Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2012, Side 19

Læknablaðið - 15.05.2012, Side 19
RANNSÓKN Tafla II. Holdafarsflokkun þátttakenda samkvæmt líkamsþyngdarstuðli og hlut- falli likamsfitu. Viðmið Stúlkur Drengir Líkamsþyngdarstuðull kg/m2 % (n) kg/m2 % (n) Of létt(ur) <18,5 8,5(11) <18,5 2,1 (3) Kjörþyngd -24,9 72,1 (93) -24,9 71,0 (103) Of þung(ur) -29,9 14,7(19) -29,9 17,9(26) Offita >30,0 4,7 (6) >30,0 9,0 (13) Hlutfall líkamsfitu13 % % Of lágt <20,0 2,5 (3) <8,0 0,0 (0) Lágt -24,0 8,5 (10) -10,5 4,5 (6) i meðallagi -31,5 46,6 (55) -17,5 37,3 (50) Hátt -35,0 20,3 (24) -22,0 25,4 (34) Offita >35,0 22,0 (26) >22,0 32,8 (44) Viðmiðunargildin fyrir flokkana á milli hæsta og lægsta flokks ná frá viðmiðunargildinu fyrir flokkinn I næstu línu fyrir ofan að viðmiðunargildinu fyrir umræddann flokk (til dæmis þeir sem flokkast of þungir hafa líkamsþyngdarstuðul frá 25,0 kg/m2til og með 29,9 kg/ m2). og kynja. Þegar flokkun hópsins á breytunum (holdafari, líkams- samsetningu, blóðþrýstingi, blóðbreytum, úthaldi og hreyfingu) miðað við alþjóðleg viðmiðunargildi13'18 var skoðuð voru allir þátt- takendur hins vegar notaðir. Tvíbreytudreifigreining (Two-Way ANOVA) með Bonferroni-leiðréttingarprófi var notuð til að bera saman kyn og skóla, sem og til að meta víxlverkun (;interaction) á milli þessara breyta. Cohen s d (Cd) var notað til að meta áhrifs- stærðir á mun milli skóla. Krosstöflur (crosstabs) voru notaðar til að skoða dreifingu kynjanna í flokka viðmiðunargildanna og kí- kvaðrat (clii-square) notað til að meta hvort marktækur munur væri á hlutfalli kynjanna í mismunandi flokkum. Gögnin eru birt sem meðaltöl og staðalfrávik og tölfræðileg marktækni var sett við p<0,05. Niðurstöður Niðurstöður úr mælingunum settar fram eftir skólum má sjá í töflu I. Engin marktæk víxlverkun fannst á milli skóla og kyns. Mark- tækur munur (p<0,05) var á milli kynja á öllum breytum nema BMI, þanþrýstingi, hreyfingu, LDL og þríglýseríðum (p>0,05). Drengir voru hærri, þyngri, úthalds- og mittismeiri, og með lægra hlutfall líkamsfitu og HDL eins og við mátti búast. Þeir höfðu einnig hærri slagþrýsting, lægra heildarkólesteról og hærri blóðsykur. Marktæk- ur munur var á milli skóla í hæð, mittismáli, hlutfalli líkamsfitu, slag- og þanþrýstingi, VO,max, hreyfingu og LDL (p<0,05). Nem- endur úr skóla þrjú skáru sig yfirleitt úr og voru lægri (Cd=0,2), feitari (Cd=0,5), úthaldsminni (Cd=0,7), mittismeiri (Cd=0,3), með hærri slag- (Cd=0,5) og þanþrýsting (Cd=0,7) og hreyfðu sig minna (Cd=0,7). Undantekningin var sú að nemendur skóla tvö höfðu lægra LDL (Cd=0,4) heldur en nemendur hinna skólanna. Flokkun þátttakendanna í holdafarsflokka samkvæmt viðmið- unargildum er í töflu II. I heildina voru 23,3% þeirra skilgreindir of þungir eða of feitir. Heldur hærra hlutfall drengja flokkaðist sem of feitir meðan mun stærri hópur stúlkna var talinn of léttur (p=0,049). Sams konar greining eftir hlutfalli líkamsfitu gaf mun verra ástand til kynna, því 50,8% nemenda höfðu hátt hlutfall líkamsfitu (23,0%) eða offitu (27,8%).13 Eins og samkvæmt BMI-flokkuninni reyndust hlutfallslega fleiri drengir of feitir meðan hlutfall stúlkna með lágt Tafla III. Blóðþrýstingsflokkun þátttakenda. Viðmið