Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 18
RANNSOKN Tafla I. Áhættuþættir efnaskiptasjúkdóma hjá þátttakendum, (n). Stúlkur Drengir Breytur Skóli 1 Skóli 2 Skóli 3 Skóli 1 Skóli 2 Skóli 3 Hæö (sm) 168,6±6,5 (53) 167,7±4,8 (51) 166,9±5,0 (25) 182,9±7,1 (50) 183,7±6,0 (50) 178,7±4,9*t (46) Þyngd (kg) 63,7±7,4 (53) 61,0±7,1 (50) 60,6±8,6 (20) 76,1 ±11,2 (49) 76,8±10,8 (50) 76,5±15,0* (42) BMI (kg/m2) 22,5±3,1 (53) 21,9±2,8 (51) 23,7±4,7 (24) 22,8±3,1 (49) 22,9±2,9 (50) 23,5±3,8 (40) Mittismál (sm) 76,9±7,1 (53) 73,5±7,2 (51) 77,6±11,7 (25) 81,6±8,0 (49) 80,3±6,3 (50) 82,7±10,8*t (42) Líkamsfita (%) 31,5±5,2 (50) 28,9±4,9 (49) 35,2±7,6 (19) 19,1 ±5,9 (47) 18,5±5,9 (50) 23,8±9,3*t (35) Blóðþrýstingur Efri mörk 116,6±10,2 118,9±8,8 118,8±9,9 122,3±9,4 124,9±8,9 128,4±13,0*t Neðri mörk (mmHg) 70,3±7,1 (53) 70,2±5,7 (51) 72,3±6,3 (24) 68,8±6,8 (50) 70,0±6,3 (50) 75,2±7,0t (46) v02max (ml/kg/mín) 39,9±5,1 (47) 42,1 ±5,4 (47) 35,8±5,0 (18) 52,3±6,3 (47) 54,3±6,0 (50) 46,5±8,2*t (34) Hreyfing (Kskref/dag) 9,28±2,50 (45) 8,86±2,76 (46) 7,54±3,73 (15) 9,72±2,93 (44) 8,84±2,60 (44) 6,88±2,39t (17) Kólesteról 4,8±0,8 4,4±0,7 4,5±0,7 4,1±0,6 4,0±0,5 4,4±0,9* HDL 1,6±0,3 1,6±0,3 1,5±0,4 1,3±0,2 1,3±0,2 1,2±0,2* LDL 2,7±0,7 2,3±0,7 2,5±0,7 2,4±0,6 2,2±0,5 2,5±0,8t Þríglýseríð 1,1 ±0,5 1,1 ±0,4 1,0±0,4 1,0±0,3 0,9±0,4 1,2±0,4 Blóðsykur (mmol/L) 4,5±0,3 (50) 4,4±0,3 (50) 4,5±0,3 (20) 4,6±0,3 (48) 4,6±0,3 (49) 4,7±0,4* (34) BMI = líkamsþyngdarstuðull, V02max = hámarkssúrefnisupptaka, Kskref/dag = kílóskref á dag, HDL = háþéttnifituprótein, LDL = lágþéttnifituprótein. * = marktækur munur á kynjum (p<0,05). t = martækur munur á skólum (p<0,05). Mælingarnar fóru fram í skólunum sjáifum, nema mælingin á líkamssamsetningu (body composition) sem fór fram í Hjartavernd og úthaldsmælingin sem var gerð á Rannsóknarstofu í Hreyfivís- indum. Hæð og þyngd voru mældar þrívegis með nákvæmni upp á einn millimetra og 100 g með hæðarmæli (Seca 206) og vog (Seca 703) og líkamsþyngdarstuðullinn (body mass index, BMI) reiknaður út. Mittismál var mælt þrisvar í láréttu piani með óteygjanlegu málbandi (Gulick) með nákvæmni upp á einn millimetra þar sem mittið er grennst á milli neðstu rifja og mjaðmarkambs. Líkams- samsetning var mæld með tvíorku-röntgengeislagleypnimælingu (dual energy X-ray absorptiometry, DXA) með Lunar beinþéttnimæli eftir að þátttakendur höfðu fjarlægt allt skart. Með DXA-mælingu er hægt að ákvarða fitumassa, massa fitulauss mjúkvefs og bein- massa líkamans í heild eða ákveðinna líkamshluta, sem og hlut- fall líkamsfitu og fitudreifingu. LFnglingarnir voru léttklæddir og skólausir við