Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 21
RANNSÓKN Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) Mynd 2. Dreifing Iwldafarsflokka stúlkna (A) og drengja (B) samkvæmt líkamsþyngdarstuðli og hlutfalii líkamsfitu. aldur, að ná sínu hámarksúthaldi. Þessu til stuðnings hefur dönsk rannsókn26 sýnt að úthald drengja breytist lítið á aldursbilinu 16-19 ára en úthaldi stúlkna hrakar lítillega á sama tíma. Erfitt getur verið að bera saman rannsóknir sem fjalla um dag- lega hreyfingu þar sem tæki til mælinga eru misjöfn. Séu skref- mælar notaðir er einnig misjafnt hvað rannsakendur á þessu sviði telja æskileg viðmiðunargildi fyrir skrefafjölda. Viðmiðunargildin sem notuð voru byggja á því að jákvæð heilsufarsleg áhrif náist með því að ganga um 10.000 skref á dag16 en um tveir þriðju þátttak- enda náðu ekki þessu viðmiði. Þetta er áhyggjuefni þar sem sumar rannsóknir hafa bent á að við 13-16 ára aldur dragi úr hreyfingu barna og að svo dragi áfram úr hreyfingunni fram á fullorðinsár.27 Engar rannsóknir sýna hins vegar að unglingar auki hreyfinguna þegar þeir eldast, þannig að mjög líklegt er að stór hópur þessara 18 ára framhaldsskólanema muni alls ekki ná daglegum hreyfiráð- leggingum þegar þau verða komin á fullorðinsaldur, með öllum þeim fylgikvillum sem fylgja ónógri hreyfingu.1 Kyrrseta meðal unglinga er algeng í vestrænum heimi og hefur hreyfing barna í Bandaríkjunum og Astralíu almennt farið minnk- andi á síðustu áratugum.28 Á árunum 2001-2002 var gerð könnun í ríkjum Evrópusambandsins á hreyfingu barna og unglinga (11,13 og 15 ára) sem leiddi í ljós að 34% þátttakanda náðu að uppfylla hreyfiráðleggingar.29 Á Islandi er sömu sögu að segja en einungis 2-15% níu og 15 ára barna uppfylla hreyfiráðleggingar Lýðheilsu- stöðvar.8 Hugsanlega má rekja þessa þróun til aukins sjónvarps- áhorfs, aukinnar tölvuleikjanotkunar og breyttra ferðahátta. Rétt um tíundi hluti þátttakendanna hafði óæskilega hátt LDL og þríglýseríð og lágt HDL. Þessar niðurstöður hjá svo ungu fólki valda óneitanlega áhyggjum, því hátt LDL og lágt HDL auka lík- urnar á æðakölkun. Að jafnaði var HDL hærra hjá stúlkunum og má skýra það með auknu estrógeni hjá konum sem eykur HDL. Aukið HDL stúlknanna skýrir svo hærra heildarkólesteról hjá stúlkunum í þessari rannsókn, þar sem ekki reyndist munur á LDL né þríglýseríðum milli kynja. Mjög fáir höfðu hækkaðan blóðsykur og einungis einn framhaldsskólanemandi mældist með blóðsykur yfir mörkunum sem notuð eru til að skilgreina sykursýki (>7 mmól/L). Það er í samræmi við að algengi sykursýki hér á landi mælist með því lægsta í Evrópu.30 Styrkleikar rannsóknarinnar liggja fyrst og fremst í fjölda þátt- takenda og nákvæmra mælinga sem í sumum tilfellum voru þær bestu sem völ er á, svo sem hámarkssúrefnisupptökumælingin og DXA-mælingin á líkamssamsetningu. Veikleikarnir felast hins vegar helst í því að þrátt fyrir að þátttakendur væru valdir af handahófi gátu þeir afþakkað þátttöku. Líklegt er að líkamsástand og hreyfing þeirra sem afþökkuðu þátttöku sé verra en hinna og niðurstöður þessarar rannsóknar fegri því raunveruleikann meðal 18 ára ungmenna. Einnig voru allir þátttakendur búsettir á höfuð- borgarsvæðinu og rannsóknin endurspeglar því frekar ástandið þar heldur en á íslandi öllu. Að auki voru nemendur skóla þrjú ekki allir hefðbundnir verknámsnemendur og samanburðurinn á milli skóla gefur því ekki alveg raunsanna mynd af muninum á verk- og bóknámsnemum. Ályktun Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að þó svo að út- hald 18 ára framhaldsskólanema sé að jafnaði gott, er hreyfingu Tafla IV. Úthalds- og hreyfingarflokkun þátttakenda. Viðmið Stúlkur Drengir Úthald15 ml/kg/mín % (n) ml/kg/mín % (n) Mjög slakt <31,59 4,5 (5) <38,00 5,3 (7) Slakt -35,49 17,9(20) -42,19 4,6 (6) Sæmilegt -39,49 24,1 (27) -45,69 9,2 (12) Gott -43,99 29,5 (33) -51,09 24,4 (32) Mjög gott >44,00 24,1 (27) >51,10 56,5 (74) Hreyfing16 skref/dag skref/dag Kyrrseta <5000 8,5 (9) <5000 7,5 (8) Lítil hreyfing -7499 25,5 (27) -7499 24,5 (26) Nokkur hreyfing -9999 30,2 (32) -9999 34,9 (37) Æskileg hreyfing -12499 28,3 (30) -12499 21,7 (23) Mikil hreyfing >12500 7,5 (8) >12500 11,3 (12) Viðmiðunargildin fyrir flokkana á milli hæsta og lægsta flokks ná frá viðmiðunargildinu fyrir flokkinn í næstu línu fyrir ofan að viðmiðunargildinu fyrir umræddan flokk (til dæmis stúlkur sem flokkast með gott úthald hafa hámarkssúrefnisupptöku frá 39,50 ml/kg/mín til og með 43,99 ml/kg/mín). LÆKNAblaðið 2012/98 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.