartilvikum, einkum hjá sjúklingum með væga til miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Kínidín: Kínidín var gefið í skammtinum 200 mg á 2 klst. fresti að heildarskammti 1000 mg. Dabigatran etexílat var gefið tvisvar á dag í 3 daga samfellt, á þriðja deginum annað hvort með eða án kínidíns. Dabigatran AUCx, við jafnvægi og Cmax, við jafnvægi hækkuðu að meðaltali um 53% og 56%, í sömu röð, við samhliða notkun kínidíns. Minnka skal skammt í 150 mg, tekinn sem 2 hylki af 75 mg af Pradaxa á sólarhring, hjá sjúklingum sem fá forvörn gegn VTE eftir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti ef þeir eru á samhliða meðferð með dabigatran etexílati og kínidíni. Mælt er með nákvæmu klínísku eftirliti þegar dabigatran etexílat er gefið samhliða kínidíni og sérstaklega með blæðingartilvikum, einkum hjá sjúklingum með væga til miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Verapamíl: Þegar dabigatran etexílat (150 mg) var gefið með verapamíli til inntöku hækkaði Cmax og AUC fyrir dabigatran en umfang breytingarinnar er mismunandi eftir tímasetningu lyfjagjafar og lyfjaformi verapamíls. Mesta hækkun dabigatran útsetningar sást við fyrsta skammt af verapamíl lyfjaformi sem losnar strax sem var gefið einni klst. fyrir inntöku dabigatran etexílats. Áhrifin voru stigminnkandi við gjöf lyfjaforms með lengdan losunarhraða eða við gjöf margra skammta af verapamíli. Því þarf nákvæmt klínískt eftirlit (með einkennum blæðinga eða blóðleysis) þegar dabigatran er gefið samhliða verapamíli. Hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi eftir mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti, sem fá dabigatran etexílat og verapamíl samhliða ætti að minnka Pradaxa skammt í 150 mg á sólarhring, tekinn sem 2 hylki af 75 mg. Hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi sem eru á samhliða meðferð með dabigatran etexílati og verapamíli ætti að íhuga að minnka Pradaxa skammta í 75 mg á sólarhring. Sjúklingar með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum sem fá dabigatran etexílat og verapamíl samhliða á að minnka skammtinn af Pradaxa í 220 mg, tekinn sem eitt 110 mg hylki tvisvar á sólarhring. Mælt er með nákvæmu klínísku eftirliti þegar dabigatran etexílat er notað samhliða verapamíli og sérstaklega með blæðingartilvikum, einkum hjá sjúklingum með væga til miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Engar mikilvægar milliverkanir sáust þegar verapamíl var gefið 2 klst. eftir dabigatran etexílat. Skýringin á þessu er sú að frásogi dabigatrans er lokið eftir 2 klst. Klarítrómýsín: Þegar klarítrómýsín (500 mg tvisvar á sólarhring) var gefið ásamt dabigatran etexílati heilbrigðum sjálboðaliðum sást hækkun á AUC um u.þ.b. 19 % og á Cmax um u.þ.b. 15% án áhrifa á klínískt öryggi. Hins vegar er ekki hægt að útiloka, hjá sjúklingum sem fengu dabigatran, klínískt mikilvægar milliverkanir við samhliða notkun klarítrómýsíns. Því er mælt með nákvæmu eftirliti þegar dabigatran er gefið samhliða klarítrómýsíni og sérstaklega með blæðingartilvikum, einkum hjá sjúklinum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Eftirfarandi sterkir P-glýkóprótein hemlar hafa ekki verið klínískt rannsakaðir en miðað við rannsóknir in vitro má búast við svipuðum áhrifum og af ketókónazóli: Itrakónazól, takrolímus og cyklosporin sem ekki má nota. Fyrir posaconazol er hvorki til klínískar né in vitro niðurstöður og er notkun þess samhliða Pradaxa ekki ráðlögð. Ófullnægjandi klínísk gögn eru til varðandi samhliða gjöf Pradaxa og dronedarons og er samhliða gjöf þeirra ekki ráðlögð. Pp atvkóorótein örvar: Búast má við að samhliða notkun með P-glýkóprótein örvum (eins og jóhannesarjurt, karbamazepíni eða fenytóini) minnki þéttni dabigatrans og ber að varast notkun þeirra. Rifampisín: Lyfjagjöf, á undan notkun dabigatrans, með örvanum rifampisíni í skammtinum 600 mg einu sinni á sólarhring í 7 sólarhringa minnkaði heildarhámarksgildi dabigatrans og heildarútsetningu um 65,5% og 