Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 13
RANNSÓKN Tafla II. Klínískar upplýsingar um sjúklinga, fjöldi (%). Gjörgæsluhópur n=21 Viðmiðunarhópur n=231 p-gildi Aldur 74±8 68± 10 0,004 Karlkyn 13(62) 111 (48) 0,32 Reykingasaga 20 (95) 221 (96) 1 Langvinn lungnateppa 11 (52) 67 (29) 0,049 Kransæöasjúkdómur 11 (52) 67 (29) 0,049 Saga um hjartsláttartruflanir 5(24) 189 (32) 0,56 ASA-flokkun' 1 0(0) 2(1) 1 2 4(19) 97 (42) 0,06 3 15(71) 125(54) 0,17 4 2(10) 6(3) 0,14 FEV1 < 75% af spáðu" 5(24) 56 (24) 0,83 FVC < 80% af spáðu'" 4(19) 38 (17) 0,76 Stærð æxlis (cm) 3.5 ±2.1 2.8 ±1.3 0,06 TMN-stig 1 11 (52) 130(56) 0,91 II 6(29) 61 (26) 0,83 III 2(10) 32 (14) 0,82 IV 2(10) 8(4) 0,44 *American society of anesthesiologists. **Forced expiratory volume in 1 second. öndunarmælingar vantar hjá einum sjúklingi í viömiðunarhópi. ***Forced vital capacity. Öndunarmælingar vantar hjá einum sjúklingi í viðmiöunarhópi. heildarfjöldi sjúklinga því 244. Meðalaldur þeirra var 68 ± 9 ár (bil 42-89) og voru karlar 51% hópsins. I 21 af 252 aðgerðum (8%) þurftu sjúklingarnir að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 á fyrri helmingi rannsóknartímabilsins og 11 á því síðara (p=0,94). I töflu I sjást innlagnarástæður og upplýsingar um þá sjúklinga sem lögðust á gjörgæsludeild. Sjúklingar sem lögðust beint á gjörgæsludeild eftir aðgerð voru 11 talsins, en fjórir þeirra voru fluttir þangað sofandi með barkarennu. Miðgildi legutíma á gjör- gæsludeild hjá þessum sjúklingum var einn dagur (bil 1-68) og var algengasta ástæða fyrir innlögn lágur blóðþrýstingur, eða hjá fjórum sjúklingum. í tveimur tilfellum var ástæða innlagnar á gjörgæsludeild mikil blæðing í aðgerð (>1,5 L). Tveir sjúklingar voru hafðir til eftirlits en annar þeirra var hjartabilaður vegna ósæðarlokuþrengsla og hinn hafði háan blóðþrýsting. Sex þessara sjúklinga þurftu meðferð í öndunarvél og létust tveir þeirra. Ann- ar lést á gjörgæsludeild 12 dögum eftir aðgerð vegna lungnabólgu, en hann hafði útskrifast þaðan á öðrum degi eftir aðgerð en var lagður inn að nýju daginn eftir. Hinn sjúklingurinn lést á legu- deild 75 dögum eftir aðgerð, en hann þurfti meðferð í öndunarvél í 58 sólarhringa og dánarorsök hans var kransæðastífla. Fjórir sjúklingar lögðust á gjörgæsludeild af vöknunardeild og sex frá legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar. Ástæður fyrir inn- lögn þessara 10 sjúklinga voru lágur blóðþrýstingur (n=4), hjarta- og/eða öndunarbilun (n=4) og enduraðgerð vegna blæðingar (n=2). Miðgildi legutíma á gjörgæsludeild fyrir þessa 10 sjúklinga Tafla III. Fylgikvillar eftir aðgerð og dánarhlutfall íbáðum hópum, fjöldi (%). Fylgikvillar Gjörgæslu- hópur n=21 Viðmiðunar- hópur n=231 p-giidi Minniháttar fylgikvillar 15(71) 69 (30) <0,001 Langvarandi loftleki (>7dagar) 9(43) 39 (17) 0,008 Gáttatif 5(24) 42(18) 0,56 Lungnabólga 8 (38) 17(7) <0,001 Sárasýking 1(5) 6(3) 0,46 Fleiðruholssýking 0(0) 2(1) 1 Lömun á raddbandataug 0(0) 4(2) 1 Alvarlegir fylgikvillar 10(48) 10(4) <0,001 Andnauðarheilkenni (ARDS) 6(29) 0(0) <0,001 Hjartabilun 4(19) 4(2) 0,002 Enduraðgerð vegna blæðingar 4(19) 3(1) 0,001 Hjartadrep 1 (5) 3(1) 0,3 Berkjufleiðrufistill 0(0) 0(0) Efri holæðarheilkenni 0(0) 1 (D 1 Látnir <30 daga 2(10) 0(0) 0,006 <90 daga 3(14) 1 (1) 0,002 var 1,5 dagur (bil 1-16) en fjórir þurftu meðferð í öndunarvél og lést einn þeirra. Sá sjúklingur hafði útskrifast af gjörgæsludeild en lagst þar inn að nýju þrívegis og var meðhöndlaður samtals 9 sólarhringa i öndunarvél. Dánarorsök hans var öndunarbilun vegna lungnabólgu og nýrnabilunar. Miðgildi heildarlegutíma á sjúkrahúsi var 9 dagar fyrir alian hópinn. Legutími gjörgæsluhópsins var 19 dagar en 9 dagar hjá viðmiðunarhópi (p<0,001). Níu sjúklingar (43%) lágu lengur en sólarhring á gjörgæslu, þar af 5 (24%) lengur en viku. Lengsta samfellda lega á gjörgæsludeild var 68 dagar en sá sjúklingur út- skrifaðist heim til sín 38 dögum eftir útskrift af gjörgæsludeild. Þrír sjúklingar lögðust aftur inn á gjörgæsludeild eftir útskrift þaðan, einn í þrígang og lést hann síðar á legudeild (sjá ofar). Annar sjúklingur var lagður aftur inn á gjörgæsludeild sama dag og sá þriðji degi eftir útskrift af gjörgæsludeild og lést hann þar. Allir höfðu þessir sjúklingar gengist undir blaðnám og voru ástæður endurinnlagnar á gjörgæsludeild lágur blóðþrýstingur hjá tveimur og öndunarbilun hjá einum. I töflu II sést samanburður hópa. Sjúklingar í gjörgæsluhópi voru eldri og oftar með sögu um langvinna lungnateppu og kransæðasjúkdóm. Kynjahiutfall og niðurstöður öndunarmælinga voru hins vegar sambærilegar og langflestir sjúklinganna í báðum hópum höfðu sögu um reykingar. Ekki var heldur munur á ASA- flokkun sjúklinga, stærð eða pTNM-stigun sjúkdómsins, aðgerðar- tíma, blæðingu í aðgerð eða hlutfalli sjúklinga sem fengu utan- bastsdeyfingu (89%). í töflu III sjást fylgikvillar eftir aðgerð í hópunum tveimur. Alls fengu 71% gjörgæslusjúklinga minniháttar fylgikvilla borið saman við 30% í viðmiðunarhópi (p<0,001). Algengustu fylgikvill- arnir voru langvarandi loftleki, gáttatif og lungnabólga. Hlutfall gjörgæslusjúklinga sem fengu alvarlega fylgikvilla var einnig LÆKNAblaðið 2012/98 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.