Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 20
RANNSÓKN 13 X Kólesteról LDL HDL Þríglýseríð Blóðsykur Mynd 1. Hlutfall þátttakenda yfir ráðlögðum mörkttm blóðfitu og blóðsxjkurs. Töliirnar i súlunum gefa til kynna fjötda pntttakenda yfir ráðlögðttm mörkttm. LDL = lágþéttnifituprótein, HDL = háþéttnifituprótein. Heildarkólesteról >6,00 mmol/ Lu, LDL >3,35 mmol/Lu, HDL <1,30 mmol/L (stúlkur) og <1,05 mmol/L (drengir)17, þríglýseríð >1,70 njmol/V7, blóðsykur >5,60 mmol/V’. lágt HDL, 8% mældust með of hátt LDL, 10% voru skilgreind með jaðar- eða háan slagþrýsting og 9% þátttakenda höfðu þríglýseríð yfir ráðlögðum mörkum.17 Hvað úthald varðar, flokkuðust aðeins 16% nemenda með slakt eða mjög slakt úthald15 og þar af voru stúlkur í miklum meirihluta. Þrátt fyrir að stúlkurnar hefðu að meðaltali gott úthald og strákarnir mjög gott úthald náðu nem- endur að jafnaði ekki að hreyfa sig daglega eins og mælt er með í hreyfiráðleggingum (>10.000 skref).16 Aðeins þriðjungur nemenda náði ráðlagðri hreyfingu. Marktækur munur á milli skóla kom oftast fram á milli skóla þrjú (verknámsskóli) og hinna skólanna (bóknámsskólar). Skóli þrjú var skilgreindur sem verknámsskóli þó að nemendurnir þar væru bæði bók- og verknámsnemar. Þessir nemendur höfðu slakasta úthaldið, hreyfðu sig minnst, mældust með hæst hlutfall líkamsfitu, mesta mittismálið og hæsta blóðþrýstinginn. Niður- stöður úr norskri rannsókn á úthaldi 18 ára drengja sem kallaðir voru til herþjónustu á árunum 1980-85 og 2002, sýndu einnig að verknámsnemar höfðu marktækt iakara úthald en bóknáms- nemar.19 Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að verknámsnemar eru ólíklegri til að taka þátt í íþróttum,20 sem gæti gefið til kynna almennt minni áhuga á hreyfingu meðal þeirra. Minni hreyfing gæti einmitt útskýrt að hluta til muninn á áhættuþáttunum (út- haldi, hlutfalli líkamsfitu, mittismáli, blóðþrýstingi) sem fannst á milli skólanna. Stúlkur úr skóla þrjú gengu að jafnaði um 1300- 1800 færri skref og drengirnir um 1900-2800 færri skref daglega samanborið við kynsystkin þeirra úr hinum skólunum tveimur. Hins vegar komu of fáir nemendur eingöngu úr hefðbundnu verknámi til þess að gera óyggjandi samanburð á verk- og bók- námsnemum. Hlutfall of þungra nemenda hér var nánast það sama og í rann- sókn Kára Jónssonar21 á 18-19 ára framhaldsskólanemum. í þessari rannsókn var hlutfall of feitra hins vegar talsvert hærra en þau 3% sem Kári greindi frá. í símakönnun á meðal 15-24 ára íslendinga flokkuðust 15% kvenna og 25% karla yfir kjörþyngd22 og hlutfali níu og 15 ára íslendinga yfir kjörþyngd var á bilinu 17-22%2. Því virðist sem hlutfall of þungra hafi staðið í stað en hlutfall of feitra sé að aukast. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna aukinheldur að nánast sami fjöldi nemenda mældist í mikilli hættu á að þróa með sér offitutengda sjúkdóma samkvæmt mittismælingunni (n=18, stúlkur >88 sm, drengir >102 sm) og voru skilgreindir með offitu samkvæmt BMI-stuðli (n=19). Einhverra hluta vegna hafa viðmiðunargildi BMI-stuðulsins verið sett fram sem lýsing á holdafari (kjörþyngd, ofþyngd og offita) fremur en lýsing á auknum líkum á offitutengdum sjúk- dómum og ótímabærum dauða. Tengsl BMI og hlutfalls líkamsfitu