Efri mörk Neðri mörk Stúlkur Drengir Blóðþrýstingur mmHg mmHg %(n) %(n) %(n) %(n) Kjörblóðþrýstingur <120,0 <80,0 58,6 (75) 90,6 (116) 33,6 (49) 83,6 (122) Eðlilegur -134,9 -84,9 37,5 (48) 6,3 (8) 50,7 (74) 13,0 (19) Jaðarþrýstingur -140,0 -90,0 1,6(2) 2,3 (3) 10,3 (15) 2.7 (4) Háþrýstingur >140,0 >90,0 2,3 (3) 0,8 (1) 5,5 (8) 0,7(1) Viðmiðunargildin fyrir flokkana á milli hæsta og lægsta flokks ná frá viðmiðunargildinu fyrir flokkinn í næstu línu fyrir ofan að viðmiðunargildinu fyrir umræddan flokk (til dæmis þeir sem flokkast með eðlilegan slagþrýsting hafa efri mörk frá 120 mmHg til og með 134,9 mmHg). Dálkurinn til vinstri hjá stúlkum og drengjum á við efri mörkin og dálkurinn til hægri við neðri mörkin. eða of lágt hlutfall líkamsfitu var hærra (p=0,042). Þegar mælingar á kviðfitu samkvæmt mittismáli voru skoðaðar kom í ljós að um 8 af hverjum 10 (79,6%) nemendum höfðu viðunandi mittismál (<80 sm stúlkur og <94 sm drengir).14 Hins vegar flokkuðust 20,2% stúlkna með meðaláhættu (80-88 sm) og 7,8% með mikla áhættu (>88 sm) á offitutengdum sjúkdómum miðað við mittismál. Sömu tölur hjá drengjum voru 8,2% (94-102 sm) og 5,5% (>102 sm). Hærra hlutfall drengja mældist með ásættanlegt mittismál en hærra hlut- fall stúlkna hafði mittismál tengt meðaláhættu á offitutengdum sjúkdómum (p=0,009). Niðurstöður blóðþrýstingsmælinganna sýna að 89,8% nemenda höfðu kjör- eða eðlilegan slagþrýsting og aðeins 10,2% voru skil- greind með jaðar- eða háan slagþrýsting (tafla III). Þrátt fyrir það var hærra hlutfall drengja með jaðar- eða háan slagþrýsting (p<0,001). Meginþorri nemenda (265 af 274) hafði kjör- eða eðli- legan þanþrýsting og hlutföll drengja og stúlkna í flokkum þan- þrýstings voru svipuð (p=0,139). Samkvæmt flokkun American College of Sport Medicine (ACSM)15 mældist V02max 84,4% nemenda sæmilegt eða betra (tafla IV). Hærra hlutfall drengja hafði mjög gott úthald en stúlkur með sæmilegt eða slakt úthald reyndust hlutfallslega fleiri en drengir í sömu flokkum (p<0,001). Litill munur reyndist hins vegar á hreyfingu drengja og stúlkna og hlutfall kynjanna var nokkuð áþekkt í hverjum viðmiðunarflokki (p=0,706). Þrátt fyrir að innan við 20 nemendur hafi talist lifa kyrrsetulífi, náðu að jafnaði 139 (65,6%) nemendur ekki æskilegri hreyfingu (>10.000 skref) á degi hverjum!6 Hlutfall nemenda sem var yfir/undir ráðlögðum mörkum hvað varðar blóðfitu og blóðsykur má sjá á mynd 1. Að jafnaði mæld- ust -5-10% þátttakenda með blóðfitur utan æskilegra marka en sárafáir reyndust hafa óeðlilegan blóðsykur. Heldur hærra hlutfall stúlkna hafði of hátt (>6,0 mmol/L)17 heildarkólesteról (p=0,014) en ekki var hlutfallslegur munur á fjölda drengja og stúlkna utan æskilegra marka hvað varðar LDL (>3,35 mmol/L17, p=0,293), HDL (<1,30 mmol/L stúlkur, <1,05 mmol/L drengir17, p=0,901), þríglýseríð (>1,7 mmol/L17, p=0,508) og blóðsykur (>5,6 mmol/L18, p=0,357). Umræöa Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að íslenskir 18 ára nemendur í framhaldsskólum eru mjög illa á sig komnir hvað holdafar varðar, hvort heldur sem þeir eru skoðaðir út frá BMI- eða hlutfalli líkamsfitu. Einnig höfðu 11% nemenda óæskilega LÆKNAblaðið 2012/98 279

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.