holdafarsmælingarnar. Blóðþrýstingur var mældur þrívegis með blóðþrýstingsmæli (ADC Advantage 6013) á hægri handlegg eftir að þátttakandi hafði setið rólegur í 10 mínútur. Tekin var fastandi blóðprufa og styrkur heildarkólesteróls, háþéttnifitupróteina (HDL), þríglýseríða og glúkósa var mældur á Landspítala. Styrkur lágþéttnifitupróteina (LDL) var reiknaður út með jöfnu Friedewald.9 Til að meta úthald var hámarkssúrefnisupptaka (maximal oxygen uptake, VO,mix) mæld (Parvomedics Trumax 2400) með stigvaxandi hámarksáreynsluprófi á hlaupabretti.10 Unglingarnir hlupu á stöðugum hraða (2,2-3,6 m/sek, 8-13 km/klst) eftir líkams- ástandi og hallinn var aukinn á tveggja mínútna fresti þangað til viðkomandi gat ekki meira og stöðvaði hlaupabrettið eða gaf á annan hátt til kynna að hann/hún vildi hætta. Á meðan prófið fór fram voru unglingarnir hvattir áfram til að gera sitt besta en jafnframt minntir á að þeir gætu hætt hvenær sem var. Útöndunar- lofti var safnað (30 sekúndna meðaltöl) og súrefnisupptaka (V02) og koltvísýringsframleiðsla (VCO,) mæld og notuð til að reikna út öndunarhlutfallið (respimtory exchange rntio, RER). Hjartsláttur var mældur með púlsmæli (Polar) meðan á prófinu stóð og í lok hvers þreps (á tveggja mínútna fresti) gáfu unglingarnir skynjaða áreynslu sína til kynna (ratings ofperceived exertion, RPE).11 Aðeins þeir þátttakendur sem náðu VO,max samkvæmt hefð- bundnu viðmiði10 voru notaðir við tölfræðilega úrvinnslu. Ef þátt- takandi náði ekki fyrrnefndu viðmiði taldist hann samt hafa reynt á sig til fullnustu og hafa náð V02max ef hann náði að minnsta kosti tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðum:10 RER >1,1 RPE >19 (mjög, mjög erfitt) Hjartsláttur innan við 10 slög af aldursreiknuðum hámarkshjartslætti (207-0,7*aldur) Hreyfing var mæld með skrefamæli (Yamax-SW-200) í 6 daga allan daginn, nema þegar þátttakendur sváfu eða fóru í sturtu/bað eða í sund. Af þessum 6 dögum þurftu þátttakendur að bera mæl- inn á sér í það minnsta þrjá virka daga og einn helgardag og að minnsta kosti 8 klukkustundir á dag til þess að gögnin yrðu notuð við tölfræðilega úrvinnslu. Áreiðanleiki og réttmæti skrefamæla (Yamax-SW-200) hefur verið staðfest og er skrefamælirinn sem hér var notaður jafnframt sá algengasti í rannsóknum sem notast við þessa tækni.12 Unnið var úr gögnunum með tölfræðiforritinu SPSS (Statistical Package for the Social Sciences, útgáfa 15.0). Því næst voru gögnin skoðuð með tilliti til normaldreifingar og útlagar (outliers, >3 staðalfrávik frá meðaltali) fjarlægðir við samanburð á milli skóla 278 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.