67% í sömu röð. Örvandi áhrif minnkuðu, sem leiddi til þess að útsetning fyrir dabigatrani var nálægt viðmiðunargildinu 7 sólarhringum eftir að meðferð með rifampisíni var hætt. Frekari aukning á aðgengi sást ekki eftir 7 sólarhringa til viðbótar. Önnur Ivfsem hafa áhrif á P-alvkóorótein: Próteasahemlar þ.m.t. ritonavír og notkun þeirra með öðrum próteasahemlum hefur áhrif á P-glýkóprótein (annað hvort sem hemlar eða sem örvar). Þeir hafa ekki verið rannsakaðir og samhliða notkun þeirra með Pradaxa er því ekki ráðlögð. P-alýkóorótein hvarfefni: Dígoxín: í rannsókn sem gerð var á 24 heilbrigðum einstaklingum sem gefið var Pradaxa samhliða dígoxíni komu ekki fram breytingar á digoxíni og engar mikilvægar breytingar á útsetningu fyrir dabigatrani sáust. Svrustia imaaa: Pantóprazól: Þegar Pradaxa var gefið samhliða pantóprazóli lækkaði AUC gildi dabigatrans um u.þ.b. 30%. Pantóprazól og aðrir prótónudæluhemlar voru gefnir samhliða Pradaxa í klínískum rannsóknum og virtist samhliða gjöf prótónudæluhemla ekki minnka verkun Pradaxa. Ranititín: Þegar ranitidín var gefið samhliða Pradaxa hafði það engin klínísk marktæk áhrif á frásog dabigatrans. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Meðaanaa: Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á æxlun. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Konur á barneignaraldri ættu að forðast að verða þungaðar meðan á meðferð með dabigatran etexílati stendur. Pradaxa ætti ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Brióstaaiöf: Engin klínísk gögn liggja fyrir um áhrif dabigatrans á ungbörn á brjósti. Hætta á brjóstagjöf meðan á meðferð með Pradaxa stendur. Friósemi: Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi varðandi notkun hjá mönnum. í dýrarannsóknum hafa sést áhrif á frjósemi kvendýra sem fækkun á hreiðrun og aukningu á missi fyrir hreiðrun við 70 mg/kg skammt (5 föld útsetning í plasma sjúklinga). Engin önnur áhrif á frjósemi kvendýra sáust. Engin áhrif voru á frjósemi karldýra. Við skammta sem höfðu eiturverkanir á móður (5-10 föld útsetning í plasma sjúklinga) sást minnkun á líkamsþyngd fósturs og lífslíkum fósturvísis og fósturs ásamt aukningu á fósturgöllum í rottum og kanínum. í rannsóknum fyrir og eftir fæðingu sást aukning í tíðni fósturláta við skammta sem höfðu eituráhrif á móður (skammtur sem samsvarar fjórfaldri útsetningu í plasma sjúklingum). Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: í heild fengu 10.084 sjúklingar meðferð í 4 samanburðarrannsóknum við virka meðferð á forvörn gegn bláæðasegareki og að minnsta kosti einn skammt af lyfinu. Af þeim fengu 5.419 meðferð með 150 mg eða 220 mg á sólarhring af Pradaxa, en 389 fengu skammta sem voru minni en 150 mg á sólarhring og 1.168 fengu skammta sem voru stærri en 220 mg á sólarhring. Samtals 12.091 sjúklingi var slembiraðað í lykilrannsókninni sem fólst í rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá sjúklingum með gáttatif. Af þessum sjúklingum fengu 6.059 meðferð með 150 mg dabigatran etexílat tvisvar á sólarhring en 5.983 fengu 110 mg tvisvar á sólarhring. Aukaverkanir komu fram hjá samtals 9% sjúklinga á meðferð vegna valfrjálsra mjaðmar- eða hnéliðskipta (skammtíma meðferð í allt að 42 dögum) og 22% sjúklinga með gáttatif á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum (langtíma meðferð allt að 3 ár). Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um, var blæðing sem átti sér stað hjá samtals u.