Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2012, Page 13

Læknablaðið - 15.05.2012, Page 13
RANNSÓKN Tafla II. Klínískar upplýsingar um sjúklinga, fjöldi (%). Gjörgæsluhópur n=21 Viðmiðunarhópur n=231 p-gildi Aldur 74±8 68± 10 0,004 Karlkyn 13(62) 111 (48) 0,32 Reykingasaga 20 (95) 221 (96) 1 Langvinn lungnateppa 11 (52) 67 (29) 0,049 Kransæöasjúkdómur 11 (52) 67 (29) 0,049 Saga um hjartsláttartruflanir 5(24) 189 (32) 0,56 ASA-flokkun' 1 0(0) 2(1) 1 2 4(19) 97 (42) 0,06 3 15(71) 125(54) 0,17 4 2(10) 6(3) 0,14 FEV1 < 75% af spáðu" 5(24) 56 (24) 0,83 FVC < 80% af spáðu'" 4(19) 38 (17) 0,76 Stærð æxlis (cm) 3.5 ±2.1 2.8 ±1.3 0,06 TMN-stig 1 11 (52) 130(56) 0,91 II 6(29) 61 (26) 0,83 III 2(10) 32 (14) 0,82 IV 2(10) 8(4) 0,44 *American society of anesthesiologists. **Forced expiratory volume in 1 second. öndunarmælingar vantar hjá einum sjúklingi í viömiðunarhópi. ***Forced vital capacity. Öndunarmælingar vantar hjá einum sjúklingi í viðmiöunarhópi. heildarfjöldi sjúklinga því 244. Meðalaldur þeirra var 68 ± 9 ár (bil 42-89) og voru karlar 51% hópsins. I 21 af 252 aðgerðum (8%) þurftu sjúklingarnir að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 á fyrri helmingi rannsóknartímabilsins og 11 á því síðara (p=0,94). I töflu I sjást innlagnarástæður og upplýsingar um þá sjúklinga sem lögðust á gjörgæsludeild. Sjúklingar sem lögðust beint á gjörgæsludeild eftir aðgerð voru 11 talsins, en fjórir þeirra voru fluttir þangað sofandi með barkarennu. Miðgildi legutíma á gjör- gæsludeild hjá þessum sjúklingum var einn dagur (bil 1-68) og var algengasta ástæða fyrir innlögn lágur blóðþrýstingur, eða hjá fjórum sjúklingum. í tveimur tilfellum var ástæða innlagnar á gjörgæsludeild mikil blæðing í aðgerð (>1,5 L). Tveir sjúklingar voru hafðir til eftirlits en annar þeirra var hjartabilaður vegna ósæðarlokuþrengsla og hinn hafði háan blóðþrýsting. Sex þessara sjúklinga þurftu meðferð í öndunarvél og létust tveir þeirra. Ann- ar lést á gjörgæsludeild 12 dögum eftir aðgerð vegna lungnabólgu, en hann hafði útskrifast þaðan á öðrum degi eftir aðgerð en var lagður inn að nýju daginn eftir. Hinn sjúklingurinn lést á legu- deild 75 dögum eftir aðgerð, en hann þurfti meðferð í öndunarvél í 58 sólarhringa og dánarorsök hans var kransæðastífla. Fjórir sjúklingar lögðust á gjörgæsludeild af vöknunardeild og sex frá legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar. Ástæður fyrir inn- lögn þessara 10 sjúklinga voru lágur blóðþrýstingur (n=4), hjarta- og/eða öndunarbilun (n=4) og enduraðgerð vegna blæðingar (n=2). Miðgildi legutíma á gjörgæsludeild fyrir þessa 10 sjúklinga Tafla III. Fylgikvillar eftir aðgerð og dánarhlutfall íbáðum hópum, fjöldi (%). Fylgikvillar Gjörgæslu- hópur n=21 Viðmiðunar- hópur n=231 p-giidi Minniháttar fylgikvillar 15(71) 69 (30) <0,001 Langvarandi loftleki (>7dagar) 9(43) 39 (17) 0,008 Gáttatif 5(24) 42(18) 0,56 Lungnabólga 8 (38) 17(7) <0,001 Sárasýking 1(5) 6(3) 0,46 Fleiðruholssýking 0(0) 2(1) 1 Lömun á raddbandataug 0(0) 4(2) 1 Alvarlegir fylgikvillar 10(48) 10(4) <0,001 Andnauðarheilkenni (ARDS) 6(29) 0(0) <0,001 Hjartabilun 4(19) 4(2) 0,002 Enduraðgerð vegna blæðingar 4(19) 3(1) 0,001 Hjartadrep 1 (5) 3(1) 0,3 Berkjufleiðrufistill 0(0) 0(0) Efri holæðarheilkenni 0(0) 1 (D 1 Látnir <30 daga 2(10) 0(0) 0,006 <90 daga 3(14) 1 (1) 0,002 var 1,5 dagur (bil 1-16) en fjórir þurftu meðferð í öndunarvél og lést einn þeirra. Sá sjúklingur hafði útskrifast af gjörgæsludeild en lagst þar inn að nýju þrívegis og var meðhöndlaður samtals 9 sólarhringa i öndunarvél. Dánarorsök hans var öndunarbilun vegna lungnabólgu og nýrnabilunar. Miðgildi heildarlegutíma á sjúkrahúsi var 9 dagar fyrir alian hópinn. Legutími gjörgæsluhópsins var 19 dagar en 9 dagar hjá viðmiðunarhópi (p<0,001). Níu sjúklingar (43%) lágu lengur en sólarhring á gjörgæslu, þar af 5 (24%) lengur en viku. Lengsta samfellda lega á gjörgæsludeild var 68 dagar en sá sjúklingur út- skrifaðist heim til sín 38 dögum eftir útskrift af gjörgæsludeild. Þrír sjúklingar lögðust aftur inn á gjörgæsludeild eftir útskrift þaðan, einn í þrígang og lést hann síðar á legudeild (sjá ofar). Annar sjúklingur var lagður aftur inn á gjörgæsludeild sama dag og sá þriðji degi eftir útskrift af gjörgæsludeild og lést hann þar. Allir höfðu þessir sjúklingar gengist undir blaðnám og voru ástæður endurinnlagnar á gjörgæsludeild lágur blóðþrýstingur hjá tveimur og öndunarbilun hjá einum. I töflu II sést samanburður hópa. Sjúklingar í gjörgæsluhópi voru eldri og oftar með sögu um langvinna lungnateppu og kransæðasjúkdóm. Kynjahiutfall og niðurstöður öndunarmælinga voru hins vegar sambærilegar og langflestir sjúklinganna í báðum hópum höfðu sögu um reykingar. Ekki var heldur munur á ASA- flokkun sjúklinga, stærð eða pTNM-stigun sjúkdómsins, aðgerðar- tíma, blæðingu í aðgerð eða hlutfalli sjúklinga sem fengu utan- bastsdeyfingu (89%). í töflu III sjást fylgikvillar eftir aðgerð í hópunum tveimur. Alls fengu 71% gjörgæslusjúklinga minniháttar fylgikvilla borið saman við 30% í viðmiðunarhópi (p<0,001). Algengustu fylgikvill- arnir voru langvarandi loftleki, gáttatif og lungnabólga. Hlutfall gjörgæslusjúklinga sem fengu alvarlega fylgikvilla var einnig LÆKNAblaðið 2012/98 273

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.