eru auk þess kúrflínuleg og sýnt hefur verið fram á að viðmið BMI fyrir offitu vanmeta offitu sem metin er út frá hlutfalli líkamsfitu mældri með nákvæmari aðferðum (DXA).23 Á hinn bóginn hefur hlutfall líkamsfitu ekki verið tengt sjúkdómum á sama hátt og BMI og því hafa ekki verið gefin út viðmið fyrir það hlutfall líkamsfitu sem eykur líkur á sjúkdómum og ótímabærum dauða.23 í þessari rannsókn höfðu 118 stúlkur og 133 strákar mæligildi bæði frá BMI og DXA. Ef BMI-viðmiðið fyrir offitu (>30 kg/m2) er notað í þessum undirhópi eru fjórar stúlkur og 12 strákar skil- greind sem of feit en sé notast við offituskilgreiningu samkvæmt hlutfalli líkamsfitu13 frá DXA (>35% stúlkur, >22% drengir) eru 26 stúlkur og 44 strákar of feit. Því eru 22 af 26 of feitum stúlkum ranglega flokkaðar sem lausar við offitu samkvæmt BMI og 33 af 44 of feitum strákum (mynd 2A og B). Á hinn bóginn er einn strákur sem ekki er of feitur flokkaður sem slíkur samkvæmt BMI en engin stúlka. Wellens og félagar23 áætluðu að þau BMI-viðmið sem best myndu lýsa offitu mældri með DXA væru 25 kg/m2 hjá körlum og 23 kg/m2hjá konum á aldrinum 20-45 ára. Ef þau viðmið eru notuð fyrir offitu á BMI-stuðli í ofangreindum undirhópi væru 41 stúlka og 35 strákar skilgreind sem of feit. Þetta leiðréttir talsvert þá mynd sem BMI gefur af offitu hjá strákunum en ofmetur offitu töluvert hjá stúlkunum. Með þessum BMI-viðmiðum fyrir offitu væru einungis fjórar af 26 of feitum stúlkum ranglega flokkaðar sem lausar við offitu og 16 af 44 strákum. Hins vegar yrðu sjö strákar af 89 ranglega flokkaðir of feitir og 20 stúlkur af 92 sem ekki eru of feitar skilgreindar sem slíkar. Ástæður þess að BMI- viðmið Wellens og félaga23 ofmeta offitu hjá stúlkunum og van- meta hjá strákunum eru sennilega þær að sú rannsókn notaði 33% hlutfall líkamsfitu sem viðmið fyrir offitu hjá konum og 25% hjá körlum, sem eru aðeins lægri (konur) og hærri (karlar) viðmið en notuð voru í þessari rannsókn. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja því fyrri niðurstöður23 um að BMI-flokkunin lýsi líkams- samsetningu ekki vel og að frekar ætti að lýsa auknum líkum á offitutengdum sjúkdómum og ótímabærum dauða. Ákveðið hlut- fall líkamsfitu hefur hins vegar ekki verið tengt sjúkdómum og ótímabærum dauða með óyggjandi hætti, þó svo að það hafi verið skilgreint eins og í töflu II. Úthald þátttakenda var gott samkvæmt nýjustu viðmiðunar- gildum frá ACSM15 sem miðast reyndar við aldurshópinn 20-29 ára en byggja á gríðarlega stóru úrtaki. Ef miðað væri við 15-20 árum eldri viðmiðunargildi, annars vegar fyrir 13-19 ára unglinga24 og hins vegar fyrir 18-23 ára25 ungt fólk, myndi lægra25 eða hærra24 hlutfall stúlkna flokkast með sæmilegt úthald eða betra, en sam- kvæmt ACSM-viðmiðunargildunum.15 Þau viðmiðunargildi gætu þó verið ívið of lág þar sem fólk nær hámarkssúrefnisupptöku á unglingsárunum við lok kynþroskans, stúlkur um 15 ára aldur og piltar 17-18 ára.25-26 Það gæti hugsanlega einnig útskýrt að hærra hlutfall drengja en stúlkna hafði mjög gott úthald, vegna þess að úthaldi stúlknanna gæti hafa hrakað eftir hafa náð hámarki við lok kynþroskans meðan strákarnir voru sennilega, miðað við 280 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.