þ.b. 14% sjúklinga á skammtíma meðferð vegna valfjrálsra mjaðmar- eða hnéliðskipta og hjá 16,5% sjúklinga með gáttatif á fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum. Vegna þess að sjúklingaþýðið sem fær meðferð við ábendingunum tveimur er ekki sambærilegt og blæðingartilvik eru dreifð yfir nokkra líffæraflokka er samantekt á meiriháttar blæðingu og hvers konar blæðingu skipt upp eftir ábendingu. Þó að meiriháttar eða alvarleg blæðing hafi verið mjög sjaldgæf aukaverkun í klínískum rannsóknum getur hún komið fram og óháð staðsetningu valdið fötlun, lífshættu og jafnvel dauða. Aukaverkanir sem komu fram í grundvallarrannsókn á forvörn gegn bláæðasegareki eftir mjaðmar- og hnéliðskípti: Dabigatran etexílat 150 mg einu sinni á dag (2.737 siúklingar): Algengar (> 1/100 <1/10): Blóðleysi, minnkaður blóðrauði, blóðnasir, blæðing í meltingarvegi, kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði, óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarpróf óeðlileg. Sjaldgæfar (21/1.000, <1/100): Blóðflagnafæð, lækkuð blóðkornaskil, lyfjaofnæmi, útbrot, kláði, blæðing innan höfuðkúpu, margúll, blæðing frá skurðsári, blæðing, blæðing frá endaþarmi, blæðing frá gyllinæð, sár í meltingarvegi, maga-og vélindabólga, vélindabakflæði, uppköst, kyngingartregða, alanínamínótransferasi hækkaður, aspartatamínótransferasi hækkaður, lifrarensím hækkuð, transamínasi hækkaður, gallrauðaaukning í blóði, húðblæðingar, blæðing í lið, blóð í þvagi, blæðing vegna áverka, margúll eftir aðgerð, blæðing eftir aðgerð, blóðleysi eftir aðgerð, útferð eftir aðgerð, sáraútferð, blæðing í skurðsári. Mjög sjaldgæfar (21/10.000, <1/1.000): Ofsakláði, blæðing á stungustað, blæðing við æðalegg, útferð eftir aðgerð, blóðug útferð, útferð úr sári. Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tiðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Berkjukrampi. Dabigatran etexílat 220 mg einu sinni á dag (2.682 siúklingar): Alaenaar (>1/100 <1/10): Blóðleysi, minnkaður blóðrauði, blóðnasir, blæðing í meltingarvegi, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði, óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarpróf óeðlileg. Sjaldgæfar (> 1/1.000, <1/100): Blóðflagnafæð, lækkuð blóðkornaskil, lyfjaofnæmi, útbrot, kláði, blæðing innan höfuðkúpu, margúll, blæðing frá skurðsári, blæðing, blæðing frá endaþarmi, blæðing frá gyllinæð, sár í meltingarvegi, maga-og vélindabólga, vélindabakflæði, uppköst ,kyngingartregða, alanínamínótransferasi hækkaður, aspartatamínótransferasi hækkaður, lifrarensím hækkuð, transamínasi hækkaður, gallrauðaaukning í blóði, húðblæðingar, blæðing í lið, blóð i þvagi, blæðing vegna áverka, margúll eftir aðgerð, blæðing eftir aðgerð, blóðleysi eftir aðgerð, útferð eftir aðgerð, sáraútferð, blæðing í skurðsári. Mjög sjaldgæfar (i 1/10.000, <1/1.000): Ofsakláði, blæðing á stungustað, blæðing við æðalegg, útferð eftir aðgerð, blóðug útferð, útferð úr sári. Tiðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Berkjukrampi. Aukaverkanir sem komu fram í grundvallarrannsók á fyrirbyggjandi meðferð við heilaslagi vegna segareks og segareki í slagæðum hjá sjúklingum með gáttatif : Dabieatran etexílat 110 mg tvisvar á dae (5.983 siúklinear): Algengar (> 1/100 <1/10): Blóðleysi, blóðnasir, blæðing í meltingarvegi, kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði, óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarpróf óeðlileg. Sjaldgæfar (i 1/1.000, <1/100): Minnkaður blóðrauði, blóðflagnafæð, lyfjaofnæmi, útbrot, kláði, blæðing innan höfuðkúpu, margúll, blæðing, blóðhósti, blæðing frá endaþarmi, blæðing frá gyllinæð, sár í meltingarvegi, maga-og vélindabólga, vélindabakflæði, uppköst, kyngingartregða, alanínamínótransferasi hækkaður, aspartatamínótransferasi hækkaður, húðblæðingar, blæðing frá þvag- og kynfærum, blóð í þvagi, blæðing í skurðsári. Mjög sjaldgæfar (21/10.000, <1/1.000): Lækkuð blóðkornaskil, ofsakláði, lifrarensím hækkuð, gallrauðaaukning í blóði, blæðing í lið, blæðing á stungustað, blæðing við æðalegg,. Tiðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tiðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Berkjukrampi. Dabieatran etexílat 150 me tvisvar á dae (6.059 siúklinear): Aigengar (> 1/100 <1/10): Blóðleysi, blóðnasir, blæðing í meltingarvegi, kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði, blæðing frá þvag- og kynfærum, óeðlileg Iifrarstarfsemi/lifrarpróf óeðlileg. Sjaidgæfar LÆKNAblaðið 2012/98 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.